3.7.73

„Menn elska mótorhjólið sitt meira en bílinn sinn

Mótorhjólaeigendum fjölgar þessa daga


Enn þann dag i dag glenna menn upp augun, þegar þeir birtast á götunni á farartækjum sinum. Það er ekki oft, sem maður sér þá, en ekki er hægt annað en dást að þessum farartækjum, sem sum hver mætti kalla með réttu „mótor með tveimur hjólum".

Hverjir eru þeir menn, sem geta þeyst um á mótorhjólum í öllum þessum rigningum og kuldum, sem yfir okkur íslendinga ganga allan ársins hring.   Er ekki nógu kalt aðsetjast upp í óupphitaðan bilinn og sitja skjálfandi, þar til miðstöðin fer að hitna? 
    Á sunnudaginn var gáfu „mótorhjólagæjarnir" okkur tækifæri til þess að kynnast sjálfum sér örlítið, þvi þá fór fram keppni i torfæruakstri á mótorhjólum i sandgryfjunum i Kópavogi. 
   Yfir eitt þúsund manns komu til að fylgjast með aðförum þeirra, og sannast að segja voru menn hrifnir yfir þvi, hversu margar listir er hægt að leika ,á mótorhjólum. Að vísu voru ekki mörg hjól skráð til keppninnar, en þau gáfu býsna gott sýnishorn af hæfileikum hjólanna, og þeirra, sem þeim óku.
  Það var Mótorhjólaklúbbur Reykjavikur, sem stóð fyrir þessari keppni, en það er klúbbur um 50 mótorhjólaeigenda, sem allir eiga það sameignlegt að vera með algjöra mótorhjóladellu. Að vísu var ekki fullkomið skipulag á keppninni, enda ekki stofnað til hennar með miklum fyrirvara. 
   Þrautirnar i keppninni voru fólgnar i þvi að fara hring, þar sem ýmislegt þurfti að leysa af hendi, eins og að aka yfir djúpan og langan drullupoll, keyra upp sandbrekkur, stökkva fram af börðum og svo aka eftir holóttum troðningum, en á þeim veit aldrei neinn hvað kemur næst. Hver keppandi fékk að fara hringinn þrisvar sinnum, og sigraði sá,  sem hafði beztan tima, en það var Ómar Sveinbjörnsson, sem ók á Susuki 400 TS, en það er ný tegund af torfæruhjóli. Hann fór hringinn á minnst 2 minútum og 10 sekúndum, en þess má geta, að lengsti tími, sem fékkst, var tæplega 5 mlnútur.

„Allir sem stiga á mótorhjól, fá „delluna". 

„Menn sem komast einu sinni á svona farartæki fá svo að segja undantekningarlaust algjöra dellu", sagði Ómar, er við spjölluðum við hann og tvo aðra mótorhjólamenn eftir keppnina. 
„Torfæruhjólin eru langvinsælust af þeim mótorhjólum, sem hér fást, og núna í sumar hefur sala á mótorhjólum aukizt alveg ótrúlega, svo að það hefur aldrei verið eins mikið af þeim. Þessi hjól eru alls ekki ódýr, t.d. kostar meðalstórt hjól ekki minna en svona 150 þúsund krónur, en það hefur gert það að verkum að í mótorhjólaklúbbnum eru flestir yfir tvítugsaldri, þar sem yngri menn hafa ekki efni á þessu. Svo eiga margir mótorhjólaeigendur einnig bíla, og taka mótorhjólin oft ekki fram nema spari"
Þeir félagarnir sögðu að þvi færi fjarri, að þeir mótorhjólamenn, sem hér ækju, væru einskonar útgáfa af „Hells Angels", þ.e.a.s. flokka ribbalda, sem aka um vegina og misþyrma fólki. 

    „Þvert á móti eru svo að segja allir hinir mestu friðsemdarmenn og það er varla að þeir sem eru taugaóstyrkir taki upp á þvi að stríða löggunni. Það er ekki nema eitt tilfelli, sem við vitum um, þar sem hópur stóð i þvi að striða henni. En fyrst við erum að tala um lögreglu þá máttu láta þess getið, að við erum henni þakklátir fyrir að sjá um umferðarstjórnina meðan torfærukeppnin fór fram". 

