14.11.93

Alvöru aksturseiginleikar og fullorðins-vélarafI.


Honda CBR 600F 1993
ÁRIÐ 1987 komu á markaðinn 600 cc mótorhjól sem áttu eftir að afsanna það endanlega, að nauðsynlegt væri að vera á dýrustu gerð af hjóli með stærstu gerð af vél til að vera ekki stunginn af og skilinn eftir í rykmekki. Það hafði svo sem verið tekið eftir því áður að ekki væri allt fengið með vélarstærðinni einni þegar mönnum mistókst aftur og aftur að hrista af sér gömlu Yamaha RD 350-hjólin. Að minnsta kosti var það ekki hægt á þeirra tíma 750 cc járnmótorhjólum.

Bylting í smíði mótorhjóla

 Sú bylting, sem varð í  smíði mótorhjóla á síðasta áratug, var vel á veg komin  árið 1987. Dæmi um hjól sem  breyttu öllum viðmiðunarmörkum og áður voru komin á markað eru Honda VF IntTB erceptor 500 og 750, Kawaj saki GPz 900R Ninja, og  ekki síst Suzuki GSXR 750, sem var líkara keppnishjóli en nokkuð sem áður þekktist. Markaðsaðstæður hafa sennilega verið með besta móti til að taka við „ódýrum" hjólum með alvöru aksturseiginleikum og fullorðinsvélarafli enda gekk dæmið upp hjá Honda þegar þeir buðu CBR 600 F.   í Bandaríkjunum fengu þau nafnið Hurricane og var það vel til fundið. 55.000 eintök hafa stormað yfir Bandaríkin ein frá því þau komu á markað. Auðvitað hafa „allir hinir", þ.e. japönsku framleiðendurnir, sett á markað hjól í sama flokki, en mælistikan hefur alltaf verið á Hondunni. Árin '91 og '92 voru þessi hjól nánast ráðandi í Supersport 600-keppnum, en á síðastliðnu ári hefur oft verið bitið í hælana á þeim af Kawasaki- og Suzuki-hjólum. Þrátt fyrir það verður Hondan, lítið breytt '94, í framvarðasveitinni í sínum flokki.

Fjölnotahjól 

Sennilega er stærsti kosturinn við þessi hjól sá, að þau eru nothæf í fleira en keppni. Bæjarsnattið og landshornarúntar eru innan markanna. Tveir geta jafnvel ferðast á þeim við þolanlega heilsu. Þó finnst lappalöngum nokkuð þröngt á þeim til lengdar og þeir sem eru vanir stórum vélum með mikla seiglu hafa á tilfinningunni að þessar litlu vélar séu eins og „sjúklingur í astmakasti" fyrir neðan 7.000 snúninga. En frá 7.000 og upp í 13.000 snúninga gerast hlutirnir nokkuð valdsmannslega.



 ■ Haraldur Ingþórsson
Morgunblaðið

14.11.1993


Heimildir: Cycle World og Motorcyclist, okt. '93

11.11.93

SNIGLAR á vélhjólakonsert

Aðalsteinn olíuborinn. Hann hefur
þó örugglega skellt sér í freyðibað

Meðlimi Bifhjólasamtaka lýðveldisins má með sönnu kalla unglinga götunnar. 


Á laugardagskvöld stormuðu þeir á blikkbeljunum sínum á unglingatónleika sinfóníunnar í Háskólabíói. Og ekki að ástæðulausu, því fluttur var Vélhjólakonsert eða Snigill á básúnu eftir Svíann Jan Sandström.

 Þá fór og vel á með Sniglunum og Bolero, sem var lokaverk kveldsins.

Jón Páll og Birna, ein þeirra sem mættu
 í sparileðurgallanum á tónleikana.
Flestir mættu Sniglarnir leðurklæddir með olíusletturnar upp á axlir, en sumir létu sig þó hafa það að máta fermingarfötin...
Svava er áhangandi Snigianna
 og eltir þá hvert á land sem er.
Hún var líka í sparifötunum.
Jói Færeyingur og DrulluValdi sögðust ekki hafa
 sést í svona fatnaði frá fermingu. 
Enda kom á daginn að enginn félaga þeirra þekkti þá.

17.10.93

Að staðsetja sjálfan siq í litrófinu .

