9.7.20

Vélhjólafólk vottaði Finni og Jóhönnu virðingu sína


Útför hjónanna Jóhönnu Sigríðar Sigurðardóttur og Finns Einarssonar var gerð frá Lindakirkju í Kópavogi í dag kl. 13.

Finnur og Jóhanna létust í mótorhjólaslysi á Vesturlandsvegi þar sem hann liggur um Kjalarnes, sunnudaginn 28. júní og hefur talsverð umræða skapast í kjölfar slyssins um ástand vega á Íslandi, sérstaklega með tilliti til öryggis mótorhjóla. Nýlagt og að virðist vitlaust blandað malbik er talið hafa átt þátt í slysinu.

Mótorhjólaklúbburinn HOG Chapter Iceland stóð heiðursvörð í jarðarförinni og fjölmargt vélhjólafólk vottaði þeim Jóhönnu og Finni virðingu sína. Ljósmyndari frá Torgi var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir. Var þetta að hans sögn falleg og tilfinningaþrungin stund.






Á.B.S. 
DV
9. júlí 2020