Ökumenn svína á mótorhjólum

Við ræddum einnig lítillega um hvernig væri að hafa mótorhjól í umferðinni. Þeir félagar voru allir sammála um það, að ökumenn væru yfirleitt lítt tillitssamir við þá í umferðinni, þar sem þeir gera ekki mun á mótorhjólum og skellinöðrum, en auðvitað er mikill munur á hraða þessara farartækja og svo bremsuhæfni. 
„Það sem reynzt hefur okkur haldbezt er að hafa loftflautur, en við fáum ekki að nota þær. Hjólin eru ekki það mikil umfangs, að ökumenn taki almennt eftir þeim. Þetta hefur oftar en einu sinni næstum því valdið stórslysum. 
Þeir félagarnir vildu láta þess getið,. að sérhver mótorhjólseigandi væri velkominn í klúbbinn til þeirra, en hann hefur aðsetur við Nauthólsvíkurveg, og fundir eru á fimmtudagskvöldum. Að lokum voru þeir félagar spurðir að þvi, á hve mikinn hraða þeir hefðu komizt mest. Einn þeirra hafði komizt hraðast. 
„Ég komst einu sinni í akkúrat 200 kilómetra hraða á þeim margfræga Keflavíkurvegi, en slík hraðakeyrsla krefst mikillar einbeitingar, og þegar komið er svona hratt, þá dugar helzt ekkert nema kappakstursmótorhjól. 
En mundu að þú mátt alls ekki láta þessa getið". — ÓH  

Vísir 3.7.1973


22.11.72

Hjólið læst ?


Kannski einhverjir geti dregið lærdóm af þessari mynd sem komin er alla leið frá Manhattan í Bandarikjunum.

Eigandi þessa vélhjóls ber greinilega litið traust til náungans, og til að geta öruggur yfirgefið hjól sitt á bilastæði, þess fullviss að ganga að þvi visu á nýjan leik, hlekkjaði hann það einfaldlega við rist i götunni. Jafnvel ósvifnustu þjófar, sem ágirntust hjólið, myndu veigra sér við að ræna þvi. Sá hávaði og glamur, sem 'mundi fylgja þvi, að draga hina þungu rist á eftir sér um götur og stræti New York-borgar er ábyggilega ekki eftirsóknarvert.

Visir 22.11.1972

19.11.72

Málefnaleg kosningabarátta.


Kosningabaráttan í Vestur-Þýzkalandi stendur nú sem hæst, og gripa frambjóðendur til ýmissa ráða til að vekja athygli háttvirtra kjósenda á sér og flokki sinum. 

Minni spámenn i stjórnmálabaráttunni kvarta mjög yfir því,að foringjar flokkanna einoki fjölmiðla,og að helzt liti svo út sem þeir séu einir í framboði. Á þetta jafnt við um frambjóðendur allra stjórnmálaflokkanna.
Þessu svara tiltölulega óþekktir stjórnmálamenn og upprennandi með þvi að haga kosningabaráttunni þannig i sinum kjördæmum, að fólk komist ekki hjá þvi, að taka eftir uppátækjum þeirra.
Í nokkrar vikur hefur fegurðardís nokkur tröllriðið mótorhjóli í litlu kjördæmi i Suður-Þýzkalandi allsber, að öðru leyti en þvi, að á skrokk hennar eru máluð pólitisk slagorð:  Sendum jafnaðarmanninn Klau Immer til Bonn. Í kjördæminu eru aðeins 20 þúsund kjósendur, og hafi þeir ekki vitað það áður, vita þeir nú hver sósialdemókratinn Klaus Immer er.
Frjálslyndi demókratinn Jurgen Möllemann kemur svifandi i  fallhlif ofan úr skýjunum á kosningafundi i sinu kjördæmi, en kristilegi demókratinn Warendorf smýgur skolleitt vatnið i ánni Ems i froskmannsbúningi og tekur sýnishorn af mengun i ánni með sér á kosningafundina. Til að sýna i verki baráttu sina gegn menguninni ekur hann aldrei í bil um  kjördæmið, heldur fer hann ýmist riðandi eða gangandi milli kosningafundanna.
Tíminn 19.11.1972

2.11.72

Vélvœddur kúreki

 Þegar Frank Dedman frá Lebanon, Tenn., USA, var orðinn 70 ára að aldri, sagði hann, að stússið við að leggja á hestinn sinn á hverjum morgni væri að verða of mikið fyrir hann. 

