Tían Bifhjólaklúbbur Norðurams

Myndin mín
Akureyri, Iceland
í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts var stofnaður til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson Snigils nr 10 sem lést í Bifhjólaslysi í júlí 2006 Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

31.7.18

Aflsúpa á Laugardaginn Til styrktar Aflinu


Allir eru velkomnir í Aflsúpu til hennar Köllu á Laugardaginn kl 19 Ránargata 17. AkureyriFrjáls Framlög til styrktar Aflinu en markmið samtakanna er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ásamt öðru ofbeldi.

Látum sjá okkur og látum gott af okkur leiða ,,, og fyllum magann af dýrindis súpu.


Skyldumæting allir hjólarar ;)

24.7.18

Verslunarmannahelgin á Akureyri dagana 2-6. ágúst 2018 #versloAK


Tían Vélhjólaklúbbur Norðuramts tekur virkann þátt í bæjarhátíðinni Ein með öllu um verslunarmannahelgina 


Við verðum með Hópakstur á Föstudagskvöldinu
Frá Miðbænum sem endar í Göngugötunni, og hefst keyrslan kl 20:00
Allir velkomnir.


Mótorhjolamenn hittast á ráðhústorgi og taka hring um bæinn.
Svo þegar við komum i bæinn og röðum hjólunum í göngugötuna....

Þenjum hjólin og drepum á samtímis. 

Þá byrjar tónlist a sviðinu þannig að hjólafolk startar tónleikunum.

19.7.18

Dj Grill 10% afsláttur fyrir Tíufélaga


Þeir hjá Dj-Grill á Akureyri voru ánægðir með Hjóladaga og Hamborgarana sem voru gerðir fyrir helgina að það er enn hægt að fá Race borgara og Hippa borgara hjá þeim. 


En þeir ætla líka að bjóða öllum sem bera merki Klúbbsins þ.e. Tíumerki 10% afslátt hjá þeim.


Takk DJ-Gril

18.7.18

Umfjöllun um Tíuna , Hjóladaga og Mótorhjólasafnið á N4

Í þættinum Mótorhaus er skemmtileg viðtöl við formann Tíunnar Sigríði Dagný um hjóladaga og Bifhjólaklúbb Norðuramst Tían,  ásamt því að Mótorhjólasafnið er skoðað í fylgd Halla Vilhjálms

Endilega kíkið á N4 og horfið á Mótorhaus.
https://www.facebook.com/motorhaustv/videos/2027532157561878/

https://www.n4.is/

17.7.18

Æðislegir Hjóladagar um helgina


Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts

Þakkar gestum Hjóladaga kærlega fyrir frábæra Hjóladaga.


Við byrjuðum helgina á Mótormessu og Vöfflukaffi í Glerárkirkju,

Þrautabrautin var býsna snúin
og skemmtileg
Grilluðum svo á Mótorhjólasafninu um kvöldið í 60 manna grillveilslu og partý fram á nótt.
Í  Snigli 

Á laugadeginum  byrjuðum við daginn á því að mæta á Ráðhústorgið og fá okkur hádegisverð á DJ grill
Race og Hippaburger.


Svo kl 13:30 var hópakstur sem B.A.C.A sá um og voru allavega 35 hjól í þeirri keyrslu sem endaði svo niður á Mótorhjólasafni.

kl 14 var Götuspyrna hjá Bílaklúbbnum

Á Mótorhjólasafninu var Njáll Gunnlaugson formaður Snigla búinn að setja upp þrautabraut og var með æfingahjól þar sem allir máttu spreyta sig á brautinni... 
Dimma frábær á Græna
Kærar þakki Njáll fyrir þennan viðburð.
Stelpurnar tóku fullan þátt í sniglinu.

Á eftir það voru Landsmótsleikar þar sem keppt var meðal annars í mótorkasti , Teigjutogi og skíðagöngu...
en hápúnkturinn var keppni í Snigli og í þetta sinn máttu allir sem vildu fá lánað hjól til að keppa á.
En eftir snarpa keppni þá sigraði Jói Rækja Sniglið og var þar með Snigill ársins.
Njáll Gunnlaugs setti hinsvegar nýtt íslandsmet í Snigli 1:54 sek  ( sjá myndband á Facebooksíðu Tíunnar )

Eftir leikana var svo skemmtilegt grillteiti hjá formanni Tíunnar  og eftir það fóru allir á stórtónleika á Græna Hattinum þar sem Dimma ( sem Tían pantaði sérstaklega fyrir þessa helgi) Spilaði geðveikt rokk fram á nótt....

Takk æðislega enn og aftur fyrir frábær helgi ,,, og er Formaður Tíunnar búinn að lofa stærri og flottari hjóladögum á næsta ári sem verða helgina 19-21 júlí 2019

Myndir á facebooksíðu Tíunnar

14.7.18

Laugardagurinn 14 júlí

Laugardagur
11:30  Miðbær
Tían hefur í Samstarfi við Dj Grill sem er í miðbænum á Akureyri komist að samkomulagi um að veita Hjóladagsgestum gott tilboð á Hamborgurum á Hjóladögum.
Aparólu burger
Racer burger
Chopper Burger

13:30 Hópkeyrsla B.A.C.A. frá  miðbæ allir velkomnir
14-16 Götuspyrna BA á Ba-svæðinu


15:30 Tíuleikar  frá-Landsmóti Bifhjólamanna .

