Ingi þór Tryggvason með nemendum sínum. |
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar, gekkst fyrir námskeiði fyrir félagsmenn
um síðustu helgi, þar
sem kennari var Ingi Þór
Tryggvason hjá MOTOXSKÓLANUM . Á námskeiðið mættu 12 vaskir
strákar og höfðu af því
bæði gagn og gaman.
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar var stofnaður í apríl
S.l. og fer ört vaxandi en félagar eru 34 í dag. Stjórn
klúbbsins hefur beitt sér fyrir
því að félagsmenn fari eftir
reglum um akstursleiðir á
torfæruhjólum og hefur átt
gott samstarf við lögreglu.
Hins vegar er klúbbnum farið
að vanta æfinga- og keppnissvæði og vonast til að fá úr því
bætt sem fyrst.
Eftir velheppnaða afmælishátíð vélhjólsins um þjóðhátíðarhelgina eru klúbbsmeðlimir bjartsýnir um framtíð Vélhjólaklúbbsins og vilja koma
á framfæri þakklæti til þeirra
fjölmörgu sem lögðu hönd á
plóginn.
Einnig er vert að nefna það
að í Vélhjólaklúbbi Skagafiarðar
eru einnig götuhjólaeigendur
og klúbburinn beitir sér í þágu
allra vélhjólaeigenda.
Ingi Þór Tryggvason með nemendum sínum.
Feykir 29.06.2005
Feykir 29.06.2005