26.8.20

Lamborghini Mótorhjól

Lamborgini Mótorhjól

Eitt af fágætum mótorhjólum í heiminu er Lamborghini Design 90


Eitt slíkt fór (hjól nr 2) fór á uppboð á dögunum með upphafsboð upp á 45 þúsund dollara en það verð var ekki að gera sig og enginn bauð lágmarskverð. 

Á áttunda áratugnum fóru Lamborghini Sportbílaframleiðandinn að búa til mótorhjól.
Fyritækið var búið að vera í kröggum og meðal annars búið að skipta um eigendur og reyndu þeir að auka tekjurnar með því að búa til meðal annars mótorhjól og V12 hraðbáta og reyndu einnig við smíða skutbíl SUV .


En þar sem þetta er mótorhjólasíða þá er það mótorhjólið sem um ræðir.

Lamborgini Design 90. framleiðsluár 1986
Samið var við Franska framleiðandann Boxer um hönnun og  samsetningu á hjólinu.


Niðurstaðan var nokkuð mögnuð.

Þeir notuðu 1000cc mótor frá Kawasaki sem var um 130 hestöfl í hjóli sem var rúmlega 200 kg fullt af bensíni og olíu.  (blautt).
hjólið var svo umvafið plastkápu frá toppi til táar.

Héldu þeir að þeir gætu selt c.a 25 slík hjól en niðurstaðan varð sú að aðeins 6 stk voru framleidd.
Design 90 #2 Naked

Hjólið var hraðskreitt, um það var enginn vafi og höndlaði mjög vel en það kostaði 13000 dollara sem árið 1986 var helvíti mikil summa eða rúmlega tvöfallt verð á öðrum sambærilegum hjólum þess tíma.




Ég persónulega kann vel að meta lokkið á flestum hjólum frá áttunda áratugnnum en mér finnst þetta hjól mjög ljótt.  Það lítur eiginlega út eins og hjól sem þér væri úthlutað í Grand theft auto tölvuleiknum. Allar línur hjólsins eru eiginlega  út úr kú og bera þess merki að sá sem teiknaði það má bara æfa sig á einhverju öðru .

Allavega ef ég væri að leita að einhveju spes og á verðbilinu 124 þúsund dollarar ,, ( þ.e. það sem var vonast eftir að fá á uppboðinu) þá væri það sennilega  hugmynd að fá sér Lambó í safnið :)




25.8.20

Veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­ur



Bif­hjóla­slys varð á veg­in­um um Óshlíð um helg­ina en veg­ur­inn er ekki leng­ur í notk­un. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum er veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­ur þar sem mikið grjót hef­ur hrunið úr hlíðinni ofan veg­ar­ins. Þá hef­ur sjór­inn grafið und­an veg­in­um.
Bif­hjóla­maður­inn gætti ekki að sprungu í veg­in­um fyrr en of seint og fór út af veg­in­um. Ökumaður­inn féll af hjól­inu en hjólið rann niður hlíðina og hafnaði í fjör­unni. Var ökumaður­inn vel áttaður er lög­reglu bar að garði en flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða. 
Sautján öku­menn voru kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur á Vest­fjörðum í vik­unni sem leið. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á Stranda­vegi í Stranda­byggð á 124 km hraða þar sem leyfi­leg­ur hraði er 90 km á klukku­stund.
Þrír voru flutt­ir til aðhlynn­ing­ar á heilsu­gæsl­una í Búðar­dal eft­ir bíl­veltu á Vest­fjarðavegi í Gufu­dal á föstu­dag. Þeir hlutu all­ir minni hátt­ar meiðsl en ökumaður­inn missti stjórn á bif­reiðinni með þeim af­leiðing­um að hún stakkst fram af veg­brún­inni niður fyr­ir veg­inn og valt þrjár velt­ur áður en hún stöðvaðist á hjól­un­um. 
Maður var að landa úr bát sín­um á Pat­reks­firði í síðustu viku þegar að reipi af kar­inu flækt­ist utan um fót­legg hans með þeim af­leiðing­um að hann féll aft­ur fyr­ir sig og lenti með hnakk­ann á steyptri bryggj­unni. Fékk maður­inn höfuðáverka og flutt­ur með sjúkra­bíl til lækn­is.



 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/08/25/vegurinn_beinlinis_haettulegur/?fbclid=IwAR2iMLu85Pl09h4uVYOASk65pGp2_p1K-RJNuVnq-CTos1bCToVn8BCZudw