26.5.20

Mölbrotinn og stóratáin farin eftir mótorhjólaslys í Eyjafirði.

Hondan er ílla farin og líklega er of dýrt
að gera hana upp.
3. maí síðastliðinn var afdrifaríkur dagur fyrir mótorhjólamanninn og fasteignasalann Daníel Guðmundsson sem á þessum blíðviðrisdegi ók frá heimili sínu á stórglæsilegu ferðamótorhjóli af gerðinni Honda ST 1300 Pan European til móts við félaga sína í Tíunni,  Bifhjólaklúbb Norðuramts á Akureyri , en félagarnir stefndu í hópferð austur fyrir fjall í veðurblíðunni.

Fréttatilkynningin á www.visir.is var á þessa vegu.



Um hádegið í dag var Lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynnt um umferðarslys við Þórustaði í Eyjafjarðarsveit þar sem sendibíll og mótorhjól höfðu lent saman.
Ökumaður mótorhjólsins var sagður hafa kastast af hjólinu talsverða vegalengd eftir að sendibílnum hafði verið ekið í veg fyrir mótorhjólið. Einn maður var í sendibílnum og kenndi hann sér ekki meins.
Ökumaður mótorhjólsins var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. Hinn slasaði var með meðvitund þar hann var fluttur á sjúkrahúsið en ekki er vitað frekar um líðan hans að svo stöddu. að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Daniel sem býr fram í Eyjafirði ók sem leið lá til Akureyrar, en varð fyrir alvarlegu umferðaróhappi  þar sem bíll ók í veg fyrir hann, sem gerði það að verkum að hann mun líklega ekkert hjóla í sumar.
Daniel féll af hjólinu og slasaðist talsvert í slysinu og var fluttur á spítala, og var á gjörgæslu í 10-11 daga áður en hann var fluttur á lyfjadeild þar sem hann er að jafna sig af meiðslum sínum.  Hjólið er hinsvegar ónýtt.

Tíuvefurinn fékk að taka smá símaviðtal við Daníel þar sem hann liggur inn á SAK.

Sæll Daníel og takk fyrir að tala við okkur. 
      Mig langar að spyrja þig út í slysið, hvað gerðist ?    og mannstu eitthvað eftir slysinu?

,,Takk sömuleiðis Víðir. Þú lýsir þessu bara eins og ég hef heyrt af þessu. Ég man sem sagt lítið sem ekkert eftir þessum degi og lítið fyrstu tvær vikurnar eftir slysið svo sem".

Slasaðist þú mikið ?

 ,, Já ég slasaðist ansi illa.   Bakbrotnaði og eru fimm hryggjaliðir saman sprengdir.  Flest rifbein  vinstramegin brotnuðu skildist mér, vinstri hendin fór ansi illa og er spengd saman og skrúfuð. Missti stórutá á vinstra fæti hinar ekki alveg komnar úr hættu en ef ekki kemur ígerð í þetta ætti þær að sleppa auk þess brotnaði ristin".

Varstu vel útbúinn til mótorhjólaaksturs ?

   ,,Já ég hef reynt að halda mig við þá reglu svona hin síðari ár að klæða mig fyrir fallið ekki veðrið eða coolið,  þó auðvitað séu undantekningar á því endrum og sinnum. Í þetta skiptið var ég mjög vel búinn að öllu leyti og það hefur mjög líklega bjargað lífi mínu.   Var í þykkum leður klossum, góðum leðurbuxum sem voru fóðraðar á hnjám og mjöðmum, nýjum jakka undir hann spennti ég stórt og mikið bakbelti, góður hjálmur og vettlingar með hörðu plasti til hlífðar".

Veistu eitthvað hvað varð um mótorhjólið þitt ?

    ,,Eftir því sem ég best veit var hjólið sett í geymslu sem sennilega tekur að sér að sækja og geyma svona tæki eftir slys. Ég hef hreinlega ekki verið á þannig stað líkamlega að geta hugsað um annað en einn dag í einu og þá bara líkamann".

Stefnir þú á að fara aftur á mótorhjól ?

    ,,Varðandi spurninguna um hvort ég hjóli aftur þá er svarið einfalt " já og get ekki beðið eftir því að komast út að hjóla" Skilst að Hondan sé ónýt sem er mikil synd því þarna var um verulega gott hjól að ræða. Er að leita að sjálfskiptu hjóli núna, vildi gjarnan hafa það skoðað tryggt og klárt og mynd af því upp á vegg hér á sjúkrahúsinu sem hvatningu ef ég losna út fyrir veturinn".

Er eitthvað sem þú vilt segja félögum okkar þarna úti á mótorhjólunum.?

    ,,Ég veit ekki hvað ég get sagt öðru mótorhjólafólki annað en að klæða sig fyrir fallið. Í mínu tilfelli var ekið fyrir mig og ég náði ekki að bremsa einusinni fyrirvarinn var svo skammur.
Þannig að klæða sig vel og njóta. Ekkert nema sumarið og Rock og roll framundan, njóta þess"

Ég þakka Daníel fyrir viðtalið og óska honum góðum bata.

