24.9.18

Haustógleði 2018

Einar Hest-Húsar einum Strengjabjór
Haustógleðin 2018 var haldin á hefðbundum slóðum í ár upp á Hrappstöðum hér ofan við bæinn,(sem var orlofsbústaður Heidda) nema nú vorum við í nýbyggingu Jóa rækju sem var með stórum sólpalli og mun betri aðstöðu til svona skemmtunar. Veðrið var frábært blankalogn og svalt og eldurinn í útikamínunni og arininum inni ásamt smá brjóstbirtu gerði það að verkum að engum varð kalt.

9.9.18

Haustógleði Tíunnar Nálgast



Já!!!  Gríðarlega magnað hjólamanna partý er framundan. 22.september

Undibúningur stendur yfir og er búið að smíða og brasa og græja og drekka til að gera okkur þetta fært, og hlakkar okkur gríðalega til að halda þetta partý í útjaðri Akureyrar á heimil Rækjunnar að Hrappsstöðum.

24.8.18

Minningarmót í Götuspyrnu 25. ágúst



Minningarmót BA þann 25 ágúst 2018
Á Keppnissvæði B.A. Hlíðarfjallsveg á Akureyri

B.A. Ákvað að breyta keppnisgjaldi keppenda í Götuspyrnunni í 1000 kr

Þessar eitt þúsund krónur fara beint til AKÍS (Vegna Keppnisskirteinis) 

12.8.18

Súpukvöldskeyrslan


Öddi skennkir súpunni
Það voru 13 hjól sem skelltu sér í keyrslu til Hauganess til Ödda og Berglindar í súpu á Föstudagskvöldið.

Þar var aldeilis tekið vel á móti þeim með rjúkandi heitri súpu og líklega var hægt að komast í kaffisopa á eftir... 

Svo fór hópurinn sem leið lá til Dalvíkur í súpukvöldið sem stóð þar yfir vegna Fiskidagana.

10.8.18

Súpukvöldskeyrsla framundan og svo Fiskidagurinn á Laugardag.

Hjólum fyrst til Ödda á Hauganesi


Hann ætlar að byrja að skenkja súpunni kl 19.15 ... og hann lofar meiri súpu en í fyrra ;)

Svo er hægt að grípa með sér skýlu og henda sér í sjósund og pottana áður en farið verður á Dalvik í súpukvöldið þar sem hefst þar 20:15