2.5.16

Mótorhjól á belti og með skíði


Í lok vetrar kynnti mótorhjóla­verslunin Nitro Trax beltabúnað fyrir mótorhjól, boðið var upp á prufuakstur í Bláfjöllum.

Trax beltabúnaðurinn var settur á Beta 450 cc. mótorhjól frá Nitro, hjólið er um 50 hestöfl og var að skila ágætlega krafti í beltið þrátt fyrir verstu aðstæður sem mögulegar eru fyrir akstur á snjó (blautur krapasnjór sem var verulega þungur). Ég tók lítinn hring á hjólinu og fann strax að það var þungt að hjóla í 1. gír, en strax og sett var í annan gír léttist hjólið og í 3. gír virkaði allt miklu léttara. Maður beygir og hallar hjólinu rétt eins og á venjulegu mótorhjóli (bara gaman, gaman). Fyrir mér er svona búnaður spennandi aukahlutur á mótorhjólið, en bíð spenntur eftir að fá að prófa þennan búnað á nýjum frosnum snjó. Verðið á beltabúnaðinum með skíði og öllum festingum er rúm 1.100 þúsund, en Trax beltabúnað má setja á torfærumótorhjól sem eru frá 350 cc. fjórgengis og tvígengishjól sem eru stærri en 200 cc.

Hjörtur L. Jónsson
https://www.bbl.is/
02. MAÍ 2016

7.3.16

Tveir Íslendingar í forvali


Tveir Íslend­ing­ar munu seinna í þess­um mánuði taka þátt í for­vali fyr­ir drauma­ferð hvers mótor­hjóla­manns eða -konu um eyj­una Madag­ascar úti fyr­ir strönd­um Afr­íku.



Toura­tech er stærsti fram­leiðandi auka­hluta fyr­ir ferðahjól í heim­in­um í dag og sem kynn­ingu á fyr­ir­tæk­inu var ákveðið að setja upp ferð með góðgerðar­mál og ferðamennsku á stefnu­skránni. Ferðin verður far­in í apríl á Toura­tech út­bún­um ferðahjól­um af ýms­um gerðum um eyj­una Madag­ascar og tek­ur tíu daga.
200 um­sækj­end­ur

Tveir starfs­menn Toura­tech stjórna ferðinni og buðu öll­um sem vildu að sækja um sex laus sæti. Alls sóttu 200 manns um og voru tveir aðilar vald­ir frá hverri heims­álfu fyr­ir sig. Það merki­lega gerðist að báðir full­trú­ar Evr­ópu eru frá Íslandi, en það eru þau Guðmund­ur Björns­son lækn­ir og Inga Birna Erl­ings­dótt­ir lög­reglu­kona. Bæði eru mjög virk í akstri ferðahjóla en Inga Birna komst meðal ann­ars í úr­slit GS Trop­hy In­ternati­onal-mótor­hjóla­keppn­inn­ar í fyrra, eins og fjallað hef­ur verið um hér á síðum Morg­un­blaðsins. Ljóst er að annað þeirra mun kom­ast í drauma­ferðina en hvort þeirra það verður kem­ur í ljós eft­ir fund með skipu­leggj­end­um ferðar­inn­ar í lok fe­brú­ar í Þýskalandi. Morg­un­blaðið mun að sjálf­sögðu fylgj­ast með og segja frá æv­in­týr­inu þegar fram vind­ur. njall@mbl.is


https://www.mbl.is/bill/frettir/2016/03/07/tveir_islendingar_i_forvali/