29.10.99

Keyrður í klessu

Lífsreynslusaga Vignis Skúlasonar


Vogapilturinn Vignir Skúlason rekur þessa dagana fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál á hendur Olíufélaginu hf. og Vátryggingarfélagi íslands til heimtu skaðabóta vegna
líkamstjóns sem hann hlaut af völdum umferðarslyss sem hann lenti í þann 3. júní 1994 við Þyrilskálann í Hvalfirði.

Á leiðinni að selja hjólið

„Ég var á leiðinni á Akureyri á mótorhjólinu mínu með félaga minn Eyjólf Snædal Aðalsteinsson aftan á. Til móts við sóluskálann Þyril í Hvalfirðinum var pallbifreið úr gagnstæðri átt ekið yfir á öfugan vegarhelming og við skullum beint framan á honum. Ökumaður pallbifreiðarinnar hugðist fara fram úr bifreiðinni á undan sér og beygja síðan inn á bifreiðastæði Þyrils. Frá atburðinum sjálfum man ég ekkert en ég man eftir að hafa horft í gegnum hjálminn þar sem ég lá í vegkantinum, grafkyrr
með vinstri fótinn undir bakinu og hælinn undir höfðinu, og horfði á starfsstúlku Þyrils sem
var hjá mér þann óratíma sem það tók sjúkraflutningsmennina að komast á staðinn. Þá man ég að það
kom maður með teppi og breiddi yfir mig allan, hélt mig augljóslega dauðann. Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að ýta því af mér," sagði Vignir.

Gífurlegt blóðtap og miklir áverkar

Vignir og Eyjólfur voru fluttur, með þyrlu Landhelgisgæslunnar, frá sjúkrahúsinu á Akranesi á Borgarspítalann þar sem skurðlæknamir Brynjólfur Jónsson og Jón Níelsson ásamt  æðaskurðlækninum Gunnari Gunnlaugssyni, framkvæmdu aðgerðir á honum alla nóttina. Í vottorði Brynjólfs, skurðlæknis, þann 11. júlí 1996 segir orðrétt. „Hann var augljóslega mikið slasaður með opin brot á fótlegg og lærlegg vinstra megin. Hann var með meðvitund en blæddi mjög mikið úr sárunum." Skömmu seinna í sama vottorði segir orðrétt „Skera þurfti inn í nárann til þess að stöðva blóðrás meðan leitað var eftir blæðandi æðum. Öll sárin á kálfum, læri og nára voru
skilin eftir opin. Vigni blæddi gífurlega og fékk hann samtals 74 einingar (37 lítra innskot blm.)af blóði fyrstu nóttina."

Andlega erfitt að geta ekki gert neitt sjálfur

„Ég var u.þ.b. viku á gjörgæslu, rúmliggjandi í mánuð og fimm mánuði samtals á sjúkrahúsi,
stöðugt í aðgerðum og á lyfjum. Fyrsta mánuðinn var ég sem lamaður og varð eitt flakandi
legusár á öllum stöðum sem snertu dýnuna. Eðlilega líkamlega starfssemi gat ég aðeins
framkvæmt með aðstoð hjúkrunarfólksins. Það var bæði líkamlega erfitt og andlega að geta
ekki gert neitt sjálfur."

Áfallahjálpin og þroskinn

„Áfallahjalpin á sjúkrahúsinu hjálpaði mér mikið. Eg get stutt fólk án þess að taka vandamál
þess inn á mig. Ég get gefið frá mér vegna þess hve ég trúi mikið á sjálfan mig. Mér finnst mér ég
hafa fulla stjórn á lífi mínu, vil láta gott af mér leiða og finnst hreinlega skilda mín að skila einhverju til lífsins - sem ákváð að leyfa mér að halda áfram þessu lífi. Ég held ég sé aðeins eldri en árin 23 segja til um."

Grensásdeildin bæði dásamleg og hræðileg

Það var stórt framfaraskref að vera fluttur á endurhæfingadeildina, Grensásdeildinni. Þar tók við ströng og kvalarfull endurhæfing innan um frábært starfsfólk og aðra sjúklinga, marga hverja í enn verri aðstöðu en ég. Eitt það sáraukafyllsta sem ég upplifði var að reyna að standa upp og reyna að ganga að nýju. Gífurlegur sársauki, æpandi sársauki. Það tók gríðarlangan tíma bara að geta staðið upp án þess að vilja æpa og gráta af sársauka."