Til að geta rekið hina 125 nautgripi sina á beit á morgnana og smalað þeim saman aftur á kvöldin, keypti hann þvi mótorhjól.

Nú notar hann hjólið við kúareksturinn. ,,ég spara mikinn tíma siðan ég fékk mér hjólið", segir Frank.
2.nóv.1972
Vísir

13.8.72

Esja sigruð á mótorhjólum


Við sögðum fyrir skemmstu hér i þættinum, að hér á landi stunduðu menn ekki kappakstur sem íþróttagrein, eins og gert er i nágrannalöndum okkar i miklum mæli. 


Þetta var raunar ekki allur sannleikurinn, þvi hér hefur verið keppt i torfæruakstri, bæði á jeppum og mótorhjólum. Mótorhjólakeppni var i fyrsta sinn haldin hér á landi sl.l vor Hún var haldin i Krýsuvik, og það var Mótorhjólaklúbbur Reykjavikur sem stóð fyrir henni. Klúbburinn var stofnaður fyrir um tveimur árum, og er bundinn við, að vélarstærð hjólanna sé yfir 50 cc, en hjól með minni vél teljast „skellinöðrur". Það var formaður klúbbsins, Jón Sigurðsson, sem sigraði i keppninni, en samt er varla hægt að kalla hann Íslandsmeistara i vélhjólaakstri, þvi keppnin var eingöngu á milli innanfélagsmanna, og þar að auki var hún ekki auglýst með löglegum fyrirvara.
 Í klúbbnum eru 40 félagar, sem koma saman á fundi á vetrum til að ræða áhugamál sitt og skoða kvikmyndir um iþróttina. Þeir skipuleggja lika á þessum fundum sumarstarfið, sem var i sumar fyrrnefnd torfærukeppni, og mótorhjólaferðir um byggðir og óbyggðir.
 Um verzlunarmannahelgina fóru nokkrir félagar m.a. i Landmannalaugar, og i þeirri ferð hikuðu þeir ekki við að sundriða fararskjótunum i ánum. Efri myndirnar hér á siðunni tók Þórður Valdimarsson, sem varð þriðji á torfærukeppninni, þegar hann sigraði ásamt félaga sinum Ólafi Stefánssyni sjálfa Esjuna.
Þeir réðust til uppgöngu á tveimur torfæruhjólum af gerðinni Honda 350 Trail, búnum gaddakeðjum. Neðri myndina tók Þórður af sigurvegaranum i torfærukeppninni. Hann er þarna að fljúga af stökkpalli, sem settur var upp i brautinni.

Alþýðublaðið 13.08.1972
UMSJON: ÞORGRlMUR GESTSSON 

26.5.72

Lögreglan herðir vegaeftirlitið enn

Lögreglan á nú tiu vélhjól, en fjögur  eru
á leið til landsins. Þau nýju  eru eins og sum
 hin eldri af gerðinni  Harley-Davidson,
 og kostar hvert þeirra fullbiiið. kringum
430.000 krónu
r
.

- fékk fjögur ný vélhjól til viðbótar til að fylgjast með Vesturlandsveginum 


Lögreglan býr sig nú af kappi undir þjóðvegaakstur — jafnt almennings sem eigin manna. Í sumar mun lögreglan hafa sex bíla við eftirlitsstörf á þjóðvegum, en auk þeirra slangur af vél hjólum.