Þrautabraut. Samhliða akstur á eins hjólum.
Við safnið
Keppt verður í m.a. í Snigli.   (Hægaksturkeppni. 
Og fl íþróttum rétt hjá Mótorhjólasafni Íslands. Norðan iðnaðarsafns19:00 Býður formaður Tíunnar til teitis þar sem áhugi á að fara út að borða var lítill.  Opið hús milli 19-21 Ásatún 24 

Grillið verður á staðnum og er hægt að taka með sér og grilla.

Svo skellum við okkur á Dimmu.


Við eigum  eftir um 20 miða á Tónleikana svo hver fer að vera síðastur  að tryggja sér miða...
Pantanir
tian@tian.is    Endilega Panta tímanlega

svo rölltum við yfir á Græna....

21:00 Dimma  á Græna Hattinum

Verið velkominn á Hjóladaga Akureyri

kv Tían

12.7.18

Hjóladagar 13-15 júlí. Dagskrá....


Bifhjólahelgi tileinkuð Bifhjólafólki.
DAGSKRÁ
Föstudagur
17:30 Mótormessa. Hjólað til messu "Glerárkirkja"
Sr. Stefanía G Steinsdóttir messar
Ólafur Sveinsson tjáir sig.
Vöfflukaffi á eftir messu

19:30 Hringakstur á svæði B.A.    Nánar um Hringaksturinn

Skráning :
 tian@tian.is                                         HRINGAKSTRI AFLÝST    v. ónóg þátttaka.


21:00 Grillkvöld og öl á kantinum inn á safni.

1500kr í grillið. Frítt fyrir greidda félagsmenn í Tíunni.
Posi á staðnum. Hægt að ganga í klúbbinn.Skráning í Hringaksturinn á Föstudagskvöld... kl 19AFLÝST
vegna ónógrar þáttöku....Þeir sem ætla að taka þátt í hringakstrinum á Hjóladögum  verða að skrá sig fyrir kl 17. Föstudag.
tian@tian.is
Hringakstur

Keppnissæfing á Hjóladögum Tíunnar 13 júlí 2018
Allir þáttakendur verða að sýna ýtrustu varkárni á æfingunni.

ATH þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á Ökutækjunum sínum og sjálfum sér.


Mæting 19:00. farið yfir útbúnað hjól og menn.


19:30-19:40  Hippar æfa sig í brautinni
19:40-19:50  Sport/Racehjól  æfa sig í brautinni
19:50-20:00   
Hippar æfa sig í brautinni
20:00-20:10  
Sport/Racehjól  æfa sig í brautinni


20:20- 21:00  Tímatökur.

Einn í einu fær að fara 3 hringi í brautinni. 

Tekin Heildartími 3 hringi frá standing start. 

ATH
Skraning í tölvupósti tian@tian.is
taka fram
Nafn. og Bifhjól.

Dagskrá getur breyst fyrirvaralaust.


10.7.18

Tían í Föstudagsþættinum á N4


Á Föstudaginn mun vera sýndur þáttur á N4 sem heitir því frumlega nafni Föstudagsþátturinn og eru gestir í þættinum einmitt fulltrúar frá Tían Bifhjólaklúbb Norðuramst.


Þar verður líklega talað um starfsemi klúbbsins, Landsmót og Hjóladaga.

Kíkjum á þáttinn á föstudaginn. 

9.7.18

Partý og Dimma á Hjóladögum

Á Laugardaginn 14 júlí þá vorum við að spá í bjóða upp á að fara út borða á Nanna Seafood í Hofi.

Býður formaður Tíunnar til teitis þar sem áhugi á að fara út að borða var lítill.  Opið hús milli 19-21 Ásatún 24

Grillið verður á staðnum og er hægt að taka með sér og grilla.

Svo skellum við okkur á Dimmu.


Við eigum  eftir um 20 miða á Tónleikana svo hver fer að vera síðastur  að tryggja sér miða...
Endilega Pantið í tian@tian.is
   sjá augýsingu um Hjóladaga.


  

5.7.18

LANDSMÓT ÍSLENSKRA BIFHÓLAMANNA Í NOREGI 2018 VERÐUR HALDIÐ HELGINA 20. TIL 22. JÚLÍ

Mynd frá Landsmóti í Noregi í fyrra

Nú er komið að því að halda landsmót i 5. skiptið...í Noregi


Að venju verður matur og mótorhjólaleikir, gítarglamur og söngur ásamt öðrum skemmtilegheitum. 