Sökudólgurinn missti prófið

Ökumaður bifreiðarinnar sem ók í veg fyrir þá félaga missti ökuréttindin í eitt ár.
"Ég hef ósköp lítið við tjónvaldinn að segja. Hann var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir
 gáleysislegan akstur, borgaði sekt upp á einhverja þúsundkalla  og missti skyrteinið í eitt ár.
Mín greiðsla fellst í skertri hreyfigetu og sjálfsímynd, skertum starfs- og frístundamöguleikum
og æviáskrift að sterkjum verkjalyfjum.  Kannski ekki alveg jafnt skipt en ég er viss  um að hvorugur vildi vera í sporum hins"

Átján ára með óðráðna framtíð

Vignir var átján ára þegar slysið gerðist,   mikill útivistar og vinnuþjarkur ásamt því að stunda nám við húsasmíði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Þegar ég útskrifaðist af sjúkrahúsinu fór ég og lauk bóklega þættinum í húsasmíðinni við FS, með þá vitneskju á bak- inu að ég myndi aldrei geta gert iðnina að ævistarfi . Alla mína æsku var ég mjög virkur, vann í fiski , fór á grásleppu með frænda mínum norður á Melrakkasléttu, vann í sveit , í slát-
urhúsi og við rækjuvinnslu á Kópaskeri og fiskvinnslu með skólagöngunni. Áhugamálin
voru skotfimi og skíðaiðkun sem ég stundaði eftir mætti og þvældist t.d. með hólkinn á rjúpna-
veiðar um allar trissur. Skólavistina borgaði ég með því að vinna í fiski eftir skóla og á
kvöldin. Þegar ég kom úr endurhæfingunni gerði ég mér ljóst að líf mitt yrði aldrei eins,
ekki minnsti möguleiki."

Svört skýrsla á framtíðina

Í dag er Vignir 23 ára gamall piltur sem veit ekki hvert skal haldið í lífinu en hefur haldið
sterkasta vopninu, viljanum. „Eg er mjög bjartsýnn á framtíðina, með ákveðnar hugmyndir og
viljann til að hrinda þeim í frarnkvæmd. Eins og hver annar á ég þó stundum í erfiðleikum með að sjá björtu hliðarnar á lífinu og fyllist reiði og eftirsjár, sérstaklega þegar ég les niður- stöður lækna á framtíðarhorfum mínum." í vottorði áðurnefnds Brynjólfs Jónssonar segir t.a.m. orðrétt „Ég tel að síðar á ævinni jafnvel innan fimm ára þurfi að koma til einhverra aðgerða á tám og rist vegna afleiðinga blóðrásartrufl- unarinnar. Hugsanlega þarf einnig að lagfæra ör í nára ogá
lærum síðar" og aðeins síðar, Ég tel ólíklegt að Vignir geti nokkum tíma unnið erfiðisvinnu
sem t.d. er fólgin í langvarandi stöðum, miklu álagi við gang eða burð og fleira. Ég tel tölu-
verðar líkur á að slitgigt sæki í hné, ökkla og ristarliði og jafnvel hné síðar á ævinni."

