31.12.20

Tíuvefurinn óskar ykkur gleðilegs árs

 


Vefstjóri Tíuvefsins óskar ykkur gleðilegs árs og þakkir fyrir liðið.


Tvöhundruð fimmtíu og fimm greinar setti ég inn á Tíuvefinn í ár sem er reyndar ekki alveg rétt því það var bara fyrir árið 2020.   
Heimsóknir á vefsíðuna eru komnar yfir 150 þúsund og eru þær mun fleiri á facebookvefnum.

Ég reyndar gerði miklu meira en það því ég setti helling af greinum inn á hin árin aftur í tíman á vefnum. Mikið til stolið efni frá fortíðinni en eitthvað annað með.

Ég vona að þið hafið haft gaman af greinunum eins og ég hafði gaman af því að safna þeim. 

Njótið nýja ársins 
Kv Víðir #527
  Þríhjólin sem Bandaríkin bönnuðu.

Honda ATC in the air
Hver man ekki eftir Honda og Kawasaki þríhjólunum sem streymdu til landsins áður en fjórhjólabyltingin kom.

Já skemmtileg tæki en þau voru nú frekar í valtari kantinum.... og margir fóru ekki heilir frá þeim.

Tvö stk. af Hondu gerð eru inn á Mótorhjólasafni tilbúin til uppgerðar spurningin er bara hefur einhver áhuga á að gera svona upp? 


Auglýsingar á heimasíðu Tíunnar 2021


 Nú er árið liðið og þá byrjar nýtt auglýsingaár hjá okkur.
Tían hefur undanfarin ár selt auglýsingar á Tíusíðuna www.tian.is gegn vægu gjaldi og eitt ár í senn.

Ef þið hafið áhuga á að auglýsa á tíuvefnum þá hafið endilega samband við vefstjóra í tian@tian.is


Við höfum undanfarið haft trygga auglýsendur KTM og JHM-Sport , Nitró , Kalda og fleiri, en við getum bætt við nokkrum hólfum. 

Gjaldið er mjög hóflegt fyrir árið og  er síðan með yfir 150 þúsund heimsóknir á síðustu þremur árum ,, og er það bara brot af þeim heimsóknum sem Facebooksíðan okkar fær ásamt instagram og Twitter...

Tían er sennilega einn virkasti Mótorhjólaklúbbur landsins og er sennilega með flottasta félagsheimili á norðurlöndunum og víðar, þ.e. Mótorhjólasafn Íslands. sem geymir hátt í hundrað stórkosleg mótorhjól.

Landsmót Bifhjólamanna verður haldið í sumar í Húnaveri og meðlimir klúbbsins eru að halda mótið.

 Svo auglýsendur endilega hafið samband tian@tian.is

kv Vefstjóri

Frá Torginu á Akureyri

30.12.20

Ísland of lítið fyrir mótorhjólið (2014)


 HÚN ER NÝKOMIN ÚR ÞJÁLFUNARBÚÐUM ALÞJÓÐAMÓTORHJÓLASAMBANDSINS, SÉRSTÖKUM STAÐ TIL ÞESS AÐ EFLA KONUR TIL AÐ KEPPA Í ALÞJÓÐLEGUM MÓTORHJÓLAKEPPNUM. HÚN STEFNIR Á AÐ MÓTORHJÓLAKEPPNI Á SPÁNI Í SUMAR. KARLAR OG KONUR KEPPA SAMAN Á JAFNRÆÐISGRUNDVELLI.

Ég var um fimm ára gömul þegar ég byrjaði að hjóla, á reiðhjóli,“ segir Nína K. Björnsdóttir og brosir. „Ég fór strax að stökkva í gryfjum og þau voru ófá skiptin sem pabbi þurfti að sjóða saman hjólið mitt. Síðar fékk ég BMX-hjól og hjólaði aðallega með strákunum, það voru ekkert voðalega margar stelpur sem voru á þeirri tegund af hjólum en ég var bara orðin sjúk í allt sem tengdist hjólum sem krakki.“ Nína var svo 15 ára þegar hún komst í tæri við skellinöðru. „Fyrst hjólaði ég bara á nöðrunni sem þáverandi kærastinn minn átti, en fljótlega keypti ég mér mína eigin. Stuttu seinna var kominn tími á bifhjólaprófið og þá fékk maður strax réttindi á stórt hjól, hvaða mótorhjól sem er, en það er ekki svo núna.“
   Hún segir aðspurð að það hafi ekki verið svo margar stelpur í þessu. „Ég þekktir engar. Ég er ekki þessi félagslynda týpa og sótti ekki í hinn dæmigerða mótorhjólafélagsskap eins og Sniglana, ég var bara í þessu á mínum forsendum með vinum mínum í Garðabæ.“

