30.10.13

Elsta mótorhjólið er Harley frá 1931 (2013)

Dagrún Jónsdóttir mótorhjólabóndi
Oddsparti 
Dagrún Jónsdóttir, mótorhjólabóndi á Oddsparti í Þykkvabæ flutti til Þykkvabæjar fyrir átta árum.

Hún er í óða önn að gera upp hús þar og hyggst opna mótorhjólasafn Þykkvabæjar. „Húsið hefur verið notað sem ballsalur, en þar ætlum við
að hafa sýningarsalinn.
Það var fullt af hljómsveitum sem spiluðu hérna í sumar.“ Dagrún vill ekkert gefa upp um hvenær safnið verður opnað og segir mörg verkefni vera eftir.

 Bak við húsið sem mun hýsa safnið er stórt tún með hlöðnum veggjum utan um eldstæði. „Hérna er tjaldsvæði sem við rekum fyrir mótorhjólafólk og tökum eingöngu á móti hópum.“

Meðeigandi Dagrúnar að svæðinu er Einar „Marlboro“.Þau hafa nú þegar sankað að sér rúmlega 30 hjólum og er það elsta frá 1931.
gunnardofri@mbl.is
Morgunblaðið  30.10.2013

8.10.13

Gátu lækkað iðgjöld­in


Gátu lækkað iðgjöld­in á „hipp­un­um“   (úr stærri grein)

Mik­il mótor­hjóla­della magnaðist upp á Íslandi í góðær­inu og marg­ir létu langráðan draum ræt­ast um að kaupa sér mótor­fák. Þessi mikla fjölg­un mótor­hjóla­öku­manna skapaði þrýst­ing á og svig­rúm fyr­ir trygg­inga­fé­lög­in að bjóða hag­kvæm­ari trygg­ing­ar en lengi vel höfðu bif­hjóla­trygg­ing­ar þótt sér­deil­is dýr­ar.

Ein­ar seg­ir ekki hægt að greina að dregið hafi úr mótor­hjóla­áhug­an­um en TM end­ur­skoðaði fyr­ir nokkr­um árum hjá sér bif­hjóla­trygg­ing­ar með það að mark­miði að meta áhættu af meiri ná­kvæmni og skila viðskipta­vin­um sann­gjarn­ara verði. Útkom­an var mjög áhuga­verð:

„Við gát­um t.d. lækkað iðgjöld­in á „hipp­un­um“ svo­kölluðu enda leiddu töl­ur okk­ar í ljós að á þeirri gerð hjóla var slysa­hætt­an minni. Hins veg­ar kom skýrt í ljós að breyt­inga var þörf á iðgjöld­um mótorkross-hjóla þar sem slysa­hætt­an er mik­il enda hjól­in til þess gerð að skoppa og spana um keppn­is­braut­ir og mal­ar­hauga.“

Dýr­ar trygg­ing­ar á bif­hjól­um seg­ir Ein­ar að komi til vegna þess að hvert slys á hjóli geti verið mjög kostnaðarsamt. „Ef ökumaður bif­hjóls lend­ir í byltu og brýt­ur t.d. viðbein eða ökkla hleyp­ur slysa­kostnaður­inn á millj­ón­um króna. Ef ársiðgjöld­in eru t.d. 60.000 kr. þá sést að það þarf stór­an hóp iðgjalda­greiðenda til að standa und­ir tjón­inu og örfá slys til viðbót­ar geta orðið til þess að þessi titekni trygg­inga­flokk­ur er rek­inn með miklu tapi.“

Morgunblaðið   8.10.2013

https://www.mbl.is/bill/domar/2013/10/08/abyrgur_akstur_skilar_ser_i_laegri_idgjoldum/