VÍS og Olíufélagið hf. fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur

Að grunnendurhæfingunni lokinni fór Vignir hefðbundna leiðir til að kanna bótaréttindi sín og mögulega örorku. Núna, rúmlega 5 árum eftir slysið, er málssókn hans á hendur VÍS og
Olíufélaginu hf. á leið fyrir dóm. , Ég hafði litlar áhyggjur af þessu í upphafi, einbeitti mér að því að
komast aftur í lifenda tölu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, ég hef farið margsinnis í
miska- og örorkumat. Fyrsta matið var 45% miski, sem ég enn veit ekki alveg hvað er, og 45% örorka. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það mat og stórbrá því næstum sex mánuðum síðar þegar VÍS hafnaði matinu. Síðasta matið hljómar upp á 40% miska og 60% örorku og verður barist um það fyrir rétti. VÍS gerði mér tilboð sem mér fannst hlægilegt og mér því nauðugur einn kostur að
stefna þeim fyrir dóm ásamt Olíufélaginu, tjónvaldurinn var starfsmaður þeirra, á fyrirtækisbíl að beygja inn á starfsstöð umboðsaðila þeirra. Hann var víst að dreifa safnkortum." Þú ert að sækja á fyrirtæekjarisa með sterka lögfrœðinga á sínum snærum, vönum svona málum. Hve stóra upphœð erum við að tala um? „Þetta er alveg rétt hjá þér. VÍS og lögmenn þeirra starfa við að berjast við liggjandi fólk, fólk sem á nóg með að hugsa um alla þá líkamlegu og andlegu annmarka sem slysfarir hafa sett á líf þeirra. Ég vil ekki nefna neinar upphæðir en ég get þó sagt að ég vildi heldur eiga húsasmíðina að ævistarfi og sækja þessa upphæð með vinnu minni en að þurfa að berjast við dómstóla, um hve mikill aumingi ég er, fyrir þeim."
Örlögin „Ég er forlagatrúar og trúi því að mér hafi verið ætlað að leiða eitt- hvað gott af mér á þessari jörð. Gagnvart slysinu þykir mér augljóst að mér var hreinlega ekki ætlað að fara þótt eflaust hefði það verið auðveldara. Ég lifði slysið sjálft af, ég lifði biðina eftir sjúkrabílnum af, ég lifði blóðmissinn af (ég dó í 3-4 mínútur á Borgaspítalanum en kom aftur), ég lifði legusárin af, ég lifði endurhæfinguna af og ég lifði ömurlegar framtíðarspár læknanna af og trúi enn á sjálfan mig. Tveir bræður móður minnar fórust af slysförum og ætt hennar fór illa út úr seinni heimsstyrjöldinni, ég held einhverjum hafi hreinlega fundist nóg komið af hörmungum. Eg trúi á illa og góða anda og trúi á æðri öfl. Enginn sem gengið hefur í gegn um það sem ég hef upplifað getur efast um tilvist annars og meira en okkur sjálf." Enginn getur skilið mínar aðstæður nema ég sjálfur „Ég held það sé ómögulegt öllum öðrum en mér sjálfum hvernig mér líður, nema þá væri fólki í Hkri aðstöðu. Ég er t.a.m dæmdur meiri öryrki en maður sem fengið hefur staurfót. Það var kraftaverk að ég hélt vinstri fætinum eins og hann brotnaði illa. Beinflísar voru teknar af slysavettvangi og og týndar úr fatnaði mínum á Borgar- spítalanum. Þar voru þær hreinsaðar, bein úr mjöðminni tekið, og öllu þessu var hrært saman og steypt í brotin.

Líkaminn þoldi ekki álagið

 Þremur árum eftir slysið hóf Vignir rekstur veiðibúðarinnar Veiðislóðar sem hann stofnaði í samvinnu við annan mann. Veiðislóð var draumur hans, áhugamálin og vinnan sameinuð á einn stað. Draumurinn gekk ekki upp. „Veiðislóð var draumur sem ég hrinti í framkvæmd aðeins of snemma. Ég er mjög stoltur af því að hafa verið frumkvöðull að rekstri veiðibúðar á Suðurnesjum og taldi að þama gæti ég starfað að áhugamáli mínu til framtíðar, ég komst aftur á móti að því líkami minn þoldi ekki álagið sem fylgdi verslunar- rekstrinum. Að því kom að ég komst hreinlega ekki fram úr rúminu og þurfti að hafa hækjurnar til stuðnings í búðinni. Að lokum voru ekki önnur ráð en að selja reksturinn."

 Bjartsýnn en brothættur 

„Ég stend uppi að lokum sáttur
við þetta allt saman og vil bara halda áfram lífi mínu. Ég hlakka til þegar málarekstrinum lýkur og trúi því að framtíð mín sé á viðskiptasviðinu. Þrátt fyrir að ég telji mig sterkari einstakling en ég var fyrir 3. júní 1994 þá er ég jafnframt brothættari og stundum hellist yfir mig vonleysi og sjálfsvorkunn.
Á morgunn er nýr dagur til að takast á við.



 Víkurfréttir 29.10.1999




21.10.99

Með tengdapabba á mótorhjóli

Þeir hafa sama tónlistarsmekk og eiga sömu áhugamál. Og eiga saman mótorhjól, Gunnar og Gestur Einar hjóla á Kawasaki


„Aldur er afstæður í mótorhjólamenningu og það er enginn of gamall til þess að eignast hjól," segir Gunnar Sverrisson, Ijósmyndari Fróða á Akureyri. Nú í sumar lét hann gamlan draum rætast og
keypti sér mótorhjól, en það gerði hann í félagi við tengdaföður sinn, Gest Einar Jónasson, útvarpsmann á Akureyri. Gamall draumur Gests var einnig að eignast hjól. „Alla stráka dreymir um að eignast mótorhjól, mig dreymdi um skellinöðru þegar ég var strákur en hætti síðan við að kaupa hana þegar ég mátti. En draumurinn bjó alltaf í brjóstinu," segir Gestur.

