27.7.20

Á ís­lenska æv­in­týra­vegi

,,Um eld­fjöll og jökla á Honda AfricaTw­in mótor­hjól­um“ er yf­ir­skrift kynn­ing­ar á skipu­lögðum mótor­hjóla­ferða til Íslands sem aug­lýst­ar eru í nafni Honda. "

Á vef­setr­inu Rideapart seg­ir að þriðja út­gáfa af svo­nefnd­um  „æv­in­týra­veg­um“ verði far­in á næsta ári. Í þeim tveim­ur fyrri hafi leiðin legið til Nor­egs 2017 og Suður-Afr­íku 2019.

Nú sé stefnt til „lands elda og ísa“ á næsta ári, 2021, þar sem „hóp­ur æv­in­týra­fólks mun rann­saka suður­hluta lands­ins og miðhá­lendi í ell­efu daga. Þátt­taka í ferðalag­inu verður ekki fyr­ir byrj­end­ur, held­ur fyr­ir knapa með minnst fimm ára reynslu af akstri mótor­hjóla.

„Þeir verða vera fær­ir öku­menn því ís­lensk­ar auðnir eru eng­inn brand­ari við að eiga,“ seg­ir í kynn­ing­unni.  Þar kem­ur fram að þátt­taka kosti 5.000 doll­ara á mann. Þátt­taka standi aðeins eig­end­um Honda Africa Twin í Evr­ópu til boða. Þeir þurfa þó ekki að hjóla á sín­um hjól­um til Íslands, held­ur verði þeim lögð til „splunku­ný og glans­andi“ CRF1100L hjól hér á landi.  

Loks seg­ir, að til viðbót­ar akstri um Ísland fái þátt­tak­end­ur að spreyta sig í og til­sögn í ut­an­veg­arakstri. Verði sú þjálf­un í hönd­um öku­manna verk­smiðjuliða Honda. 
agas@mbl.isMbl.is24.7.2020

Demantshringurinn

BÓKIN BEIÐ EFTIR OKKUR

FEÐGAR Á FÁKI Sigurður A. Magnússon og Sigurður Páll sonur hans voru svo staðráðnir í að koma Zen og viðhald vélhjóla út á íslensku að þeir byrjuðu að þýða bókina áður en samningar við erlenda rétthafa voru komnir í höfn.

Zen og viðhald vélhjóla er sú metsölubók sem oftast var hafnað af forlögum áður en hún loks kom út. 121 sinnum reyndi höfundur hennar, Robert M. Pirsig, og loks í 122. skiptið fékk hann jákvætt svar.


Zen og Viðhald vélhjóla var gefin út í Bandaríkjunum árið 1974 og hefur hún verið þýdd á yfir 160 tungumál síðan. Þegar Sigurður Páll Sigurðsson spurði föður sinn, Sigurð A. Magnússon, rithöfund og þýðanda, hvers vegna bókin hefði aldrei verið þýdd yfir á íslensku var fátt um svör.
„Ég var staðráðinn í að gefa bókina út hérlendis hvað sem það kostaði,“ segir Sigurður Páll. „Án þess að tala við Eddu eða annað forlag réð ég pabba í vinnu við að þýða hana, en það var ekki erfitt að sannfæra hann þar sem honum þótti bókin ein merkilegasta bók síðustu fjörutíu ára.“
ini þeirra á mótorhjólaferðalagi frá Miðvesturríkjum Bandaríkjanna vestur til San Francisco. Faðirinn er sögumaðurinn og á meðan á ferðalaginu stendur reynir hann að ná sambandi við einfarann son sinn, oft á klaufalegan hátt. Á sama tíma veltir sögumaðurinn fyrir sér hugtakinu gæðum og fléttar heimspekilegar vangaveltur þýskra miðaldaheimspekinga, grískra heimspekinga, taóista og kristinna fræðimanna inn í ferðasöguna
„Höfundurinn er í tvöfaldri leit. Annars vegar að hinni sönnu Ameríku æsku sinnar, sem hann leitar að gegnum mótorhjólið á kræklóttum hliðarvegum, og hins vegar að raungæðum. Ég verð að segja að þegar maður er búinn að lesa bókina lítur maður lífsgæði öðrum augum.“
Sjálfur er Sigurður Páll mótorhjólamaður og líkt og faðirinn í bókinni er Sigurður A. mikill fræðimaður. Vaknar þá spurningin hvort samskipti feðganna í bókinni endurspegli á einhvern hátt samband Sigurðar og Sigurðar. „Það er ekkert leyndarmál að faðir minn var ekki drauma föðurímyndin og samskipti okkar voru stirð á fyrri árum. Nú náum við hins vegar vel saman svo það má segja að bókin lýsi ágætlega okkar samskiptum,“ segir Sigurður Páll. „Mér fannst alltaf ótrúlegt að þessi bók hefði ekki komið út fyrr, en þá var mér bent á að þessi bók hefði bara beðið eftir okkur feðgunum. Þetta er bara karma.“
Fréttablaðið
 21. desember 2010
tryggvi@frettabladid.is 

16.7.20

Hjóladagar breytt plan vegna veðurs.

Super Soco TC reynsluakstur - Líður hljóðlaust áfram veginn


Eitt af þeim rafhjólum sem fáanleg eru í dag eru Super Soco rafhjólin sem seld eru í Elko. Bílablaðamanni Fréttablaðsins bauðst að prófa einn slíkan grip á dögunum og þar sem gripurinn er skráður sem létt bifhjól var slegið til. Við fengum í hendurnar Super Soco TC rafhjólið og fengum afnot af því í hálfan mánuð sem gaf gott tækifæri til að reyna alla þætti þess sem samgöngumáta.