Æfir sig til að verða betri ökumaður

Nína segir erfitt að lýsa því hvað sé svona heillandi við mótorhjólasportið. „Það er að sumu leyti hraðinn, en hér heima er hámarkshraðinn svo lágur að það er afar lítill hluti af sportinu. En það er gott að vera einn með sjálfum sér og útiveran skorar hátt. Það er til dæmis frábært þegar illa liggur á manni að setja hjálminn á hausinn og fara út að hjóla.“
   Mótorhjólakonan segir aðstöðuleysið gera það að verkum að mjög erfitt sé að stunda sportið hérlendis. „Hér eru til dæmis engar lokaðar brautir sambærilegar við þessar erlendis, þar sem hægt er að æfa sig og ná betri árangri sem ökumaður og jafnvel æfa sig undir erlendar alþjóðlegar keppnir.“ Í kjölfar stofnunar götuhjóladeildar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar árið 2007 varð skammvinn breyting þar á. „Tvær helgar það sumar fékkst leyfi til að loka Rauðhelluhverfinu, sem þá var bara malbikaður vegur og nokkrir ljósastaurar, og búa til akstursbraut. Það var frábært veður og fullt af fólki sem mætti og æðisleg stemning. En því miður dugði sælan aðeins þær tvær helgar því í framhaldinu hélt uppbygging iðnaðarhverfisins áfram.
   Ég var í stjórn deildarinnar í nokkur ár þrátt fyrir að þekkja engan í upphafi, en kynntist fullt af góðu fólki sem hefur þennan sama áhuga á akstursíþróttum á mótorhjólum. Í dag er notað akstursíþróttasvæði félagsins (gamla rallýkrossbrautin) sem er lítill hringur sem hægt er að æfa sig á. Því má eiginlega líkja við tækniæfingar. Þar hittist hópur mótorhjólafólks tvisvar í viku yfir sumarið. Æfingarnar hjálpa manni, eins og ég hef áður sagt, að verða betri og öruggari ökumaður, einmitt vegna þess að þarna getur maður lent í óvæntum aðstæðum eins og úti í umferðinni en við miklu öruggari aðstæður. Við erum ekki stór þrýstihópur, en þessi svæði eru alveg nauðsynleg, þ.e. að það þarf að vera til gott æfingasvæði til að bæta færni. Þetta svæði mætti nýta í svo margt, t.d. í kennslu í akstri bíla, mótorhjóla og fleiri ökutækja. Þar sem fólk getur bætt kunnáttu sína í öruggu umhverfi, með eða án leiðsagnar, án þess að leggja annað fólk eða umhverfi sitt í hættu.

Hjólar á kappaksturbraut á Spáni

Það kom að því að Ísland yrði of lítið fyrir Nínu og mótorhjólið. „Ég eyði öllum mínum peningum og tíma í mótorhjól,“ segir þessi 37 ára gamla móðir. „Ég keypti mér fyrir nokkrum árum í félagi við annan mótorhjól sem er geymt á Almeria á Spáni og þangað fer ég a.m.k. tvisvar á ári og keyri á lokuðum brautum.“ Nína er einmitt nýkomin frá Almeria en nú tók hún þátt í þjálfunarbúðum Alþjóðamótorhjólaráðsins, á hennar heimavelli. „Ég fékk þar BMW S1000RR-hjól, þriggja milljóna króna hjól,“ segir hún og brosir og gefur í skyn að það hafi ekki verið neitt slor. „Þetta var 4 km braut. Við mættum klukkan níu á morgnana og hjóluðum til fjögur með kennara en bæði á undan og eftir var líkamsrækt.“ Það hefur nú ekki verið neitt mál fyrir Nínu en hún er margfaldur Íslandsmeistari í handknattleik. „Ég sá það í þessum þjálfunarbúðum að ég var alveg á pari við þær sem voru hálfatvinnumenn.

