19.4.05

Ættarmót mótorhjólamannsins


Það var árið 1905, 19. júní nánar tiltekið, að maður að nafni Þorkell Clemenz flutti fyrsta mótorhjólið til íslands. Af því tilefni ætla bifhjólamenn landsins að koma saman í Skagafirði um þjóðhátíðarhelgina og fagna þessum merka áfanga. Mótorhjólaæði hefur gripið um sig á Sauðárkróki.

Það eru fjórtán mótorhjólasamtök sem koma að hátíðinni í samstarfi við Vélhjólaklúbb Skagafjarðar. Heilmikið stendur til, eins og gefur að skilja, og eru það tveir stórir atburðir sem vekja hyað mesta athygli. Sá fyrri er sameiginleg hópkeyrsla frá Varmahlíð til Sauðárkróks að kvöldi 16. júní sem  markar upphaf hátíðarinnar. Hinn seinni er svo á lokadeginum, er afhjúpaður verður minnisvarði um þá sem látist hafa í bifhjólaslysum.
Maðurinn á bak við hátíðina er Hjörtur L. Jónsson. Hann fékk hugdettu um að hrinda slíkri hátíð í framkvæmd og lét bara verða af því að eigin sögn. „Ég fæ stundum brjálaðar hugmyndir og ef þær eru nógu brjálaðar reyni ég að framkvæma þær.
Þannig byrjaði Enduro-ið á íslandi og þannig byrjaði Mótorhjólakvartmílan árið 1989," segir Hjörtur en keppnirnar sem hann vísar til eru vel þekktar innan torfæruhjólaheimsins.

Mótorhjólinu til heiðurs

„Hugmyndin var upphaflega sú að koma saman á einhverju tjaldsvæðinu og halda upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Íslandi," segir Hjörtur. „En til þess að allir geti fengið eitthvað fyrir sinn snúð eru líka alls kyns atburðir á dagskrá, bæði fyrir götuhjól og torfæruhjól. Vélhjólafélag Skagafjarðar ætlar að halda utan um aksturskeppnirnar sem verða aðallega fyrir torfæruhjólin." Hjörtur ítrekar að þær keppnisgreinar sem keppt er í séu ekki hluti af þeim greinum sem keppt er í til íslandsmeistara yfir allt sumarið. „Þetta er eingöngu til gamans gert og mótorhjólinu til heiðurs. Hátíðin hefur verið kölluð ættarmót mótorhjólamannsins og er því aðaláherslan lögð á samveru og skemmtun."
Hjálmar segir að hátíðin sé fjölskylduhátíð. „Það verður engin kvölddagskrá skipulögð enda kemur slík dagskrá, svo sem böll og tónleikar, sterk inn hjá landsmótí Sniglanna sem er haldin hálfum mánuði síðar. Við leggjum allt upp úr því að hafa hátíðina eins fjölskylduvæna og hægt er. Það er svo þegjandi samkomulag meðal allra bifhjólaklúbba að þeir eru ekki með neina dagskrá hjá sér þessa helgi."

Mótorhjólaæði á Sauðárkróki

Fjölmargir klúbbar eru starfræktir um landið allt en þeir þekktustu eru Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) og Sniglarnir. En þó svo að klúbbarnir séu margir eru félagsmennirnir nánast.  undanteknfngarlaust í fleiri en einum klúbbi. „Einn sem ég talaði við um daginn sagðist vera í sjö klúbbum. Við búumst þó við þónokkrum fjölda, aldrei færri en 500, en ef gestirnir verða mikið fleiri en tvö þúsund lendum við sjálfsagt í vandræðum," segir Hjörtur sem sjálfur er meðlimur í  Sniglunum.  Hátíðin verður á Sauðárkróki eins og fyrr segir og eru heimamenn þar í skýjunum yfir að fá mótorhjólamenn landsins í heimsókn til sín. Segja má að háffgert mótorhjólaæði hafi gripið
um sig en bæði sveitarstjórinn og formaður bæjarstjómar hafa fest kaup á mótorhjóli í tílefni hátíðarinnar. „Jú, sveitarstjórinn okkar, Ársæll Guðmundsson, lét gamlan draum rætast og fékk sér mótorhjól," segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri í Ráðhúsinu á Sauðárkrókí. „Við héldum tvö glæsileg landsmót ungmennafélaganna í fyrra og sýndum þá að við getum tekið á mótí þónokkrum  fjölda af fjölskyldufólki og haldið hér glæsilega hátíð. Vonandi verður þetta í þeim anda. Svo er vonandi að við náum að rugla saman reitum okkar í kringum þjóðhátíðarhöld okkar."

Nóg að gera 

„Dagskráin er nokkurn veginn klár," segir Hjörtur. „Það eina sem er enn í vinnslu er gerð minnisvarðans. Búið er að hanna hann og menn eru tílbúnir að vinna nánast frítt en það vantar enn fjármagn tíl að kaupa efhið. Það vantar enn styrktaraðila tíl þess." Auk þess að dagskráin er smekkfull af torfærukeppnum og öðru slíku verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. Á  laugardeginum verður til að mynda heilmikil dagskrá á íþróttavellinum, til að mynda mótorhjólamannafótboltí. Reglurnar í þeirri íþrótt líkjast á engan hátt hefðbundnum  knattspyrnureglum. Tjaldsvæði verður boðið endurgjaldslaust fyrir mótsgesti í boði sveitarfélagsins.
eirikurst@dv.is
DagblaðiðVísir 19.04.2005 
*Tían breytti aðeins greininni frá frumgreininni Þar sem Nafn Hjartar L J. var ekki rétt skrifað inn í greinina.
en þar var hann skrifaður inn sem Hjálmar.

10.4.05

Tætt og tryllt á námskeiði

Ingi þór Tryggvason með nemendum sínum.

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar 

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar, gekkst fyrir námskeiði fyrir félagsmenn um síðustu helgi, þar sem kennari var Ingi Þór Tryggvason hjá MOTOXSKÓLANUM . Á námskeiðið mættu 12 vaskir strákar og höfðu af því bæði gagn og gaman. Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar var stofnaður í apríl S.l. og fer ört vaxandi en félagar eru 34 í dag. Stjórn klúbbsins hefur beitt sér fyrir því að félagsmenn fari eftir reglum um akstursleiðir á torfæruhjólum og hefur átt gott samstarf við lögreglu. Hins vegar er klúbbnum farið að vanta æfinga- og keppnissvæði og vonast til að fá úr því bætt sem fyrst. Eftir velheppnaða afmælishátíð vélhjólsins um þjóðhátíðarhelgina eru klúbbsmeðlimir bjartsýnir um framtíð Vélhjólaklúbbsins og vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn. Einnig er vert að nefna það að í Vélhjólaklúbbi Skagafiarðar eru einnig götuhjólaeigendur og klúbburinn beitir sér í þágu allra vélhjólaeigenda. Ingi Þór Tryggvason með nemendum sínum.

Feykir 29.06.2005