28.8.09

Magnað torfærumótorhjól

 Umhverfisvænt Rafmagnsmótorhjól verða sífellt algengari enda umhverfisvæn og glæsileg farartæki.



Rafmagnsbílar virðast vera komnir til að vera í þetta skiptið eftir að þeim fyrsta, EV1 frá General Motors, var fórnað á altari olíunnar. Það sem meira er, rafmagnsmótorhjól eru farin að verða algengari en slíkt farartæki ætti hiklaust að vera með allra umhverfisvænstu farartækjum sem á annað borð ganga fyrir einhverskonar aflgjafa öðrum en manninum. Brammo er einn þessara framleiðenda sem hefur einbeitt sér að mótorhjólum. Hjólið sem um ræðir er kallað Brammo Enertia off road og ætti rafmagnsmótorinn að henta sérlega vel í torfæruakstur þar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af eldsneytiskerfi, vatni í loftinntök og fleiru sem plagað getur mótorhjól í þessari notkun. Ljóst er að hjólið hentar ekki til langferða enda engin hægðarleikur að finna innstungu upp á hálendi. Hugmyndin er samt nokkuð forvitnileg og verður gaman að sjá hvað framleiðandinn mun koma með á næstu árum. 

mbl bílablað