28.8.09

Magnað torfærumótorhjól

 Umhverfisvænt Rafmagnsmótorhjól verða sífellt algengari enda umhverfisvæn og glæsileg farartæki.



Rafmagnsbílar virðast vera komnir til að vera í þetta skiptið eftir að þeim fyrsta, EV1 frá General Motors, var fórnað á altari olíunnar. Það sem meira er, rafmagnsmótorhjól eru farin að verða algengari en slíkt farartæki ætti hiklaust að vera með allra umhverfisvænstu farartækjum sem á annað borð ganga fyrir einhverskonar aflgjafa öðrum en manninum. Brammo er einn þessara framleiðenda sem hefur einbeitt sér að mótorhjólum. Hjólið sem um ræðir er kallað Brammo Enertia off road og ætti rafmagnsmótorinn að henta sérlega vel í torfæruakstur þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af eldsneytiskerfi, vatni í loftinntök og fleiru sem plagað getur mótorhjól í þessari notkun. Ljóst er að hjólið hentar ekki til langferða enda engin hægðarleikur að finna innstungu upp á hálendi. Hugmyndin er samt nokkuð forvitnileg og verður gaman að sjá hvað framleiðandinn mun koma með á næstu árum. 

mbl bílablað 

Regn­hlíf­ar­sam­tök mótor­hjóla­fólks

Gríðarleg fjölg­un mótor­hjóla á Íslandi hef­ur orðið til þess að mótor­hjól, sem sport og tóm­stund­argam­an hef­ur aldrei notið eins mik­illa vin­sælda og nú.

Hingað til hafa verið starf­rækt­ir marg­ir sjálf­stæðir mótor­hjóla­klúbb­ar á land­inu en nú hafa verið stofnuð sér­stök regn­hlíf­ar­sam­tök fyr­ir mótor­hjóla­klúbb­ana sem fengið hafa hið viðeig­andi heiti LÍM. Skamm­stöf­un­in stend­ur fyr­ir Lands­sam­band ís­lenskra mótor­hjóla­klúbba og er sam­tök­un­um ætlað að vera sam­ráðsvett­vang­ur mótor­hjóla­klúbba á Íslandi og vinna að hags­muna­mál­um bif­hjóla­manna.

Sam­tök­in voru stofnuð sum­ar­dag­inn fyrsta og mun áhersl­an verða lögð á vett­vang fyr­ir skoðana­skipti mótor­hjóla­fólks al­mennt. Hall­grím­ur Ólafs­son (Halli) er talsmaður LÍM en hann seg­ir að mikið verði lagt upp úr að klúbb­arn­ir haldi ein­kenn­um sín­um enda séu sam­tök­in ekki eig­in­leg­ur klúbb­ur held­ur vett­vang­ur þar sem hjóla­fólk, sem mjög vax­andi hóp­ur, geta fengið stuðning við þau mál­efni sem þau berj­ast fyr­ir s.s. ör­yggi mótor­hjóla­manna. „Það má segja að um eins kon­ar hring­borð sé að ræða þar sem all­ir klúbb­ar lands­ins geta sent einn for­svars­mann með sitt at­kvæði," seg­ir Halli.

Í dag mun LÍM svo stefna mótor­hjóla­fólki niður í miðbæ Reykja­vík­ur, rétt­ara sagt á Ing­ólf­s­torg klukk­an 19, þar sem sam­tök­in og merki fé­lags­ins verða kynnt. Eft­ir stutta kynn­ingu munu verða haldn­ir tón­leik­ar þar sem hljóm­sveit­ir sem á ein­hvern hátt tengj­ast mótor­hjóla­dell­unni munu spila. Þar munu koma fram Storm­ur í aðsigi, Chernobil, Þrusk og Snigla­bandið. Heimasíðan er www.lim.is


28.8.2009 mbl