    Mig langar því mikið að reyna mig í keppnum erlendis en það kostar fé og ég verð því að leita eftir styrkjum. Þetta eru yfirleitt ekki kynjaskiptar keppnir, það keppa konur og karlar saman á jafnræðisgrundvelli, þetta er bara spurning um hversu góður ökumaður þú ert. Ég er núna um páskana að fara til Almeria á Spáni og keppa í fyrsta sinn, þar eru aðallega Bretar og Hollendingar í keppninni, og hlakka til að sjá hvar ég stend. Ég stefni ekki á atvinnumennsku, en ég veit ég get bætt mig helling og stefni á að keppa oftar en einu sinni áður en ég verð of gömul. Ég veit að ég á talsvert inni og vona að ég geti sagt barnabörnunum mínum frá ferlinum þegar þar að kemur,“ segir hún og brosir.
   Hún viðurkennir að kappakstursumhverfið sé almennt ekkert sérlega kvenvænt. „Það eru tiltölulega fáar konur að hjóla á svona keppnisbrautum, þar er alltaf talað um allt í karlkyni og karlmenn eiga það til ýmist að verða mjög fúlir eða hissa þegar þeir sjá að stelpa stakk þá af.“ Hún segir samt að almennt hafi konum sem keyra mótorhjól fjölgað mjög. „Þær eru farnar að stunda þetta sport, oft með makanum. Hjón njóta þess að fara út að hjóla saman.“
   Ertu áhættufíkill? „Nei, þetta er allt undir góðri stjórn,“ segir hún Nína, sem þeysist hratt um á mótorfák. 


Morgunblaðið 16.3.2014
Unnur H. Jóhannsdóttir
uhj@simnet.is

29.12.20

Æili sé gaman að vera lögga ? (1990)

 


Tæplega tvö þúsund manns heimsóttu lögregluna á Akureyri á lögregludeginum sem haldinn var á sunnudag. 

Þrjátíu starfandi lögreglumenn tóku á móti forvitnum gestum og fræddu þá um starfsemina, en tækjabúnaður lögreglunnar var til sýnis í sérstöku tjaldi við stöðina. Þeir lögreglumenn sem ekki voru á vakt gáfu vinnu sína. Öll börn sem þess óskuðu fengu að bregða sér á bak mótorhjóli lögreglunnar þar sem tekin var af þeim mynd, en lögreglumaðurinn sem annaðist myndatökuna stóð í ströngu; tók alls um fjögur hundruð myndir. Þá fengu börnin einnig lögreglumerki sem þau nældu í barminn.

Morgunblaðið 16 okt 1990

23.12.20

Jólkveðja frá Sniglunum

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, óskar bifhjóla-landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þessi fjórða mynd herferðarinnar er Auðunn Pálsson, framkvæmdarstjóri.
Hans skilaboð eru; Ég sé þig, sérð þú mig? , sem eru tvíbent því við sjáum kannski ekki jólasveininn, en hann sér okkur 🙂
Með jólahjólakveðju
Sniglar

22.12.20

Nýtt fyrirtæki í bænum (Akureyri)

 Oft verða hugmyndir af veruleika og það sýndu félagarnir Trausti og Valur í haust er þeir stofuðu fyrirtækið www.sorptunna.is


Báðir eru þeir áhugasamir mótorhjólamenn  (Tíufélagar) og var viðtal við Val í föstudagsþættinum á N4 á dögunum.

Flott gert strákar.


19.12.20

Á Hondu C90 yfir Kanada um hávetur í 20-30 stiga frosti.

Að fara á mótorhjóli yfir Kanada þykir kannski ekki tiltökumál, en að gera það um miðjan vetur í miklu frosti búa í tjaldi og undir miklu áreiti frá Lögreglunni það er annað mál :) 

Þetta gerðu Ed og Rachel á C90 Hondunum sínum og lentu þau meðal annars í því að þau máttu ekki keyra í gegnum Quebec af því að þau voru á nagladekkjum ...

Fyrri Hluti 

Seinni hluti

Umferða átak Snigla 2020

 

13.12.20

1250cc á ísnum fyrir sunnan

 1250 cc Mótorhjól á ísdekkjum er örugglega upplifun út af fyrir sig.

Förum nokkra hringi með Ólafur Arnar Hjartarson Nielsen sem prufaði þetta á dögunum ásamt föður sínum Hjörtur L Jónsson.

4.12.20

Norðlensk Hjólamenning.

Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
(Jæja Sniglafréttir á pappír eru komnar út og þá hlýt ég að geta birt greinina sem ég skrifaði í málgangnið).


Hvar hittast hjólamenn á Akureyri:
 Olís og Ráðhústorg. Eru yfirleitt söfnunarstaðirnir.

Á Akureyri voru mótorhjólin komin af stað um leið og fystu snjóa leysti.
Vorið var reyndar í svalari kantinum eftir snjóþungan vetur, en hjólarar margir hverjir létu sig samt hafa það og óku á þurru malbiki milli snjóruðninga lengi fram á vorið.
Covid setti einnig svip sinn á vorið en það virtist ekki há hjólamönnum mikið þeir héldu bara tveggja metrareglunni að mestu og hjóluðu milli kaffihúsa og sveitarfélaga í góðviðrisdögum í sumar.


