10.1.19

Að byggja upp framtíðar Mótorhjólamann :)


 Hvar byrjar maður :)


Fyrsta mótorhjólið.....
Moto Rocker var hannað til að vera fyrsta "mótorhjólið"  fyrir börn á aldrinum eins og hálfs árs til 4 ára.
Skemmtileg smíði með blöndung og púströrum og jafnvel gírkassa útliti.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða betur.
Moto Rocker 
Hægt er að fá þrjár útgáfur af þessum skemmtilega hönnuðu Ruggustólum  þe.  Cafe Racer, Brat Racer eða Track Racer, og nafn allra ökumanna er sett á grindina með raðnúmerinu.
Hver Moto Rocker hefur dufthúðaða grind, með leðursæti, leðurstýrihandfangi og er heildarþyngd 5 kg.

Þó að það sé hannað fyrir yngri börn, þolir hjólið allt að 50 kg ökumann.

Suzuki Hayabusa ekki á Evrópumarkað né í Japan

GSXR 1300 Búsa
Vegna mengunarreglugerða í evrópusambandinu og í Japan þá hefur Mótorhjólaframleiðandinn Suzuki ákveðið að setja ekki Suzuki  GSXR 1300  Hayabusa 2019 á evrópumarkað né í Japan.

Mótorhjólið uppfyllir ekki lengur mengunarreglur Euro 4 og í stað þess að fara breyta hjólinu fyrir evrópumarkað var ákveðið að setja hjólið ekki á þann markað.
Hjólið má enn selja á Bandaríkjamarkað en líkurnar á því að dagar busunar séu taldir hafa aukist mikið enda hjólið verið framleitt síðan 1999 og hönnunin farin að eldast.

Nafnið Hayabusa er komið frá hraðfleygum Japönskum Fálka sem lagði sér aðalega Blackbird sér til munns en Honda framleiddi einmitt Honda Blackbird mótorhjól sem voru afar hraðskreið en Búsan toppaði það hjól í endahraða sem og Kawasaki ZX12 sem voru þess tíma hraðskreiðustu hjólin.
Kawasaki ZX10 H2
og síðan eru liðin 20 ár og Hraðakóngurinn er nú "Kawaski ZX10  H2 Turbo"

http://www.thedrive.com/motorcycles/25387/the-suzuki-hayabusa-is-dead-thanks-to-tightening-emissions-regulations