Einn með sjálfum sér (1996)
Yfir sumartímann er alltaf eitthvað um að vera hjá Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglunum. I dag er hjóladagurinn og um síðustu helgi héldu þeir landsmót. Sveini Guðjónssyni lék forvitni á að skyggnast á bak við tjöldin hjá samtökunum og komast að því hvað væri svona merkilegt við mótorhjól.
Þeir Jón Páll Vilhelmsson og Gunnar Jónsson, stjórnarmenn í Sniglunum, voru rétt að jafna sig eftir landsmótið í Tjarnarlundi í Dalasýslu um síðustu helgi, þegar við hittumst í bifhjólaversluninni Gullsporti. Þar er hægt að fá flest það sem tilheyrir bifhjólaakstri og þessum sérstaka lífsstíl sem Sniglarnir hafa tileinkað sér, allt frá támjóum leðurstígvélum, leðurarmböndum og beltissylgjum