18.5.19

Skoðunardagurinn í dag

Viðburðir

Viðburðadagatal Tíunnar er hér til hliðar ef einhver er ekki búinn að átta sig á því.

Vinstra megin þar stendur "Dagatal" og undir "Framundan hjá Tíunni" með ljósmynd af frægum leikara á mótorhjóli.... Athugið þetta sést ekki í farsímaútgáfu vefsins en í flettilistanum er hægt að finna dagatalið.

16.5.19

Glæsilegar framkvæmdir við safnið

Styrkur til mótorhjólasafnsins


Tían Bifhjolaklúbbur Norðuramst
Í dag 16.maí færði formaður
Bifhjólaklúbbs Norðuramts Tían 
Sigríður Dagný Þrastardóttir.

Mótorhjólasafni Ísland Styrk upp á 70.000 kr sem var afrakstur af kaffisölu Tíunnar eftir
1. maí Hópkeyrsluna um daginn.

Kærar þakkir fyrir þáttökuna og fyrir góðann dag.



15.5.19

Minningarferð á Afmæli Heidda

Á miðvikudaginn 15 mai ætlum við í Tíunni að hittast á Torginu og hjóla upp í Kirkjugarð og leggja blóm á leiði Heiðars Þ.Jóhannssonar #10.
Á eftir er kjörið að taka góðann hjóltúr eithhvað....

7.5.19

Ryðgað gamalt mótorhjól talið 10 milljóna virði

Búist er við að um 10 milljónir króna fáist fyrir rúmlega aldargamalt ryðgað mótorhjól þegar það verðu selt á uppboði í Las Vegas um næstu helgi.

Um er að ræða Indian Camelback mótorhjól árgerð 1906 en þetta var eitt af fyrstu mótorhjólunum sem smíðuð voru í heiminum. Það er með einsstrokka bensínvél sem skilaði af sér rúmlega tveimur hestöflum.

Aðeins tæplega 1.700 hjól af þessari tegund voru smíðuð á sínum tíma og þetta eintak er eitt örfárra sem enn eru til.

Mótorhjólið var í eigu du Pont fjölskyldunnar sem keypti framleiðslufyrirtæki þess, Indian Motorcycle Manufactoring Company á sínum tíma. Það var síðast keyrt á áttunda áratugnum. Fyrirtækið varð hinsvegar gjaldþrota árið 1953 eftir mikla samkeppni við Harley Davidson.

Sem fyrr segir er mótorhjólið ryðgað og alls ekki í toppstandi. Slíkt er þó talið auka verðmæti þess og ósennilegt er talið að nýr eigandi þess muni gera það upp þar sem slíkt myndi lækka það í verði.
Visir.is 10. janúar 2012 

5.5.19

Á Heiðarlegum degi Tíunnar ætlum við að hjóla frá Akureyri til Borgarnes á Raftasýningu


Heiðarlegur Dagur er hugsaður þannig ...
Að vera með einhvern viðburð þar sem við
gerum eitthvað hjólatengt sem
við teljum að Heidda hefði líkað vel.
Heiddi hefði orðið 65 ára núna 15 maí.

Hleiðólfs fák ek hrindi á dröfn,
úr hreysum sagna láða.
Hvar hann tekur á hauðri höfn,
bifhjólið mun því ráða.

(úr minningargrein)https://www.facebook.com/events/2160378534016075/

Ferðinni var aflýst vegna Veðurs

1.5.19

1.Maí. Hópakstur og Mótorhjólasafnið

Frá Ráðhústorgi í morgun.
Eins og svo oft áður þá hélt Tían hópakstur mótorhjólafólks á Akureyri þann fyrsta maí.

Þurrt og svalt var veðrið á Akureyri í dag sem voru viss vonbrigði eftir dandalaveðurblíðu undanfarnar vikur á Akureyri.

Tían var búin að undirbúa keyrsluna og fá lögregluna í lið með sér varðandi að loka gatnamótum en nokkrir auka aðilar sáu um að blokka umferð þar sem upp á vantaði sem og nokkrir úr hópkeyrslunni.

Í stuttu máli gekk hópkeyrslan mjög vel hún lagði upp frá Ráðhustorgi , ekinn var góður 12 km hringur um bæinn og endaði hún inn á Mótorhjólasafni þar sem stjórn Tíunnar tók á móti öllum með kaffi ,bakkelsi, vöfflum og rjóma og heitri kjúklingasúpu á vægu galdi.

Allir gátur skoðað safnið og fyllt magann um leið og heyrðist okkur að allir væru mjög ánægðir með framtakið.

Við í Tíunni viljum þakka fyrir þátttökuna og þakka um leið Lögreglunni á Akureyri fyrir veitta hjálp sem auðvitað er ómetanleg.

Næst á dagskrá hjá Tíunni er svo Heiðarlegur Dagur þann 11. maí...   Hópferð í Borgarnes á Mótorhjóla og Fornbílasýningu Rafta.   

Vaðlaheiðargöngin

Notið hitans í Göngunum
Vaðlaheiðargöng

Göngin hér í Vaðlaheiðinni er mikil samgöngubót og kemur einnig að góðum notum fyrir mótorhjólafólk á köldum dögum.
Hitastigið inn í göngunum er nefnilega á kafla í göngunum vel yfir 23 stig, og þykir okkur hjólamönnum alveg dásamlegt á köldum dögum að renna inn í göngin og ylja okkur í einu af mörgum útskotum sem eru í göngunum.
Myndir : Hjörtur Gíslasson

Við heiðrum Hilmar Lúthersson í dag