Harley Davidson FXSTS Springer Softtail

Enn á ný er kominn sá árstími þegar væntanlegir kaupendur þurfa að panta sér nýtt hjól fyrir næsta sumar. Algengt er að það taki 5-6 mánuði að afgreiða þau.


Það er ekki á færi umboðanna að liggja með alla línuna á lager og bíða eftir að við fáum þá flugu í höfuðið að kaupa þegar komið er fram í júní eða júlí. Þótt gangvirki hjólanna sé flókið er þó enn flóknara að staðsetja sjálfan sig í litrófmu. Hvemig á að nota nýja (eða notaða) fína hjólið? Og ekki síður, hvaða ímynd á að skapa með hjólinu, leðrinu og öllu því? Lítum á valkostina.

Svart 

Sumum finnst þeir vera rólyndis kögurtýpa sem líkar best að damla niður Laugaveginn á 20, uppréttir í sætinu, handleggirnir beint fram, opinn hjálmur svo að sólgleraugun sjáist, og rassinn helst ekki meira en tvö fet frá jörðu. 90 km hámarkshraði bara gott mál, ekkert liggur á, og himneskt að fá vindinn svona beint í fangið, en vera samt grjótlöglegur.

Þá er að fá sér hippa. Engin spurning. V-2 mótor, ekkert annað, fullt af krómi, langan, mikið hallandi framgaffal, mjóslegið framdekk, svona skellinöðrudekk næstum, og akfeitt afturdekk. Og engar vindhlífar, takk.
Þeirra draumur er Harley-Davidson. Það er úr mörgum gerðum að velja. Ekki vegna þess það sé betra eða fullkomnara en önnur mótorhjól, heldur vegna þess að Harley Davidson er goðsögn.
Allir fá sjálfkrafa inngöngu í söfnuðinn á Harley og það hefur ekki neitt með tækni eða nýjungar að gera. Oft jafnvel andhverfu þess enda hefur HarleyDavidson stundum sett ótrúlega gamaldags hjól á markaðinn og komist upp með það. Biðlistinn er líka meira en fimm mánuðir eftir framleiðslunni. Harley-Davidson XL/Sportster-línan kostar öðruhvorumegin við milljón, það fer eftir útfærslu, og er til í 883 cc og 1200 cc gerðum, en þeir sem vilja FX-línuna, sem meira er í lagt, geta tvö faldað þá upphæð. Þau hjól eru 1340 cc. En það eru fleiri þrep í stiganum en það efsta. Og öll örugglega tæknilega fullkomnari. í mörg ár hafa verið til flottir hippar frá Japan, stórir og smáir, sá sverasti líklega Kawasaki Vulkan 1500 og Suzuki Intruder 1400 í svipuðum flokki. Honda smíðar Shadow og segja má að Yamaha hafí byrjað V-2 endurvakninguna með Virago. Intruder 1400 kostar um 1300 þúsund og 800-hjólið um 950 þúsund. Honda Shadow 600 og Virago 750 kosta um 770 þúsund í dag. Hér er þó aðeins stiklað á stóru í valkostunum og ekki um neinn tæmandi lista að ræða.

Auðveld í notkun 


Suzuki RF600 R á Teikniborðinu
Þessar stóru loftpressur „toga" og það vel.  Líklega hentar engin vélargerð betur til innanbæjaraksturs en V-2. Þær eru mjóar á þverveginn og með góðan þyngdarpunkt, byrja fljótt að gefa nýtanlegt afl og vinna á breiðu snúningssviði. Það er ekki meginatriði að vera í réttum gír þurfi að bæta smávegis við hraðann. Kannski mælast ekki nema um 70 hestöfl í þessum hjólum en það segir ekki alla söguna. Það er hægt að nota aflið. Það átti hvort eð var ekkert að „reisa" neitt á hippanum, eða hvað?

Honda VFR 750

Hvítt 

Getur verið að það þurfi að eiga tvö mótorhjól, eða kannski enn fleiri, til að eiga eitt fyrir hverja lund og stund?
Sumir vilja fara í skærskræpóttan samfesting og fara út með adrenalínfíklunum sem halda að talan níu núll sé háttatíminn í Svefnbæ. Hér gilda allt önnur lögmál um alla hluti en í Hippalandi.