Skemmtilegt hippamórorhjól


Um tuttugu ár skilja þá Gunnar og Gest að í aldri. Gunnar er tæplega þrítugur og Gestur verður fimmtugur að ári. „Við erum góðir vinir. Við höfum sama tónlistarsmekkinn og þar er ég að tala um
lög eins og ég spila gjarnan í þættinum Með grátt í vöngum og eigum einnig sameiginleg áhugamál, eins og mótorhjól," segir Gestur. Þeir félagar fóru á liðnu vori saman í mótorhjólapróf hjá Kristni Erni Jónssyni, ökukennara á Akureyri, sem er æskuvinur Gests, og segir Gestur að á námskeiðinu hafi hann ekki einasta lært á mótorhjól, heldur hafi hann einnig lært umferðarreglurnar uppá nýtt. Og sé fyrir vikið líklega betri bílstjóri en hann var.
Mótorhjólið sem þeir Gunnar og Gestur keyptu sér er af gerðinni Kawasaki 454 og er með 450 rúmsentimetra mótor. „Þetta er skemmtilegt hippamórtorhjól, með háu stýri og maður situr beinn
í baki á því. Þetta finnast mér miklu skemmtilegri hjól en keppnishjólin, sem maður situr boginn á og er alltaf að reyna að þenja sem hraðast. Þetta er hæfilega kraftmikið hjól, en hver veit nema að við fáum okkur seinna Harley Davidsson," segir Gunnar.

Frelsið er í núinu


„Mér finnst afar gaman að fara út að hjóla," bætir Gunnar við, „enda eru aðstæður til þess góðar hér fyrir norðan. Skemmtilegast þótti mér hinsvegar að hjóla þegar ég var með unnustu minni, Höllu Báru, í Tosca-héruðum ítalíu nú í sumar. Þar leigðum við okkur hjól og fórum víða um, á  stuttbuxunum í þrjátíu stiga hita. Við þessar aðstæður skilur maður svo vel hvað þetta er stórkostlegur ferðamáti og frelsið mikið." Gestur tekur undir orð Gunnars um frelsið. „Ég er sjálfur einkaflugmaður og mér finnst þetta að sumu leyti ekki ósvipað. Á mótorhjólinu getur maður farið út fyrir alfaraleiðir og eins á flugvélinni. Maður hjólar eða flýgur þangað sem maður ætlar sér."

Kærkominn sumarauki


Blíðviðri hefur verið ríkjandi á Norðurlandi að undanförnu og það er mótorhjólamönnum sem og öðrum afar kærkomið. Gunnar og Gestur hafa notað þetta tækifæri og hafa víða hjólað, meðal annars um götur Akureyrarbæjar og suður um Eyjafjarðarsveit. „Það er Ijúft að geta leikið sér á mótorhjólinu nú seinnipartinn í október. En síðan kemur vetur, hjólið fer inn í skúr og verður ekki tekið út aftur fyrr en í maí næsta vor. Eg er strax farinn að hlakka til þess," segir Gunnar Sverrisson.
-SBS.
Dagur 21.10.1999

16.10.99

Endurfæddir mótorhjólamenn

 Hvað er nú það? Er það einhver sértrúarflokkur? Nei, ekki er það nú alveg.
 Endurfæddir mótorhjólamenn eru þeir sem áttu hjól fyrir mörgum árum, eignuðust síðan börn og buru og úti var ævintýri - alveg þangað til fuglarnir voru flognir úr hreiðrinu. Núna eiga þeir allt i einu pening og tíma til að leika sér með. Þá er hægt að láta drauminn rætast sem blundað hafði í þeim allan tímann - að fá sér mótorhjól og byrja að purra aftur. Með fjölgun þessa hóps innan mótorhjólafjölskyldunnar hafa umræður kviknað um hvort hann sé valdur að fleiri slysum en aðrir. Samkæmt nýjustu tölum frá Bretlandi er svo ekki. Það eru 35% minni líkur, miðað við ekna kílómetra, að þú lendir í slysi ef þú ert endurfæddur mótorhjólamaður og 25% minni líkur miðað við árið í heild. Þeir eru líka í minni hættu á að missa hjólin sín á hliðina eða slasa sig og gera síður kröfu á tryggingafélagið. Samkvæmt bresku könnuninni er endurfæddur mótorhjólamaður um 38 ára gamall, styttra en 12 mánuðir eru síðan hann byrjaði aftur að hjóla og minni hætta er á að þeir verði stoppaðir af lögreglunni.