1. mai hópkeyrsla 

Var plönuð á Akureyri af Tíunni eins og alltaf en út af Covid varð að fella hana niður. Í staðinn var bara farið út að hjóla helgina eftir og fór góður hópur í frábæra dagsferð austur fyrir heiði til Húsavíkur og um innsveitir Aðaldals.

Svo þegar róaðist um í Covid-ástandinumí sumar þá auglýsti Tían hópkeyrslu og fór hún fram 13 júní.
Hún var vel heppnuð, frábært veður og mikið af hjólum allstaðar af landinu.
Okkur fannst reyndar frekar dræm mæting heimamanna að þessu sinni. En túrinn var þrælskemmtilegur.
Tekinn var útsýnistúr um Akureyri og vakti það talsverða athygli bæjarbúa að sjá glæsta fylkingu mótorhjóla fara um bæinn.
Síðan var lengri leiðin í Lundskóg í Fnjóskadal tekin um Víkurskarð og svolgrað í sig veitingum þar, og þaðan var farið í gegnum Vaðlaheiðargöng og á Mótorhjólasafnið þar sem flestir löbbuðu hring þar inni.
Einhver hluti hópsins ætlaði svo að næra sig á Greifanum um kvöldið en daginn eftir var fjölskyldugrillhittingur hjólamanna og fjölskyldna þeirra í Kjarnaskógi í boði Tíunnar, og þar gátu aðkomuhjólarar kýlt í belginn áður en þeir keyrðu heim á leið eftir skemmtilega helgi.Samstöðufundur við vegagerðina í lok júní.

Eftir hryllilegt mótorhjólaslys á Kjalarnesi skammt frá Hvalfjarðargöngunum þar sem tveir mótorhjólmenn létust og þótti sannað að að ástæðan væri sleipur nýlagður vegkafli, þá tóku mótorhjólamenn hér norðanlands að sjálfsögðu þátt í samstöðufundi með Sniglunum og heimsóttum höfuðstöðvar Vegagerðarinnar á Akureyri á sama tíma og mótorhjólamenn fyrir sunnan heimsóttu vegagerðina fyrir sunnan. Um 30 hjól mættu þar og mótmæltu með reyndar frekar stuttum fyrirvara.

Landsmót 

Spennan varðandi landsmót var gríðarleg þar sem ekki var vitað hvort við ættum halda mótið.

En það kom svo í ljós að það mátti og var landsmótið haldið að Laugarbakka í Miðfirði (rétt hjá Hvammstanga) og var þetta hin besta skemmtun.Að segja frá landsmóti í stuttu máli er ekki hægt ,,,,
Nema bara segja Þetta var geðveikt gott mót og það er vitað að norðanmenn halda líka næsta mót í Húnaveri.


Hjóladagar Tíunnar eru stærsti viðburður hjólmanna á Akureyri


Það var sannarlega glaumur og gleði þessa helgina hjá okkur á Hjóladögum Tíunnar.

Dagskráin riðlaðist aðeins hjá okkur vegna veðurfarsins, en við slepptum spyrnunni upp á braut út af því, en við héldum Bjórkvöld um kvöldið á Mótorhjólasafninu með lifandi tónlist þar sem Trausti og Baldur héldu uppi fjörinu. Stóð gleðin fram á nótt og var mjög gaman.

Upp úr hádeginu á laugardeginum hafði stytt upp rigningunni og safnaðist í hópkeyrslu á Ráðhústogi. Ekinn var skemmtilegur hringur um bæinn og inn fjörðinn sem endaði svo á Mótorhjólasafninu, þar sem snæddir voru hamborgarar öllum að kostnaðarlausu og var þar einnig hoppukastali fyrir börnin.

Um kvöldið var svo slegið upp þvílíkri veislu í Sal Náttúrulæknigafélagsins þar sem hjólafólk víða að, þó mest heimamenn, skemmtu sér með mat og drykk fram á nótt.

Sérstakar þakkir til Sigríður Dagnýar, Formanns Tíunnar. Gunna , Þau svo sannarlega láta hlutina gerast.

Svo auðvitað Trausti og Baldur sem sáu um spilamensku bæði kvöldin þið stóðuð ykkur frábærlega.
Rúnar Eff tók nokkur lög, og Villi Vandræðaskáldi kom með sitt skemmtiatriði og ætlaði þakið að rifna af húsinu þvílík var skemmtunin hjá honum.