Tækni, nýjungar og ystu mörk hins mögulega eru kjölfesturnar sem allt byggist á.   Straumlínulagaðar vindhlífar með innfelldum stefnuljósum og baksýnisspeglum, léttmálmar, magnesíum, ál og jafnvel títaníum, koltrefjaefni í allt mögulegt, demparar á hvolfi, frambremsudiskar á stærð við væna pizzu, nær ósýnilegur afturbremsudiskur, keðjudrif, aldrei drifskaft, hástemmdar, kraftmiklar fjögrra strokka vélar með óteljandi ventlum og gírum og snúast um 13.000 snúninga á mínútu og byrja að vinna af einhverju viti á snúning sem myndi liða venjulega bílvél í sundur. Hvert gramm sem hægt er að losna við skiptir máli og hvert hestafl sem kreist er úr vélinni er vel þegið á brautinni í Kapelluhrauninu (eina staðnum sem má nota til að vinda upp á dótið).
Það ærir óstöðugan að telja upp öll hjólin sem fylla keppnis-sportflokkinn og þó að við getum, fyrir um 13-14 hundruð þúsund, keypt 155 hestafla 1100 cc sporthjól þarf það ekki endilega að vera besti valkosturinn.
Mótorhjólablaðamenn hafa margir haldið því fram að stysta leiðin milli A og B sé Honda CBR 600 F2, en kannski eru Suzuki og Kawasaki 600 alveg við það að finna enn styttri leið. Þessi hjól eru á verðbilinu 800-1500 þúsund.
 Nánari umfjöllun um einstök hjól byrjar á þessum flokki á komandi vikum. Þótt umboðin þurfi að fara að skila pöntunum sem á að afgreiða í vor eru engir bæklingar fyrirliggjandi né fast verð og verða líklega ekki til fyrr en um áramót. Því getur kaupandinn ekki reitt sig á fast verð er hann pantar hjólið. Þó má búast við verulegri hækkun á japönskum hjólum vegna gengisþróunar jensins um þessar mundir. Á milli öfgahópanna tveggja sem á undan er lýst er stór hópur eigulegra, skynsamlegra og notadrjúgra mótorhjóla.
Þau svara kröfum sem eru ekki eins skýrt markaðar í eina átt. Þar má finna bestu hjólin og mesta verðgildið.
 Við fylgjumst líka með þeifingum.
 HAI
  Morgunblaðið
17.10.1993


https://timarit.is/files/18011143#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22

15.9.93

Met í stökki á vélhjóli bætt um sjö metra um síðustu helgi




Stökk 34 metra í Njarðvíkurhöfn


Njarðvík.
„ÞETTA var rosaleg tilfinning og eitthvað það æðislegasta sem ég hef gert," sagði Jóhannes Sveinbjörnsson ofurhugi úr Njarðvík eftir að hann hafði stokkið 34 metra á vélhjóli sínu í Njarðvíkurhöfn á sunnudagskvöldið. „Ætlunin var að slá metið sem Árni Kópsson setti þegar hann stökk 27 metra í Reykjavíkurhöfn og það tókst," sagði Jóhannes ennfremur. 

Jóhannes, sem er 21 árs, og aðstoðarmenn hans höfðu ekki auglýst þetta uppátæki en engu að síður var talsverður fjöldi áhorfenda sem kom til að fylgjast með stökkinu sem hafði spurst út. 
Það var svo um hálf níu sem Jóhannes settist á vélfák sinn, sem er Yamaha 175 árgerð 1982, og geystist af stað. Stökkið var tilkomumikið og allt fór vel en það tók kafara nokkurn tíma að finna hjólið því djúpt er í höfninni og skyggni var orðið takmarkað. - BB  
Morgunblaðið 15.9.1993

28.8.93

Endurodagur" í Grafningnum

Hópurinn þáði kakó í Grafningnum í boði
Kolbeins Pálssonar  sem er betur þekktur sem
„Kolli í Suzuki" og stendur hér í Ijósri peysu
hægra megin. í miðjunni  situr aldursforsetinn i
ferðinni, Baldur Bjarnason,  en við hlið hans
 stendur Jón Magnússon.