Víðir # 527






Landsmót Snigla í Hallormstaðaskógi 1993

Heiddi að grilla beikonið í súpuna

Landsmót 1993

Undirritaður mætti á fjórum hjólum á landsmót. Var það létt verk og löðurmannlegt og ekki nema hálf skemmtunin að koma með þeim hætti.
Okkur Nonna Metal og okkar ektasneglum Steinunni og Áslaugu) bar að garði seinnipartinn á föstudaginn og byrjuðum á því að stoppa í sjoppunni á Egilsstöðum.
Brátt fór að bera á draugagangi þar fyrir utan en þegar betur var að gáð reyndist það vera þeir sem komið höfðu kvöldið áður og voru ekki beint í besta formi.   Voru sumir það langt leiddir að þeir sofnuðu ofan í diskinn sinn.

Hallormsstaður er sunnan við Egilsstaði, rétt áður en maður kemur að Atlavík.


Ber víkin heiti eftir landnámsmanni þeim er fyrstur bjó þar og var nefndur Graut-Atli líklega vegna innihalds heilabúsins), annars er best að spyrja afkomanda hans Tösku-Atla að því.
Kjarngóð landsmótsúpa er fastur liður á
 Landsmóti á föstudagskvöldinu
Hitinn var frekar kaldur þótt volgur væri á köflum eða 27°C deilt með þremur (dögum).
Til þess að fá í sig hita var farið í ruðning þar sem undirritaður snéri sig þegar hann hitti ekki boltann. En sagt er að fall sé fararheill og má því snúa upp á landsmót, því ég hef aldrei séð eða heyrt landsmót fara betur fram en þetta.
Bæði var skipulag þess til sóma og gestir þess einnig, þott ölvaðir væru. Ég sá ekki ein einustu
slagsmál og einu misþyrmingarnar voru í hreðjaglimu þar sem sigurvegarinn frá þvi í fyrra varôi titilinn. Jú, ég lýg því. Víst voru misþyrmingar á landsmóti en þá bara á þeim sem áttu það skilið, en sá var teipaður við staur fyrir þjófnað en ekki grýttur þannig að Sniglar fá háa einkunn fyrir kurteisi, eða þannig. þótt þeir hafi heitið Sniglabandið og milljónamæringarnir fyrra kvöldið. Allavega virðast þeir og aðrir kunna vel við sambasveifluna. Heiddi sá um súpuna eins og venjulega og þar sem
Sniglabandið spilaði að sjálfsögõu bæði kvöldin enginn ældi í hana smakkaðist hún þrusuvel, takk fyrir mig, Heiddi.


Reipitogið tók á

Leikirnir einkenndust af titilvörnum. 

Reipitog á hjólum
Í lúdmílu varði Steini Tótu titil sinn, í hreðjaglímu Harpa, og í þrífæti Sniglabandið, en þeir fengu mikla og góða keppni frá Metaltríóinu. Keppt var í reipitogi tegunda (ágætis aðferð til þess að skera úr um hvað sé besta hjólið) og að sjálfsögðu vann HONDA, kom aldrei annað til greina, allavega af minni hálfu.
Nýtt atriði var einnig á dagskrá en það var reipitog á hjólum.
Dæsus og Stjáni Sýra sýna mikil tilþrif og voru þannig á eftir að það var eins þeir hefðu  hefðu skeint sér með því að renna sér á rassgatinu.




Sniglið var náttúrulega hápunkturinn á þessu öllu. 
Eyjólfur Trukkur og Steini Tótu
kljást í Sófasettasnigli.
Mættu menn misjafnlega vel undirbúnir og upplagðir til keppni og hálf broslegt að fylgjast með hvernig drukknir menn reyna að hjóla og bað hægt, það er einfaldlega ekki hægt. Steini vann sófatlokkinn á hjóli sem hann hafði aldrei keyrt áður (1500 Goldwing) og tíminn hans meðal þeira bestu yfir heildina. Verst að hann skyldi ekki veita Sniglabandinu meiri keppni en hann fór alltaf út af eftir góða byrjun. Í úrslitum kepptu Þröstur Bíbí, Einar, Skúli og Björgvin, 
Beemerarnir duttu út og í úrslitum keyrði Einar út af brautinni þannig að Björgvin Ploder var Snigill ársins í þetta skipti og fagnaði hann því ægilega.

Nú er það bara ekkert sem heitir, við hinir verðum bara að fara að æfa okkur til þess að bandið vinni ekki alltaf þannig að það fari að komast upp í vana hjá þeim.

Björgvin Ploder fagnar ógurlega.
Ellefu útlendingar mættu á landsmót og skal þar fyrstan telja Ron, þjóðverjan ógurlega. Hann hafði í þrjár vikur reynt að komast upp á Öskju og ætlaði ekki að fara héðan fyrr. Nokkrir Sniglar keyrðu fram á hann í rigningu upp á heiði þar sem hann hafði tjaldað og buðu honum með sér á landsmót. Þangað mættu einnig tíu stykki úr Sandnes MC sem er norskur mótorhjólaklúbbur.

Í heildina var þetta vel heppnað landsmót og kemur jafnvel til greina að halda það á þessum stað aftur.
Ekki svo galin hugmynd.
Sjáumst á tveimur jafnfljótum (hjólum).
Náttfari #654