Dómsmálaráðherra beitti sér fyrir þvi nýlega, að lögreglan fékk fjögur ný vélhjól til sinna nota. Eru þau af gerðinni HarleyDavidson, eins og raunar flest vélhjól lögreglunnar. Hafa þessi hjól enda dugað vel, þau elztu sem nú eru i notkun hjá lögreglunni eru frá árinu 1958 og láta engan bilbug á sér finna.
„Þessi nýju vélhjól okkar verða i notkun mest á steypta vegarspottanum frá Elliðaám og upp að úlfarsá (Korpu)", sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn i samtali við Vísi, „það er nefnilega hætt við að menn kunni sér ekki læti og spretti um of úr spori við að koma á svo góðan veg — sem ranglega hefur verið kallaður hraðbraut. Þetta hraðbrautarnafn er mjög villandi — menn halda að takmarkaður hraði sé þarna leyfilegur, en þvi fer fjarri, enda vegurinn mjór og umferð um hann þung."
Og væntanlega þora menn ekki að aka svo mjög hratt, vitandi af leðurbúnum lögreglukappa, þeysandi fram og aftur um veginn á nýju hjóli frá Ólafi Jóhannessyni.
- GG
Vísir 26.05.1972

5.8.71

Hinir 666 englar Bretlands




Í 40 brezkum borgum og bæjum, er farið að bera verulega á fyrirbæri því, sem þekkt er í Bandaríkjunum undir nafninu „Englar helvítis", (Hell's Angels). Helvítis englarnir eru í Bretlandi 666 talsins. Og sú tala stendur í stað, úr þvf henni er náð, en tölu þessa hafa „englarnir" gert að helgri tölu, helga hana jafn ágætum hugtökum og kynlífi, synd og villimennsku, (sex, sin and savagery).
    Og á alla þessa þrjá hluti leggja englarnir mikla áherzlu og rækt.


Áður lögregluþjónn

Brezkur blaðamaður fór um daginn til Cheltenham i Midland að kynna sér þá deild félagsskaparins, sem þar starfar. Þar er foringi englanna 21 árs gamall piltur David Hawkes að nafni og hefur til skamms tíma verið lögregluþjónn.
    Fyrir viku var Hawkes þessi dæmdur í héraðsdómi í Cheltenham í 9 mánaða fangelsi, skilorðsbundið og 95 punda sekt fyrir ofbeldi, hafa valdið meiðslum og fyrir að hafa hylmt yfir með þjófum. 

Pestina leggur langar leiðir.

„Bogey", kalla félagar hans foringja sinn. Hann gerðist lögregluþjónn tæpra^ 17 ára gamall, en hætti því stárfi fyrir 17 mánuðum, „vegna þess", segir hann sjálfur. „að mér geðjaðist ekki alls kostar að yfirmönnum mínum Mér lynti ekki við þá".  Og svo var það hitt, sem honum geðjaðist ekki að, hann nefnilega hataði þann starfa, sem hann hafði með höndum, að elta uppi ökumenn sem óku gáleysislega og hratt og „bóka" þá eða sekta á staðnum.  Hann var sjálfur og er næsta áhugasamur um hraðakstur, einkum á vélhjólum
   Þegar hann hætti í löggunni, var hann atvinnulaus um tíma, gegndi að vísu ýmsum störfum, en loks gekk hann í félagsskap „Helvítis engla", flutti að heiman frá foreldrum sínum og fór að búa með 17 ára gamalli vinkonu sinni, Jane Clarke. Og það kvöld, er hann flutti að heiman og til vinkonunnar héldu englarnir samkvæmi mikið: „Og það var sko ekta engla veizla", segir Hawkes, en með „ekta englaveizlu" meinar hann hrottafengna og sóðalega drykkjuveizlu. „Það var í þessu fyrsta samkvæmi, sem ég fékk mínar ekta ,,engla-buxur" segir hann, „englabuxur eru nefnilega sérstæðar að því leyti, að þegar maður einu sinni er kominn í þær, fer maður helzt ekki úr þeim aftur. Klæðist þeim a. m. k. ævin lega þar sem englar eru samankomnir, og þær má aldrei þvo. Svallveizlur englanna enda venjulega með ósköpum, menn verða Fárveikir af áfenginu og æla  um allt  , einkum er ætlazt til að maður selji upp yfir buxurnar.  Spýjan á buxunum blandast síðan saman við olíuna af mótorhjólunum, og af þessu öllu saman verður fremur sérstæð stybba, sem hægt er að þekkja englana á af löngu færi".


