Stökk 34 metra í
Njarðvíkurhöfn
Njarðvík.
„ÞETTA var rosaleg tilfinning og eitthvað það æðislegasta sem ég hef gert," sagði Jóhannes Sveinbjörnsson ofurhugi úr Njarðvík eftir að hann hafði stokkið 34 metra á vélhjóli sínu í Njarðvíkurhöfn á sunnudagskvöldið. „Ætlunin var að slá metið sem Árni Kópsson setti þegar hann stökk 27 metra í Reykjavíkurhöfn og það tókst," sagði Jóhannes ennfremur.
„ÞETTA var rosaleg tilfinning og eitthvað það æðislegasta sem ég hef gert," sagði Jóhannes Sveinbjörnsson ofurhugi úr Njarðvík eftir að hann hafði stokkið 34 metra á vélhjóli sínu í Njarðvíkurhöfn á sunnudagskvöldið. „Ætlunin var að slá metið sem Árni Kópsson setti þegar hann stökk 27 metra í Reykjavíkurhöfn og það tókst," sagði Jóhannes ennfremur.
Jóhannes, sem er 21 árs, og
aðstoðarmenn hans höfðu ekki
auglýst þetta uppátæki en engu
að síður var talsverður fjöldi
áhorfenda sem kom til að fylgjast með stökkinu sem hafði
spurst út.
Það var svo um hálf níu sem Jóhannes settist á vélfák
sinn, sem er Yamaha 175 árgerð
1982, og geystist af stað. Stökkið var tilkomumikið og allt fór
vel en það tók kafara nokkurn
tíma að finna hjólið því djúpt er
í höfninni og skyggni var orðið
takmarkað. - BB
Morgunblaðið 15.9.1993