Það fyrsta sem vekur athygli við hjólið er hversu létt það er. Lithium rafhlaðan er að vísu ekki stór en gefur hjólinu drægi uppá allt að 100 km sem verður að teljast vel viðunandi. Þeir sem sest hafa á rafdrifin mótorhjól kannast við að þyngd rafhlöðunnar er oft það sem maður tekur fyrst eftir svo er ekki farið um Super Soco TC. Uppgefinn hleðslutími hjólsins er 6-7 klukkustundir sem þýðir að auðvelt er að fullhlaða það á meðan á einum vinnudegi stendur.



Þegar hjólið er sett í gang hljómar það eins og tölvuleikur en þegar ekið er af stað er það nánast hljóðlaust. Það eina sem heyrist er þyturinn í vindinum og hjólið er furðu fljótt að ná 45 kílómetra hámarkshraða sínum. Auðvelt er að ráða við hjólið ef maður passar sig á tiltölulega snöggu viðbragði frá gjöfinni þegar tekið er af stað. Hjólið er lipurt, ekki bara fyrir það hversu létt það er, heldur einnig hvernig það er sett upp. Ferill framhjóls er stuttur sem þýðir að það er létt í stýri. Það eina sem truflaði aksturinn var sú staðreynd að þegar slegið er af gjöfinni virkar það svipað og þegar kúplað er á hjóli með brunahreyfli. Við það tapast aðeins jafnvægi í kröppum beygjum og þess háttar án þess að það sé eitthvað hættulegt.



Eitt af því sem vekur athygli við hjólið er hverslu vel það er búið. Það er með vökvastýrðum diskabremsum sem virka ágætlega en þær eru án hemlalæsivarnar. Fjöðrunarkerfi er gott og þá sérstaklega að framan þar sem eru verklegir Upside Down demparar. Mælaborð er stafrænt og sýnir meðal annars hraða og drægi, en hægt er að stilla á þrju mismunandi aflstig. Ekki finnst mikill munur á þeim í afli en á fullhlöðnu hjólinu er drægi, 100, 80 eða 60 km eftir hvaða aflstig er valið. Það segir sig eiginlega sjálft að maður velur lengsta drægið því munurinn á afli er varla teljanlegur. Þegar hjólið er stöðvað og slökkt á því er eins gott að gera það í réttri röð, því að annars fer hvimleið þjófavörn að væla. Ekki má slökkva á hjólinu og setja það svo á standarann því þá fer þjóðfavörnin í gang, og því þarf að dlökkva á því alveg í lokin. Þurfti að venjast þessu dáldið fyrir einhvern sem vanur er að gera þetta á bensínhjóli þar sem drepið er á því fyrst.

Kannski er verðið það besta við hjólið því að Super Soco TC kostar aðeins 370.000 kr. Það er næstum helmingi ódýrara en góð skellinaðra kostar. Ekki er sanngjarnt að bera hjólið saman við rafmagnsvespur því að TC hjólið er meira eins og mótorhjól. Hægt er að fá Super Soco rafmagnsvespu en þær kosta frá 265.000 kr. sem er svipað eða örlítið dýrara en hjá flestum samkeppnisaðilum.

Super Soco bjóða líka uppá hjól sem eru sambærleg að afli og 125 rúmsentimetra bensínhjól, og verða brátt fáanleg hérlendis. Þar sem TC hjólið er skráð eins og skellinaðra þarf að borga af því tryggingar, sem ekki þarf að gera sérstaklega ef um hjól með 25 km hámarkshraða er að ræða. Það verður að teljast ósanngjarnt þar sem að óskráðu hjólin mega aka hvar sem er án trygginga, réttinda ökumanns eða skráningar.


Stafrænt mælaborðið sýnir drægi og ástand rafhlöðu og hraðamælirinn er hefðbundinn að gerð.
Kostir: Létt í akstri, hljóðlátt, vel búið
Gallar: Jafnvægi þegar slegið er af, lítill munur á aflstigum

Super Soco TC
Skráning Létt bifhjól, flokkur II
Hámarkshraði 45 km/klst
Hámarkstog 170 Newtonmetrar
Rafkerfi 72V
Rafgeymir 45 Amperstundir
Drægi 60-100 km
Hleðslutími 6,5 – 7,5 klst
L/B/H 1.963/710/1.047 mm
Þyngd 150 kg


Njáll Gunnlaugsson
12.6.2020
https://www.frettabladid.is/

9.7.20

Vélhjólafólk vottaði Finni og Jóhönnu virðingu sína


Útför hjónanna Jóhönnu Sigríðar Sigurðardóttur og Finns Einarssonar var gerð frá Lindakirkju í Kópavogi í dag kl. 13.

Finnur og Jóhanna létust í mótorhjólaslysi á Vesturlandsvegi þar sem hann liggur um Kjalarnes, sunnudaginn 28. júní og hefur talsverð umræða skapast í kjölfar slyssins um ástand vega á Íslandi, sérstaklega með tilliti til öryggis mótorhjóla. Nýlagt og að virðist vitlaust blandað malbik er talið hafa átt þátt í slysinu.

Mótorhjólaklúbburinn HOG Chapter Iceland stóð heiðursvörð í jarðarförinni og fjölmargt vélhjólafólk vottaði þeim Jóhönnu og Finni virðingu sína. Ljósmyndari frá Torgi var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir. Var þetta að hans sögn falleg og tilfinningaþrungin stund.






Á.B.S. 
DV
9. júlí 2020

Hjóladagar 17-19 júlí


ATH Skráning í matinn í veisluna í 

Kjarnaskógi er hjá Trausta í Síma 8495755.



Dagskráin

Perla Eyjafjarðar ?