26.12.18

Rækju-jóla-hvað

Joi Rækja

Það er nú misjafnt hvernig hver og einn vill eyða jólunum. Flestir halda í hefðirnar og eyða jólunum heima hjá fjölskyldu og vinum, aðrir fara til dæmis til Tenereef og eyða jólunum í hitanum jafnvel með öðrum íslenskum fjölskyldum.


Svo eru það þeir sem eyða jólunum á Suðurpólnum eins og barst okkur í fréttunum á jóladag að íslendingar hefðu eytt jólunum þar.

En allavega einn þe. stjórnarmaður í Tíunni ( Jói Rækja) eyðir jólafríinu á því að keyra Harley Davidson frá Florida til New Orleans og eyða jólunum þar. og svo áramót einhverstaðar í Florida.
 Hægt er að fylgjast með kallinum á Facebook ...

24.12.18

Afreksjóður Akureyrar styrkir Motocross ökumann


Einar Sigurðsson á móti í Ameríku
Akureyringurinn Einar Sigurðsson íslandsmeistari í MX2 hefur fimm sinnum verið útnefndur íþróttamaður ársins hjá Kappaksturklúbbi Akureyrar (KKA)    En á síðasta ári var hann valinn í landslið Íslands og keppti á Motocross des Nations sem haldið dagana 6. og 7. október á Red Bud brautinni í Michigan í Bandaríkjunum.    Þetta eru heimsleikarnir í motocrossi.   Einar og félagar í landsliðinu höfnuðu í 25. sæti, sem er besti árangur Íslands til þessa. 
 Á síðasta keppnistímabili varð Einar Íslandsmeistari í MX2 flokki með afgerandi hætti.    Vann allar keppnir ársins og var með fullt hús stiga.

Einar Sig.

Afreksjóður Akureyrar  Styrkir Einar Sigurðsson

Ánægjulegt er frá því að segja að afrek Einars Sigurðssonar hafa ekki farið framhjá Afrekssjóði Akureyrarbæjar.   Stjórn stjóðsins samþykkti á fundi sínum 17. desember s.l. að styrkja Einar með fjárframlagi vegna ársins 2018.   Styrkurinn verður afhentur formlega á athöfninni Íþróttamaður Akureyrar í Hofi þann 16. janúar 2019.

Flottur árangur Einar og til hamingju.

Hér fyrir neðan má sjá byltu sem Einar lenti í á móti í bandaríkjunum og má teljast mjög heppina að hafa gengið óskaddaður frá henni.

19.12.18

Fengu að kynnast öllum hliðum Rússlands í mótorhjólaferð

 Síðastliðið sumar fóru frændurnir Unnar Bjartmarsson og Jón Helgason saman í mótorhjólaferð um Rússland.
Þeir óku í fylgd með túlki og leiðsögumanni sem leiddi þá þúsund kílómetra um Úralfjöll á ekta rússneskum Úral-hjólum. Þar hittu þeir innfædda Rússa og fengu að kynnast þeirra lífi og aðstæðum um leið og þeir skoðuðu landið, heimsóttu söfn og fóru á mótorhjólamót. Blaðamaður Skessuhorns hitti frændurna Unnar og Jón á heimili Unnars á Kleppjárnsreykjum snemma föstudagsmorguns í lok nóvember og fékk að heyra allt um ferðina til Rússlands.

Byrjaði sem grín

Fyrir fimm árum var Jón á ferðinni á mótorhjóli um Ameríku og þar kviknaði hugmynd um að fara á fimm ára fresti í framandi mótorhjólaferð. Þegar heim var komið nefndi hann þessa hugmynd við Unnar og grínuðust þeir með að fara til Rússlands. Eftir því sem Unnar hugsaði meira um Rússlandsferð hætti grínið að vera grín og færðist yfir í alvöru. „Hann fór að impra á þessu við mig nokkru síðar og við ákváðum að skoða þetta aðeins og byrjuðum að leita á Facebook,“ segir Jón. Þar fundu þeir ferðaskrifstofu í Rússlandi sem býður upp á alls konar ferðir um landið, þar á meðal mótorhjólaferðir. „En við treystum ekki einhverri síðu á netinu og vorum eiginlega vissir um að þetta væri eitthvað plat til að ná peningum af fólki. Ég var svo á leiðinni frá Keflavík að Mið-Fossum að skoða graðhest og tók upp par sem var á leiðinni á puttanum á Akranes til að gifta sig. Strákurinn var pólskur og íslenskur en stelpan frá Rússlandi.
Ég rétti henni símann og spyr út í þessa ferðaskrifstofu, hvort þetta væri í alvöru eða bara plat. Hún skoðaði þetta smávegis og sagði svo að þetta væri mjög öruggt fyrirtæki. „Ef skrifstofan er skráð á rússneska já.is er það öruggt,“ sagði hún. Við ákváðum því að hafa samband og þá var ekkert aftur snúið,“ segir Jón. Þá þurfti að ákveða tíma og var niðurstaðan að fara í lok júlí. „Við vildum að sjálfsögðu fara á Úral-hjólum í Úralfjöll og ákváðum að fara á þessum tíma svo við gætum náð stóru mótorhjólamóti í leiðinni,“ útskýrir Unnar.

skessuhorn.is