„Gamlar frúr"

Hawkes segir, að fýlan af buxunum skipti englana öllu máli þegar kvenhyllin er annars vegar, „það er einmitt hún sem eins og dáleiðir „gömlu frúrnar" (Old Ladies)", en svo kalla englarnir kvensur þær er eru í slagtogi með þeim. Og verkefni stúlknanna er að sjá um að sá engillinn sem þær „eru með" í það og það skiptið, fái nóg að borða og næga peninga og nægilegan skammt af kynlífi. Þeim er og bannað að vera með öðrum en þeim engli er hefur kippt þeim upp á sitt mótorhjól.
    Önnur gerð af ,frúm" er i slagtogi með englunum. Þær eru kallaðar „Lestir" — og stafar sú nafngift af því, að „lestin" er allra gagn — allir mega brúka hana til eigin þarfa að vild. Svo eru það líka „mömmurnar", en þeirra hlut verk er nokkuð svipað „lestanna". allir mega hjá þeim sofa, en þær eru nátengdari félagsskapnum en „lestirnar".
   Að bíta haus af hænu Hawkes neitar því, að englarnir séu vandræðavaldar í bæjum. „Við höldum okkur út af fyrir okkur". segir hann, „og ráðumst á enga — nema „sóða", og „sóða kallar hann unglingspilta, sem eins og englarnir eru með vélhjóladellu, en tilheyra ekki englunum.
   Þrátt fyrir fullyrðingu Hawkes, þá gortar meiribluti englanna í Cheltenham af því að hafa setið á bak við lás og slá. Og sumar af reglum sem englarnir setja sér virðast varla, til þess fallnar að fremja „út af fyrir sig", svo sem eins og þær klámsýningar sem sérhver fullgildur engill sýnir annað slagið á almannafæri — eða þá „skepnuskapurinn" sem réttilega er kallaður svo á máli englanna — að bíta höfuð af lifandi kjúklingi.  Það hlýtur að vera opinbert mál milli viðkomandi „skepnu" og kjúklingsins, þótt ekki sé meira sagt.
   Stúlkur englanna láta fúslega fara með sig eins og þræla. Jane Clarke, hin „gamla frú" David Hawkes gengur ævinlega í stormblússu sem á er stimplað „eign engilsins Bogeys".
   „Hún er min eign, og mér kærust næst á eftir vélhjólinu mínu, sem er það í lífi hvers engils, sem mestu máli skiptir"
   „Kannski soldið erfitt í fyrstu, en dásamlegt þegar maður hefur vanizt því að tilheyra svo einum karlmanni". segir Jane, „maður venst líka fýlunni af buxunum, en kannski er ekki hægt að skilja þetta hafi maður aldrei komizt í slagtog með englunum.  Það er stórkostleg tilfinning að vera hluti ákveðins hóps og gefa ekkert fyrir álit eða hugsanir annars fólks".


Hjónavígsla á vélhjóli

Flestir „Helvítis engla" koma frá góðum heimilum og margir þeirra hafa talsverða menntun og hafa yfirgefið góðar stöður til þess að fara á flæking með englum á vélhjólum. Einn hinna háskólamenntuðu er Bob Jenkins, en hann er 28 ára að aldri og ber titilinn „forseti" englanna í Cheltenham. Hann er hinn eini þeirra sem fær að ganga í leðurjakka, hinir verða að láta sér nægja léreftstuskur eða nankinsblússur
    Eitt hlutverk „forsetans" er að framkvæma hjónavígslur milli engla og „frúa" þeirra, og eru þær framdar á þann hátt, að brúðhjónin fá sér sæti á vélhjóli og messar „forsetinn" yfir þeim og les þeim textann upp úr handbók vélvirkja.

Vísir 5.8.1971