Aðalfundur Drullusokkanna:
Þar komu saman ungsokkar, sukksokkar, ellisokkar og kvensokkar
Drullusokkarnir, félag mótorhjóleiganda í Vestmannaeyjum, hélt aðalfund sinn fyrr í mánuðinum. Mikill fjöldi mætti af fastalaiidiiIII en félagið nær til þeirra sem eiga mótorhjól og hafa einhvern tíma átt heima í Vestmannaeyjum. Um 50 manns sóttu fundinn og settu félagar svip á bæinn þegar þeir fóru í hóp um bæinn á hjólum sínum.Tryggvi Sigurðsson, formaður Drullusokkanna, var mjög ánægður með fundarsókina. „Fundarhöld voru um daginn en um kvöldið var grillveisla og síðan gieði fram eftir nóttu," sagði Tryggvi. „Markmið okkar er að skemmta sér og hafa gaman af lífinu. Fundurinn heppnaðist vel og allir alsælir."
Þegar Tryggvi, sem kominn er á miðjan aldur, var spurður að því hvort hann væri ekki vaxinn upp úr því að hafa gaman af mótorhjólum, sagði hann það af og frá. „Þetta er ólæknandi delia sem ég kæri mig ekkert um að losna við. Það eru líka margir eldri en ég sem eru illa haldnir af mótorhjóladellunni og ég sé ekki að það skaði þá á nokkurn hátt."
Margir brottfluttir mættu á fundinn en skilyrði fyrir inngöngu í Drullusokkana er að eiga mótorhjól og hafa einhvern tíma átt heima í Vestmannaeyjum. „Það er löng hefð fyrir mótorhjólum í Vestmannaeyjum og í kringum 1970 var hvergi meira af hjólum á landinu en hér í Vestmannaeyjum." Með Tryggva í stjórn eru Þorleifur Hjálmarsson, varaformaður, Vignir Sigurðsson, ritari, Jens Karl Magnús Jóhannesson og Þorsteinn Júlíusson, Steini Tótu, sem er sendiherra félagsins á nyrstu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum, Norðureyjunni, svo notuð séu orð Tryggva. „Félagsmenn eru um 120 og
meðal þeirra er fullt af glæsilegum stúlkum. Við skiptumst í ungsokka, sukksokka, ellisokka og kvensokka. Nú þurfa menn að setjast niður og finna húsnæði sem er lífsspursmál fyrir félagið.
20.09.2007