 Mótorhjól njóta sífellt meiri vinsælda og þeim fer stöðugt fjölgandi sem vilja frekar eiga sérhönnuð mótorhjól til að takast á við grýtta vegarslóða og sérhannaðar keppnisbrautir. 


Þessi torfæruhjól kallast „endurohjól" meðal mótorhjólamanna og eru helst frábrugðin venjulegum götuhjólum í því að þau eru með slaglengri fjöðrun og eins eru þægindin minni en á hjólum sem ætluð eru til að renna eftir malbikinu.
Laugardaginn 21. ágúst efndi Suzuki umboðið hf. til endurúdags og bauð til kakódrykkju í blíðskaparveðri í Grafningnum.

Fréttaritari DV-bíla í mótorhjólaheiminum brá sér með í ferðina á Suzukimótorhjóli sínu. Þarna voru mættir um tuttugu hjólamenn á öllum aldri og drukku kakó í boði Kolla í Suzukiumboðinu. Að því loknu var ekinn slóði sem liggur frá Grafningi inn á Hellisheiði en þaðan liggja slóðar í margar áttir.
Hér eru nokkrir félaganna á ferð á Hellisheiðinni.
 Jón Magnússon fer hér fyrstur yfir lækinn
Af Hellisheiðinni var ekið eftir grýttum raflínuvegi að Kolviðarhól og þaðan að Litlu kaffistofunni. Þaðan lá leiðin á æfingarsvæðið sem motokrossmenn hafa við Bláfjöllin. Það vakti athygli fréttaritara hve aldurshópurinn var breiður og er þetta sport greinilega fyrir alla spræka stráka því elsti þátttakandinn í ferðinni var 58 ára gamall en flestir voru á aldrinum 25-35 ára.
Einnig vakti afhygli hve menn voru almennt í góðum göllum sem eru sérhannaðir fyrir utanvegaakstur (með plasthlífar til hlífðar hnjám, olnbogum, herðum og með sérstaka vörn fyrir bakið). Ferðin þótti takast vel og er greinilegt að „endurohjólamennska" er á uppleið á íslandi, enda skemmtilegt sport þótt erfitt sé. -HJ

DV
23.8.1993


3.6.93

Ljóshærð á fráum vélfáki


Hún vakti athygli blaðamanns þar sem hún sat á fagurgljáandi vélfáki sínum við umferðarljós á mótum Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar.
Þetta var fyrsta vordaginn í maí - búin svörtum leðurjakka og leðurbuxum með voldugan hjálminn á höfði. Hún hefði svo sem alveg  eins getað verið strákur ef ekki hefði hárið gægst undan hjálminum. Undirritaður lagði skrásetningarnúmerið á minnið og hélleiðar sinnar á grænu Ijósi. - Hver er þessi stúlka, eru ekki aðeins örfáar konur sem aka um á bifhjólum, ætli hún sé í Sniglunum?  Haft var uppi á símanúmeri
hennar eftir að Bifreiðaskoðun íslands hafði gefið upp hver eigandi hjólsins var, Málfríður Gunnlaugsdóttir, skráð til heimilis á Kleppsvegi I Reykjavík. Hún tók erindinu vel, kvaðst glöð svara nokkrum spurningum forvitins blaðamanns.

Málfríður er 23 ára, stúdent í fyrra frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og stundar nú nám í fataiðn í Iðnskólanum í Reykjavík, þar sem hún hefur lokið tveimur önnum. „Eftir stúdentsprófið vissi ég ekki hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur.  Ég hef alltaf haft gaman af að sauma föt og ákvað að sækja um í fataiðn og sé ekki eftir því. Maður getur útskrifast annaðhvort sem kjólasaumari eða klæðskeri. Ég hugsa að ég reyni að taka hvort tveggja, það  hlýtur að gefa mesta möguleika. Mig langar að stunda þetta starf á breiðum grundvelli í framtíðinni, hvort sem ég sauma fallega hatta eða hanna og sauma falleg föt á dömur og herra. í sumar ætla ég að stytta mér stundir við að sauma föt úr leðri, vesti og fleira."

