26.8.17

Skemmtilegt PokerRun


Vel heppnað Poker Run Tíunnar


Við mótorhjólasafnið.
Safnast var saman við Mótorhjólasafnið á Akureyri og skáðu sig til keppni 7 keppendur á 6 hjólum og borgaði hver 1500 kr þáttökugjald.
Við Orkuskálann á Húsavík
Dró hver og einn eitt spil úr spilastokk og var svo ekið áleiðis til Húsavíkur í smá rigningu sem hætti reyndar eftir að við komum yfir Víkurskarðið.

20.8.17

Vikan 21-27 ágúst POKER RUN

Aðeins einn viðburður verður þessa vikuna hjá okkur í Tíunni.

En það verður PokerRun á Laugardag

Þetta verður langkeyrslu pokerrun þar sem ekið verður yfir 200km til að safna þessum fimm pokerspilum


Mæting við Mótorhjólasafnið kl 13:00 á Laugardaginn 26 ágúst.
Þátttaka kostar 1500 kr  Fyrsta spilið verður afhent við safnið. og svo verður purrað á næsta áfangastað..

ATH vegleg verðlaun fyrir bestu pókerhöndina.

p.s  Endilega hakið ykkur í viðburðinn.


Tían komin með Twitter,,,

Tían er semsagt komin með Twitter

Og fyrir þá sem nota svoleiðis þá er slóðin hér

https://twitter.com/tianvkn




18.8.17

BMW klubbur um Vestfirði

Stór hópur manna úr mótorhjólaklúbbum BMW tók á rás snemma í gærmorgun og lagði af stað frá bensínstöð N1 vestur á firði. Þarna voru saman á ferð 25 félagar úr BMW klúbbnum og jafn margir úr þýskum systurklúbbi.
Þeirra fyrsti náttstaður fyrir vestan var á Tálknafirði þar sem þeir gistu í nótt. Halda svo áfram til Ísafjarðar í dag og til Norðurfjarðar á Ströndum á morgun þar sem leiðir skiljast, því Þjóðverjarnir fara hringinn umhverfis landið en Íslendingarnir suður.

„Trússbíll fylgir okkur og ferjar samkomutjald og fleira og verður það sett upp á gististöðum. Þetta er sennilega stærsta ferð mótorhjólamanna um Vestfirði sem farin hefur verið,“ sagði Guðmundur Björnsson læknir, einn leiðangursmanna, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.

bryndis@bb.is
www.bb.is/

17.8.17

Aukaaðalfundur vel heppnaður.

Í kvöld var haldinn aukaaðalfundur Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían.

Góð mæting var á fundinn.
Fráfarandi stjórn 2017 Hrefna og Jokka (vantar Palla og Hinrik).
Og mun ég telja fram það helsta sem þar fór fram.

Fyrsta mál á dagskrá voru lagabreytingartillögur.
Þar má fyrst nefna tillögu um að færa aðalfund tíunnar til 15 október. (næst 2018)  Var það samþykkt .
Næst var samþykkt að formaður yrði kosinn á aðalfundi.
Og að lokum var samþykkt að framboðsfrestur til stjórnar var felldur út.
 Og má bjóða sig fram á aðalfundinum. Var það samþykkt.
Fráfarandi Stjórn 2016-17
Súsanna,Sigurvin og Jónína.

Næst var það stjórnarkjör...   úr stjórn fóru Jokka. Hrefna, Palli og Hinrik.

Fram komu sex framboð og voru niðurstöður kostninganna þær að Arnar Kristjáns. Jói Rækja .Víðir Orri og Bjössi málari náðu kjöri.

Þar á eftir voru framboð til formanns Sigríður Dagný ritari óskaði eftir formannsætinu og varð það niðurstaðan með  26 atkvæðum gegn 1


Fráfarandi stjórn og reyndar líka fráfarandi stjórn  frá síðasta aðalfundi voru svo leyst út með blómum .
Víðir#527







Lög Tíunnar


Lög Bifhjólasamtök Norðuramts Tían.

1. Nafn Klúbbsins
Nafn klúbbsins er Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts. Heimili og varnarþing klúbbsins er á Akureyri.
Tían er klúbbur áhugafólks um bifhjól af öllum gerðum.

2. Markmið félagsins.
*       Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi.
*       Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.

Nýtt tilboð fyrir Tíufélaga.

Rakarastofa Akureyrar Hafnarstræti 88


Bíður Tíufélugum upp á 10% afslátt af vörum sínum.

Sjá meira á tiboðsíðunni okkar á Facebook.