Prófið hvorki fugl né fiskur áður fyrr

Skyldi það sama nú eiga við hér á íslandi? Fyrr í sumar var það í umræðunni að þessi hópur væri nokkuð tjónfrekur og Bifhjólasamtök lýðveldisins bentu á það. í Bretlandi eru þeir endurfæddu  duglegir við að taka framhaldsnámskeið og hafa um það bil 20% þeirra farið í gegnum slíkt. Fyrir það fá þeir lika lækkun á sínum iðgjöldum enda hafa kannanir sýnt að þeir sem fara á þessi námskeið séu í mun minni hættu að lenda i slysum en aðrir. Margir fengu í raun enga kennslu og fengu mótorhjólaprófið gefins með bílprófinu á meðan réttindalöggjöfm var þannig. Þangað til fyrir nokkrum árum var mótorhjólaprófið þannig að viðkomandi tók 1-2 tíma hjá ökukennara og fór svo í
próf sem hvorki var fugl né fiskur. Reyndar hefur mikil breyting orðið á síðustu árum og prófin orðið mun erfiðari og krefjandi. Við fengum nokkra endurfædda mótorhjólamenn í viðtal og spurðum þá  um þeirra reynslu af sportinu og hvað hafi orðið þess valdandi að þeir komu að því aftur.

Tók sér frí í aldarfjórðung 

Óðinn Gunnarsson járnsmiður: „Ég tók prófið 1972 en hafði þá verið á skellinöðrum síðan 1961. Fyrsta stóra hjólið var gamalt BSA en fyrsta alvöruhjólið var Triumph 500 Daytona sem ég notaði mikið. Ég þvældist um allt á þessu bjóli, fór Vestfirði og þá yfir Steingrimsfjarðarheiði sem þá var bara varðaður vegarslóði. Við fórum mikið saman, ég og Gústi (Ágúst Hálfdánarson í Glertækni). Eitt sinn ætluðum við í ævintýraferð upp á hálendi og lögðum af stað á mánudegi. Við fórum upp að
Illakamb og höfðum hugsað okkur að gista í gamalli rútu þar, sem notuð var sem gangnakofi. Um nóttina gerði svo ausandi rigningu þannig að allar ár fylltust og við vorum veðurtepptir fram á laugardag, þegar við náðum að komast yfir Skyndidalsá. Ég hætti svo að hjóla um það leyti sem fyrsti strákurinn fæddist 1976. Hann tók nú upp á því að kaupa sér mótorhjól í fyrravor og ég fór að stelast út á því. Svo vissi ég ekki fyrr en konan mín, Auður Hallgrímsdóttir, keypti handa mér hjól í 50 ára afmælisgjöf. í sumar fór ég í styttri ferðalög með börnin en ég nota hvert tækifæri til að skreppa á hjólinu og fer oft á því í vinnuna. Draumurinn er að fara á næsta ári í langa reisu með konuna en hún er að hugsa um að taka próf líka."

Lærði hjá Sigga Palestínu


Þorsteinn Hjaltason Bljáfjallastjóri: „Ég lærði að hjóla hjá Sigga Palestínu en þurfti aldrei að taka próf. í þá daga fékk maður mótorhjólaprófið með bílprófinu. Ég tók öll þau próf sem hægt var að taka og meðal annars ökukennarapróf. Ég kenndi þá líka á mótorhjól og notaði við það Dodge Vipon með hátalarakerfi til að segja þeim fyrir. Ég vann lika á verkstæði lögreglunnar í Reykjavík frá 1957-68 og stalst oft til að prufukeyra hjólin meir en ég þurfti. Draumurinn um að kaupa hjól blundaði alltaf í mér og um haustið 1997 spurði Jón Hjartarson í Húsgagnahöllinni mig hvort ég kæmi með honum hringinn ef hann keypti sér hjól. Ég játaði því og hann keypti hjólið en ég hafði hugsað mér að fá gamalt Harley Davidson lögregluhjól hjá vini mínum. Þegar ég fór að hugsa málið var eiginlegra sniðugra að kaupa það en hann vildi ekki selja þannig að ég keypti mér þetta Suzukihjól. Svona til að rifja upp kunnáttuna fórum við Jón með keilur á planið hjá honum og æfðum okkur. Við konan fórum meðal annars hringinn á því í sumar og maður hefur svo sem skroppið á því öðru hvoru. Einu sinni þurfti ég að bregða mér búðarferð til Akureyrar svo að ég fór á hjólinu. Hluti af sportinu er líka að hugsa um hjólið og þrífa það en til þess að geta það þarf líka að keyra það og skíta það út.
Draumurinn er svo að fara erlendis á því ef að konan kemur með."
-NG 
DV
16.10.1999