28.8.09

Regn­hlíf­ar­sam­tök mótor­hjóla­fólks

Gríðarleg fjölg­un mótor­hjóla á Íslandi hef­ur orðið til þess að mótor­hjól, sem sport og tóm­stund­argam­an hef­ur aldrei notið eins mik­illa vin­sælda og nú.

Hingað til hafa verið starf­rækt­ir marg­ir sjálf­stæðir mótor­hjóla­klúbb­ar á land­inu en nú hafa verið stofnuð sér­stök regn­hlíf­ar­sam­tök fyr­ir mótor­hjóla­klúbb­ana sem fengið hafa hið viðeig­andi heiti LÍM. Skamm­stöf­un­in stend­ur fyr­ir Lands­sam­band ís­lenskra mótor­hjóla­klúbba og er sam­tök­un­um ætlað að vera sam­ráðsvett­vang­ur mótor­hjóla­klúbba á Íslandi og vinna að hags­muna­mál­um bif­hjóla­manna.

Sam­tök­in voru stofnuð sum­ar­dag­inn fyrsta og mun áhersl­an verða lögð á vett­vang fyr­ir skoðana­skipti mótor­hjóla­fólks al­mennt. Hall­grím­ur Ólafs­son (Halli) er talsmaður LÍM en hann seg­ir að mikið verði lagt upp úr að klúbb­arn­ir haldi ein­kenn­um sín­um enda séu sam­tök­in ekki eig­in­leg­ur klúbb­ur held­ur vett­vang­ur þar sem hjóla­fólk, sem mjög vax­andi hóp­ur, geta fengið stuðning við þau mál­efni sem þau berj­ast fyr­ir s.s. ör­yggi mótor­hjóla­manna. „Það má segja að um eins kon­ar hring­borð sé að ræða þar sem all­ir klúbb­ar lands­ins geta sent einn for­svars­mann með sitt at­kvæði," seg­ir Halli.

Í dag mun LÍM svo stefna mótor­hjóla­fólki niður í miðbæ Reykja­vík­ur, rétt­ara sagt á Ing­ólf­s­torg klukk­an 19, þar sem sam­tök­in og merki fé­lags­ins verða kynnt. Eft­ir stutta kynn­ingu munu verða haldn­ir tón­leik­ar þar sem hljóm­sveit­ir sem á ein­hvern hátt tengj­ast mótor­hjóla­dell­unni munu spila. Þar munu koma fram Storm­ur í aðsigi, Chernobil, Þrusk og Snigla­bandið. Heimasíðan er www.lim.is


28.8.2009 mbl