21.5.15

Setti flugvélamótor í mótorhjól


Af hverju ekki að setja 9 strokka stjörnu­mótor úr flug­vél í mótor­hjól?
Þjóðverj­inn Frank Ohle gat greini­lega ekki svarað þeirri spurn­ingu, því það er ná­kvæm­lega það sem hann gerði.

 Mótor­inn sem varð fyr­ir val­inu heit­ir Rotec R3600, er 3,6 lítra og skil­ar 150 hest­öfl­um. Það ætti að duga hvaða mótor­hjóli sem er, í það minnsta fyrst það dug­ar í flug­vél.

Hjólið hans Ohle er sér­smíðað og heit­ir „M ... von Richt­hofen“ og verður að telj­ast lík­legt að hann sé að vísa í Man­fred von Richt­hofen, bet­ur þekkt­an sem Rauði barón­inn.

Í frétt Jal­opnik kem­ur fram að Ohle hafi verið eitt og hálft ár að klára hjólið, sem er með lít­illi flug­véla­skrúfu fremst á hreyfl­in­um, til skrauts.
Þrátt fyr­ir að mótor­inn sé ætlaður til hálofta­ferða er helsta áhyggju­efni Ohle lík­lega að reka hann hvergi niður, því veg­hæð er ekki bein­lín­is sterka hlið þessa hjóls.
https://www.mbl.is//
2013/05/15/

19.5.15

Ný stjórn Tíunnar 2015

Ný stjórn tíunar tók við eftir Aðalfundinn.


2015
Ragnhildur Hjartard.
Birgir Eiríksson
Rut M. Unnarsd.
Elísa R. Guðmundsd.
Óðinn S. Björnsson
Hrefna Björnsd.
Sigríður Sveinsd.

11.5.15

Vantar aðstoð á safni 13. og 14. maí 2015

Jæja gott fólk


Nú vantar okkur aðstoð á Mótorhjólasafni Íslands á miðvikudag og fimmtudag, reiknum með að byrja seinnipart á miðvikudag og vinna fram á kvöld og mæta síðan eldhress á fimmtudag kl 10-16.

Það þarf að gera safnið klárt fyrir opnunarhátíð á laugardag, þrífa hjól og gólf ofl..

Skorum á alla að mæta og grípa með sér tuskur og fötur.


KOMA SVO!!!

1.5.15

1 mai 2015

Hér er myndband frá fyrsta maí hópkeyrslunni sem fór fram í Reykjavík í blíðaskapaveðri. 


1. maí hópkeyrslu á Akureyri aflýst

Jæja gott fólk. Það er búið að fara og taka út leiðina, skoða veðurspá, horfa á snjókornin svífa til jarðar og fylgjast með hitastiginu falla um 3° á 10 mínútum. Götur eru mjög blautar og því hætta á ísingu þannig að því miður verðum við að aflýsa hópakstri í ár.


Stjórn

1 mai 2015

Hópkeyrsla Bifhjólamanna 2015 tekið upp af sjónvarpstöðinni Hringbraut
Viðtöl við Njál Gunnlaugsson og Hilmar Lúthersson , og fleiri