BÆTIR EGÓIÐ

- Hvers vegna mótorhjól? „Ég er búin að eiga mótorhjól í tvö ár. Ég ákvað á sínum tíma að taka
bifhjólapróf vegna þess að ég hafði alltaf verið hrædd við þessi farartæki. Ég hafði setið aftan á
skellinöðru hjá frænda mínum þegar ég var fimmtán ára og dottið. Eftir það var ég skíthrædd. Mér datt ýmislegt í hug þetta sumar og lét mér ekki nægja að læra á bifhjól heldur fór einnig að læra flug.
Það var bara svo dýrt. Vertíðin hefst á vorin og stendur fram eftir hausti. Það hefur veriö svo mikill snjór og leiðinleg tíð í vetur, ég lét ekki hvarfla að mér að taka hjólið fram fyrr en í byrjun maí.
Á veturna tek ég hjólið af skrá því að tryggingarnar eru feiknaháar.  Ég borga ekki nema 30.000 á ári í skyldutryggingu af bílnum mínum en 60.000 fyrir hjólið, þrátt fyrir að tryggingingargjöldin hafi
lækkað í fyrra. Skandia bauð best en gjaldið var komið upp í 90.000. Það var starfandi trygginganefnd innan Sniglanna, félagssamtaka bifhjólaeigenda, sem kom þessu til leiðar. Fyrsta árið sem ég átti hjólið mitt hækkaði tryggingin úr rúmum 24.000 í um 90.000 krónur þó svo að ég hafi verið tjónlaus." - Hvers konar hjól? „Hjólið mitt er af árgerð 1988 og er líklega um hálf milljón að verðmæti núna, Suzuki Intruder 750. Það er mjög flott að mínum dómi og hæfilega stórt. Kærastinn
minn á hjól að sömu gerð en miklu kraftmeira. Hjólið mitt er Chopper-týpa, það er að segja í anda þeirra hjóla sem hipparnir voru á í gamla daga,  eins og við sjáum til dæmis í bíómyndinni Easy Rider. Það er þungt og stýrið er í góðri hæð. Plasthjólin eru miklu léttari og eru gerð fyrir meiri
hraða. Hjólið mitt er virðulegt og sígilt að útliti. Ég hef ekki áhuga á stærra hjóli því þessu veld ég mjög vel." - Lítur þú á hjólið sem leikfang eða tæki til að komast á millistaða? „Ég lít á hjólið mitt sem farartæki, fyrst og fremst til að komast leiðar minnar á. Yfirleitt fer ég ekkert nema einhver  tilgangur sé með ferðinni, ég þurfi að fara af einum stað á annan - í heimsókn til vina og kunningja, heim úr vinnunni og svo framvegis. Það er fátt skemmtilegra en að fara eitthvað á spegilfægðu hjólinu í góðu veðri."
 - Er það sérstók tilfinning að aka um á fallegu mótorhjóli?
„Já, þetta er eins og frelsistilfinning sem vaknar innra með manni, sérstaklega ef ég  er alein á breiðum vegi í sól og góðu veðri - það er toppurinn. Ég hef líka mjög gaman af þvi að aka fram hjá fólki sem dáist að hjólinu mínu. Þetta er eins og að koma í boð vel til hafður og í nýjum og finum fötum. Þá finnst manni ekki verra að aðrir dáist að manni. Þetta bætir alltaf egóið." - Þykir þér vænt um hjólið þitt? 
„Já, því get ég ekki neitað.  Ég vil geta horft á mótorhjólið mitt þar sem ég er, fylgst með því í gegnum gluggann. Það er svo algengt að fólk fikti í þvi og setjist jafnvel upp á það. Þá getur það dottið i götuna og rispast. Ég vil geta brugðist skjótt við og stokkið út til að skamma hvern þann sem snertir það. Þetta er eins og að eiga lítið barn sem manni þykir vænt um. Ég reyni líka að hugsa vel um það, þrífa það og bóna svo það líti vel út. Þetta er bílskúrsgræja sem maður skilur ekki við sig. Mér er heldur ekki sama hver gerir við það ef það bilar. Ég læt það ekki í hendurnar á hverjum sem er."