55 BMW mótorhjól um Vestfirðina


BMW mótorhjólaklúbburinn á Íslandi er félagsskapur fólks sem ekur um á BMW mótorhjólum.
Klúbburinn var stofnaður þann 14. júní 2007 og fagnaði því 10 ára afmæli á þessu ári. Haldin var vegleg afmælisgrillveisla á Þingvöllum í sumar þar sem klúbbmeðlimir ásamt fjölskyldum komu saman og héldu upp á árin tíu. Í klúbbnum eru rétt tæplega 100 félagar sem allir eiga það sameiginlegt að eiga BMW mótorhjól og hafa mikinn áhuga á ferðalögum á mótorhjólum.
BMW mótorhjól eru talin henta vel til ferðalaga og eru sniðin að þörfum ferðalangsins. Þess vegna hefur verið lögð rík áhersla á ferðamennsku innan BMW mótorhjólaklúbbsins.

Ætla að skoða helstu náttúrugersemar Vestfjarða 

Á vegum klúbbsins eru farnar nokkrar skipulagðar ferðir á ári hverju, bæði í formi dagsferða um landið en einnig lengri ferðir þar sem gist er í tjöldum eða á gistiheimilum. Einnig hafa verið skipulagðar nokkrar utanlandsferðir á vegum klúbbsins.
Á afmælisárinu vill svo skemmtilega til að um 25 félagar úr þýska BMW GS Club International ætla
að koma með hjólin sín til Íslands og ferðast um landið í 2 vikur. Þeir munu slást í för með íslenska BMW mótorhjólaklúbbnum í fjögurra daga ferð um Vestfirði þar sem skoðaðar verða helstu náttúrugersemar Vestfjarða, allt frá Látrabjargi og alla leið norður á Strandir þar sem endað verður á heljarinnar kjötsúpuveislu og bryggjuballi að hætti Strandamanna. Um 30 meðlimir íslenska BMW
klúbbsins hafa boðað þátttöku sína í ferðina svo að þessi ferð verður stærsta hópferð BMW mótorhjólaklúbbsins fyrr og síðar, eða um 55 hjól.

Fréttablaðið
17.8.2017

15.8.17

Tíuferð 15 ágúst

Nokkur hjól skelltu sér í skipulagða Tíuferð í kvöld en samkvæmt plani var áætlað að fara í Vaglaskóg en í framhaldi af því þar sem allt er lokað í Vaglaskógi þá var haldið áfram í Dalakofann við Lauga í Reykjadal og fengu menn sér pizzu og aðrar veitingar.
Svo var aftur rennt í bæinn og var orðið dimmt er félagarnir komu niður á torg.  Rúmlega kl 23:00

Þrælskemmtileg ferð.. smábleyta en ekkert sem góðir gallar þola ekki.

13.8.17

Næstu dagar, vikan 14-20 ágúst.

Á þriðjudag 15.ágúst Vaglaskógsferð..  mæting við olís 19:30.

Á fimmtudag.17.ágúst Auka-Aðalfundur Tíunar ,,, Stjórnarskipti ,,, Framboð og fl.

Á Laugardag 19 ágúst. Poker-run  FRESTAÐ UM VIKU til 26. águst





10.8.17

Aukaaðalfundur Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

Auka Aðalfundur Tíunnar


Þann 17.águst verður auka Aðalfundur Tíunnar haldin í Mótorhjólasafninu 2.hæð kl 20:00

Vegna sérstakra aðstæðna þá hefur stjórn tíunnar ákveðið að halda Auka Aðalfund.

Dagskrá fundar skal vera nokkurn veginn eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning nefnda.
8. Önnur mál....

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.  





Stjórnin.

9.8.17

Góðann Daginn

HJÓLAFÉLAGAR OG TÍUMEÐLIMIR
www.tian.is
Náði loksins að ná tökum á heimasíðunni sem hefur legið dáin í rúm 2 ár .
svo það er best að byrja aftur.
kv Víðir #527

1.8.17

Siglóferð Tíunar

Nokkrir hressir hjólamenn renndu á Siglufjörð kl 19:30 í eina af skipulögðu hjólaferðum Tíunar sem eru nokkra þriðjudaga á sumri..
Sjá Dagskrá.

2. viðburðir í dag á Akureyri

Í dag eru tveir viðburðir fyrir hjólafólk á akureyri.
TÍAN verður með Siglufjarðarferð þar sem safnast verður saman við Olís kl 19:30 og lagt í hann kl 20.

Hins vegar verður opin æfing á hringbraut upp á Ba svæði þar sem fínt verður að æfa beyjur.
Víðir Orri er með viðburðinn og eru allir velkomnir . Og byrjar c.a 20:30