7.3.16
Tveir Íslendingar í forvali
Tveir Íslendingar munu seinna í þessum mánuði taka þátt í forvali fyrir draumaferð hvers mótorhjólamanns eða -konu um eyjuna Madagascar úti fyrir ströndum Afríku.
Touratech er stærsti framleiðandi aukahluta fyrir ferðahjól í heiminum í dag og sem kynningu á fyrirtækinu var ákveðið að setja upp ferð með góðgerðarmál og ferðamennsku á stefnuskránni. Ferðin verður farin í apríl á Touratech útbúnum ferðahjólum af ýmsum gerðum um eyjuna Madagascar og tekur tíu daga.
200 umsækjendur
Tveir starfsmenn Touratech stjórna ferðinni og buðu öllum sem vildu að sækja um sex laus sæti. Alls sóttu 200 manns um og voru tveir aðilar valdir frá hverri heimsálfu fyrir sig. Það merkilega gerðist að báðir fulltrúar Evrópu eru frá Íslandi, en það eru þau Guðmundur Björnsson læknir og Inga Birna Erlingsdóttir lögreglukona. Bæði eru mjög virk í akstri ferðahjóla en Inga Birna komst meðal annars í úrslit GS Trophy International-mótorhjólakeppninnar í fyrra, eins og fjallað hefur verið um hér á síðum Morgunblaðsins. Ljóst er að annað þeirra mun komast í draumaferðina en hvort þeirra það verður kemur í ljós eftir fund með skipuleggjendum ferðarinnar í lok febrúar í Þýskalandi. Morgunblaðið mun að sjálfsögðu fylgjast með og segja frá ævintýrinu þegar fram vindur. njall@mbl.is
https://www.mbl.is/bill/frettir/2016/03/07/tveir_islendingar_i_forvali/
26.2.16
Mótohjólafólk fái föt
Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, hafa gefið út lista yfir 10 helstu baráttumál bifhjólafólks á Íslandi og birt á heimasíðu sinni, www.sniglar.is.
Sniglar krefjist þess að aldursmörk á bifhjól verði lækkuð, að bifhjólafólk fái að nota strætóreinar og að notuð verði bifhjólavænni vegrið.
“Við viljum brýna aðeins stálið og setja fram þessi helstu baráttumál okkar,” sagði Hrönn Bjargar, formaður Snigla í samtali við bifhjol.is.
Fleira vekur athygli í kröfum sniglanna. Í ljósi þess að miklu varði að mótorhjólafólk sé klætt í góða hlífðarbúninga á vegum úti sé réttlætismál að vörugöld á fatnaði þeirra verðir felld niður.
Þannig lítur óskalisti Sniglanna út:
- Aldurstakmörk á A-próf verði lækkað í 19 ára, A2 próf í 17 ára og A1 próf í 16 ára, auk þess að reglugerð verði sett á gangstéttarvespur.
- Bannað verði að nota kubbahindranir í götum með meira en 30 km hámarkshraða.
- Fá sérstök bifhjólastæði í miðbæjum helstu þéttbýlisstaða.
- Vegrið séu bifhjólavæn og sérstakar undirakstursvarnir settar þar sem við á.
- Leyfa bifhjólum að nota strætóreinar til að auka sýnileika.
- Bifhjól verði flokkuð sem græn ökutæki og fái ívilnun á vörugjöldum og bílastæðum.
- Gerð verði sérstök kennslusvæði sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í bifhjólaprófum.
- Öryggisfatnaður bifhjólafólks fái niðurfellingu á vörugjöldum.
- Skoðanir á bifhjól og skoðunarreglugerðir séu endurskoðaðar.
- Tekið sé tillit til þarfa bifhjólafólks við lagasetningar og að þær séu gerðar í samráði við bifhjólafólk.
Björn Þorláksson skrifar
26. febrúar 2016
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)