Að sjálfsögðu verða samlokur og gos til sölu á góðu verði þannig að munið eftir smápeningunum. (við erum ekki með kortamótakara)
Eins og venjulega er betra að skrá sig svo að það verði nægur matur fyrir alla.

Við erum ekki með áfengissölu svo þið verðið að taka með ykkur og það er stutt í næstu búð og ríkið.
Cc 500 kr Norskar. Innifalið er Heiddasúpa við komu á föstudegi, morgunmatur laugardag og sunnudag og grill á laugardagskvöldi.

Það er hægt að borga fyrirfram inn á reikning: 2610 27 47096 og MUNA að merkja greiðslu með nafni!!!


4.7.18

50000 þúsund heimsóknir og þar af 40000 á einu ári.


Já Heimasíðan www.tian.is hefur aldeilis tekið við sér eftir mikla deyfð síðustu ára.


Þegar vefstjórinn tók við þessari síðu fyrir sléttu ári síðan voru heimsóknirnar undir 10000 en umferðin um síðuna hefur aukist með hverjum mánuðinum og var síðasti mánuður með tæplega 9000 heimsóknir.

Sennilega activasta mótorhjólasíða landsins og er hún núna komin með yfir 50 þúsund heimsóknir.

3.7.18

Keppnisæfing á Hjóladögum

Hringakstur

Keppnissæfing á Hjóladögum Tíunnar 13 júlí 2018
Allir þáttakendur verða að sýna ýtrustu varkárni á æfingunni.

ATH þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á Ökutækjunum sínum og sjálfum sér.


Mæting 19:00. farið yfir útbúnað hjól og menn.

19:30-19:40  Hippar æfa sig í brautinni
19:40-19:50  Sport/Racehjól  æfa sig í brautinni
19:50-20:00   
Hippar æfa sig í brautinni
20:00-20:10  
Sport/Racehjól  æfa sig í brautinni
20:10-20:20  Hippar æfa sig í brautinni
20:20-20:30  Sport/Racehjól  æfa sig í brautinni

20:30- 21:30  Tímatökur.

Einn í einu fær að fara 3 hringi í brautinni. 

Tekin Heildartími 3 hringi frá standing start. 

ATH
Skraning í tölvupósti tian@tian.is
taka fram
Nafn. og Bifhjól.

Dagskrá getur breyst fyrirvaralaust.

Vel heppnað Landsmót Bifhjólamanna í KetilásiJá það var aldeilis gaman á Landsmóti Bifhjólamanna um helgina.

Landsmótsnefndin mætti á staðinn á miðvikudeginum og ætlaði að hafa það rólegt svona fyrir mótið, en það streymdi fólk að með hýsin sín og voru um 20 hýsi mætt á tjaldstæðið um kvöldið.
Grunaði okkur að þetta væri fyrirboði um gott mót sem varð raunin.

Á fimmtudeginum var mótið sett um kl 23 og spilaði trúbadorinn Ingvar Valgeirs fyrir okkur um kvöldið.
Víðir hrærir í Súpunni með kajakár

Föstudagurinn var einnig góður en þá var búin til rosalega góð kjötsúpa í stóra pottinum sem elduð var yfir opnum eldi. Og rétt áður en súpan var tilbúin þá mættu 50 Harley Davidson hjól beint úr  Norrænu og eyddu þeir helginni með okkur sem var æðislegt.
Og settu þeir heldur betur svip á mótið. 

Þetta var hópur sem var í Nordic run sem er ferðalag Harley Davidson eigenda um norðurlöndin.

Um kvöldið var svo stórskemmtilegur dansleikur með hljómsveitinni Swiss.

Laugardagur.
Hann ar frekar blautur laugardagurinn en veðurspá lofaði að stytta myndi upp um kvöldið.
Við héldum í vonina að það myndi stytta upp fyrr svo við gætum farið í Landsmótsleiki en svo varð ekki svo við slóum leikana af og héldum þessa fínu matarveislu inni í félagsheimilinu, þar sem yfir 200 manns voru í mat. Fljótlega eftir matinn fóru á svið Hljómsveitin Thai Boys og voru þeir með 40 mín rokkprógram sem var magnað. Eftir það byrjuðu Hvanndalsbræður að spila og var ball langt fram á nótt.

Sunnudagurinn
 Var svo bara þurr og sólin braust í gegn og hreinsuðum við svæðið gengum frá.

Ný Landsmótsnefnd gaf sig fram á Landsmótinu og ætlar húnað halda næsta landsmót í Borgarfirðinum nánar tiltekið í Brautartungu í Lundareykjadal í Borgarfirði. 4-7 júlí 2019


TAKIÐ EFTIR:

ÞAR SEM VIÐ NÁÐUM EKKI AÐ HALDA LEIKANA Á LANDSMÓTINU ÞÁ ÆTLUM VIÐ AÐ REYNA AÐ HALDA ÞÁ Á HJÓLADÖGUM Á AKUREYRI 13-15 JÚLÍ 


Sjáumst hress þar og sjáum m.a. keppt í Snigli.


Áhugavert