LEÐRIÐ TIL VARNAR

- Af hverju klæðist þú leðurfötum þegar þú ferð á mótorhjólið?
„Bæði ver leðrið mann vel gegn kulda og roki auk þess sem það er vegna öryggisins. Að klæðast viðeigandi leðurgalla áður en sest er upp á
hjólið er jafnmikilvægt og að spenna á sig öryggisbelti í bíl. Það er mikil vörn i leðurgallanum ef maður dettur, venjuleg föt rifna eins og skot og eru til lítils gagns ef eitthvað kemur fyrir. Þau föt sem við kaupum, jakki og buxur, eru úr sérstaklega þykku og sterku leðri og saumuð þannig að þau veiti sem besta vörn, til dæmis með púða á hnjánum og þar fram eftir götunum."
- Hvað kostar slíkur búnaður?
„Ég gæti trúað að með öllu kosti hann um 100.000 krónur þegar hjálmur er talinn með.
Hjálmurinn minn er fasteign, hann kostaði 32.000 krónur.  Margir ungir strákar, sem hafa nýtekið bílpróf og bifhjólapróf, láta það verða sitt fyrsta verk að kaupa sér hjól en eiga svo ekki fyrir þeim búnaði sem nauðsynlegur er, galla, hjálmi og síðast en ekki síst - tryggingum. Að öðru leyti eru hjólin ódýr í rekstri og eyða fremur litlu bensíni. Undir venjulegum kringumstæðum léttist pyngjan mjög lítið við að keyra. Mitt hjól tekur tólf lítra af bensíni sem duga mjög lengi, níu lítra á aðaltank og þrjá á varatank. Það er enginn bensínmælir og því er gott að vita af varatankinum þegar bensínið þrýtur á þeim stóra. Maður kemst þónokkuð á honum.  Fyrst þegar hjólið drap á sér vegna þess að sá stóri var
tómur hélt ég að hjólið væri ónýtt eða eitthvað í þá áttina. Þá hafði ég ekki hugmynd um
þessa þrjá lítra sem eftir voru.
Þess ber að geta að varahlutir eru mjög dýrir og allur aukabúnaður. Til dæmis má nefna að dekk undir hjólið mitt kostar ekki undir 12.000 krónum."

  FORDÓMAR OG ÞEKKINGARLEYSI 

- Leðurklætt lið á mótorhjólum, mörgum stendur ógn af því ? 
„Ýmsir hafa fordóma gagnvart okkur. Maður er síður en svo litinn hýru auga alls staðar. Fólk  umturnast oft ef við ökum saman í hóp, það verður skelfingu lostið, flýr af hólmi og sendir manni tóninn. Okkur er til dæmis ekki hleypt inn á sumar krár og skemmtistaði í leðurfatnaði með púðum. Ég hef verið send heim þó að ég hafi verið í nýjum buxum sem ekkert sást á, bara af því að þær
voru með hnjápúðum. Ég mátti koma inn í leðurjakka en ekki í leðurbuxunum. Þeir hleypa inn sjóurum, slorugum upp fyrir haus og öðru liði þó það sé í sundurtættum leðurbuxum og grútskítugum
- en án púða. Þetta er fáránlegt. Ef einn í leðurjakka gerir eitthvað af sér þá eru allir undir sömu sök seldir. Ég er á móti öllum fordómum en þeir eru oftar en ekki af völdum þekkingarleysis. Oft hef
ég fengið sendan tóninn þegar fólk hefur verið að hneykslast á mér og sagt sem svo: „Hvað er svona ung og falleg stúlka að gera á mótorhjóli, þér væri nær að vera heima hjá þér að gera eitthvað þarfara.
Það er fólk á öllum aldri sem ekur um á mótorhjólum á sumrin. Marga hefur dreymt um slíkt í áraraðir og láta það ekki eftir sér fyrr en þeir eru jafnvel komnir á miðjan aldur. Margir halda að þetta svartklædda mótorhjólafólk séu villimenn sem ástæða sé til að óttast og taka með fyrirvara. Þetta er mikil vitleysa - og leðurgallinn er ekki vegna þess að hann er töff heldur miklu fremur vegna notagildis hans."