Pokerrun


Síðastliðin 3 ár hefur Tían haldið Pokerrun í ágúst.

Í ár var Pokerrun 3ja árið í röð hjá Tíunni og var það nokkuð vel heppnað.
Fyrstu tvö árin var þetta alvöru hjólatúr, 300km eða svo en í ár var ákveðið að stytta túrinn aðeins og var hann aðeins 160km rúntur.

Þátttakendur drógu spil í hverju stoppi til að mynda pókerhönd í lok ferðarinnar, og átti Sigurður Traustason á Suzuki GXSR 750 bestu spilin þegar uppi var staðið, en hann fékk röð frá ási og niður.
Hann sjálfur kunni ekkert í póker svo þetta kom honum virkilega á óvart þegar niðurstaðan kom í ljós. (Pókerkunnátta er ekki nauðsynleg í Pókerrun).
Fékk hann glæsilegan bikar og í honum var þáttökugjöld allra sem tóku þátt í pókerruninu en þeir sem lentu í öðru og þriðja sæti fengu líka verðlaun í sárabætur frá Bike Cave í Reykjavík.


Lokaorð:

Við lifum á undarlegum tímum, Covidfaraldur heldur heimsbyggðinni í hálfgerði gíslingu, en samt náðum við að halda viðburði sumarsins.
Við vorum heppinn að geta haldið Landsmót og ekki var það verra að það heppnaðist svona gríðalega vel. Reyndar heppnaðist það svo vel að við munum halda næsta landsmót líka 2021 og það í mekku okkar hjólamanna "Húnaveri" . Svo neglið niður fyrstu helgina í júlí, því þið þurfið að mæta á Landmót Bifhjólamanna á næsta ári. en eins og þið vitið þá byrjaði landsmót sem Landsmót Snigla og eiga þeir alltaf Landsmót í okkar hjörtum.

Viðburðir Tíunnar Bifhjólaklúbbs Norðuramts eru allir auglýstir á heimssíðu klúbbsins www.tian.is og erum við einnig á Facebook, Instagram og Twitter.

Kv. Víðir #527

1.12.20

Mótorhjólaferð um Suður-Afríku

 


Þegar ljóst varð í byrjun vetrar að okkar feðgum, Grími Axelsysni og Axel Eiríkssini, ásamt félögum í BMW- mótorhjólaklúbbi Íslands, stóð til boða að taka þátt í þaulskipulagðri mótorhjólaferð um Suður-Afríku með þýsku vinafélagi okkar var bara eitt svar-- við látum okkur ekki vanta.

Mikill undirbúningur liggur að baki slíkri ferð, bæði varðandi leyfi, útbúnað, alla tilhögun ferðarinnar og gistingu. Menn eru sammála um að maður þarf að vera í góð formi líkmalega. Einnig þarf að gæta þess að fá sprautur við hinum ýmsu framandi sjúkdómum og að tryggingar séu í lagi svo fátt eitt sé nefnt og allt þarf þetta að gerast tímanlega.

Ekki má gleyna að sækja um og hafa meðferðis alþjóðlegt ökuskírteini sem Félag íslenskra bifreiðaeiganda sér um útgáfu á með sinni alkunnu lipurð og þjónustulund. Við Íslendingarnir héldum nokkra undirbúningsfundi. Á þeim stilltum við saman strengi, útdeildum verkum, fórum yfir öryggisatriði, tryggingamál og hvað hver og einn ætti að taka með af hinu og þessu sem er mikilvægt að hafa með í ferðalag sem þetta og þegar ýmislegt getur farið úrskeiðis.

Sjö glaðir meðlimir úr BMW-mótorhjólaklúbbi Íslands mættu í Leifstöð að morgni dags þann 20.febrúar síðastliðinn. Flogið var til London og þaðan í 14 klukkustundir í beinu næturflugi til Höfðaborgar.
Á flugvellinum í Höfðaborg biðu hermenn okkar farþegana með hitamæla að vopni til að fyrirbyggja að Covid-19 snit væru að berast til landsins. Allir sluppu í gegn með eðlilegan líkamshita og því gaf fátt hindrað ævintýrið sem var að hefjast.

Þátttakendur voru alls 32 á BMW-mótorhjólum, ásamt tveimur Suður afrískum fararstjórum á mótorhjólum og trússbíll sem flutti birgðir af vatni, varahlutum sjúkragræjum og auka mótorhjól. Hjólin voru ný eða mjög nýleg og flest af