Þeir eru fáir vígalegri á sínum mótorhjólum en Jens Karl Magnús Jóhannesson sem ekur um á mótorfák sínum með forláta hjálm á höfði sem líkist helst pottloki. Fúlskeggjaður þeysist hann um göturnar og brosir sínu breiðasta, enda segir hann frelsið sem hann finni fyrir á hjólinu ólýsanlegt. „Ég byrjaði að hafa áhuga á mótorhjólum þegar maður fór að hafa vit. Maður var alltaf að fylgjast með þessum köppum og í svona litlu bæjarfélagi þá smitar þetta út frá sér." Hann segir að þó að áhuginn fyrir mótorhjólum leggist í dvala slokkni hann aldrei hjá mönnum og það sjáist vel í því að nú séu menn, sem voru á hjólum fyrir mörgum árum, að koma aftur inn. „Ég veit um einn sem er að flytja inn hjól sjálfur núna og annar sem er að spá og það er alveg meiri háttar að þessir karlar séu að spá í þetta. Netið spilar þar inn í, þeir hafa verið að skoða hjólin og svo hefur gengið verið hagstætt fyrir innflutning á svona gripum." Hann segir að sumir séu jafnvel að fá sér eins hjól og þeir voru með hér á árum áður. „
30.11.06
29.11.06
Dindlarnir eru heldrimenn á bifhjólum
„Einn vinnufélagi minn var hálfhneykslaður á að við,
fullorðnir karlmenn, værum að dandalast og dindlast á mótorhjólum.“
|
Þeir lentu þó í því í sumar að ökumaður, sem kom á eftir þeim inn á veitingastaðinn í Þrastalundi, kvartaði undan því hvað þeir hefðu farið hægt! Hver hefði trúað því um mótorhjólakappa?
Dindlarnir eru svo sem engir venjulegir bifhjólamenn og fullyrða í gamansömum tóni að þetta séu
heldrimannasamtök! Fyrirliðinn í hópnum er Jóhann Ólafur Ársælsson, sölustjóri námutækja hjá Kraftvélum, fæddur og uppalinn í tækjum og tólum, að eigin sögn. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um bifhjól. Hrafn Antonsson, rekstrarstjóri Hagvagna, er Dindill og sama er að segja um Auðun Óskarsson, bónda á Rauðkollsstöðum á Snæfellsnesi og framkvæmdastjóra Trefja, og Ágúst Pétursson, framkvæmdastjóra Byggingarfélagsins Verkþings.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)