 MEÐ AUGU Í HNAKKANUM -

 Hvernig finnst þér að vera á bifhjóli í umferðinni í Reykjavík? „Það er stórhættulegt, maður veit aldrei á hverju maður getur átt von. Oft er sagt að við völdum þeim slysum sem við verðum fyrir og öðrum stafi hætta af akstri okkar. Það er rangt en auðvitað eru alls staðar svartir sauðir. Það er með ólíkindum hvað  ökumenn svína mikið fyrir okkur sem erum á mótorhjólum. Oft er það vegna þess að bílstjórar misreikna hraðann sem við erum á. Við skulum segja að ég aki hjólinu á 60 kílómetra hraða eftir aðalbraut. Ég skal nefna dæmi: Margir bílar eru á ferðinni hver á eftir öðrum og jafnmikið bil á milli þeirra. Ég er þá kannski einhvers staðar í miðri röðinni en hvernig sem á því stendur þá svínar bílstjórinn á mig þaðan sem hann hefur beðið á gatnamótum eftir að komast inn á aðalbrautina. Þetta er mjög algengt og einkum þegar jeppaeigendur eiga i hlut. Það er alveg lygilegt hvað hurð hefur oft skollið nærri hælum í slíkum tilvikum, ég hef stundum séð himnavængina fyrir mér á þeim augnablikum. Þeir ökumenn sem misreikna hraðann á hjólunum fullyrða þegar lögregla er kölluð til vegna óhapps eða þegar við gerum athugasemdir við framferði þeirra að við höfum verið á mjög miklum hraða, 200 og yfir. Þeir reyna þá gjarnan að koma sökinni á okkur. Maður þarf alltaf að hugsa um það sem aðrir ökumenn eru að hugsa og hafa augu í hnakkanum allan tímann. Ökukennarinn minn sagði að nauðsynlegt væri að líta á sjálfan sig sem þann eina með viti í umferðinni." 

 ENGAR I PRÓFINU -

Hafa einhverjir kunningjar  þínir eða vinir lent í bifhjólaslysi? „Nei, enginn sem ég þekki, sem betur fer. Undanfarin misseri hefur verið haldið uppi áróðri um gætilegan og öruggan  akstur á mótorhjólum. Hann hefur tvímælalaust verið til góðs enda höfum við í Sniglunum átt gott samstarf við lögreglu og Umferðarráð, sem er mjög til bóta. Ungu strákarnir, sem nýbúnir eru að taka prófið, kaupa sér margir hverjir allt of kraftmikil hjól og eiga erfitt með að halda hraðanum niðri. Prófdómarinn sagði við mig að þetta væri eins og að kenna prestum jafnsjálfsagðan hlut og þann að
hjón eigi til að skilja. Strákarnir eru eins og englar í prófunum en síðan aka þeir fram hjá honum nokkrum dögum síðar á öðru hundraðinu."
 - Er ekki vandasamt að ná tökum á þungu bifhjóli?
„Nei, nei. Þegar maður fer fyrst á slíkt hjól til að æfa sig er þetta auðvitað spurning um jafnvægi, þetta er jafnvægislist fyrst og fremst. Hitt kemur allt af sjálfu sér. Það erfiðasta er líklega hvað maður er alltaf mikið klæddur. Það er meiri háttar mál að fara í heimsókn eða ( bíó og þurfa alltaf að
byrja á því að losa sig við hlífðarfatnaðinn, fara úr jakkanum, lopapeysunni, taka af sér hjálminn og hálsklútinn og koma síðan öllu fyrir. í bíó er maður með fangið fullt."
 - Þið geríð tóluvert að því að reiða aftan á. Er það ekki bæði erfitt og hættulegt?
„Nei, ekki ef sá sem er aftan á er vanur og veit hvernig hann á að bregðast við, til dæmis í beygjum. Þegar maður er með óvanan aftan á biður maður hann um að halla sér með hjólinu í beygjum. Það bregst ekki að hann hallar sér á móti."
 - Hefurðu komist í hann krappan? „Jú, ég flaug einu sinni út af þegar ég komst fyrst í snertingu við malarveg. Ég var á leiðinni að kvartmílubrautinni,  sem er í hrauninu gegnt álverinu í Straumsvík, en gætti ekki að mér. Þar sem malbikið endar kemur stallur niður á malarveginn. Ég hélt bara áfram á fullri ferð með systur mína fyrir aftan mig og hjólið skaust út af. Sem betur fer kom ekkert fyrir, hvoruga okkar sakaði og á hjólið kom aðeins Lítil rispa. Mér hefur ekki verið vel við malarvegi eftir
þessa reynslu."
Vikan 11tlb 55árg.3.6. 1993