Mótorhjól njóta sífellt meiri vinsælda og þeim fer stöðugt fjölgandi sem vilja frekar eiga sérhönnuð mótorhjól til að takast á við grýtta vegarslóða og sérhannaðar keppnisbrautir.
Þessi torfæruhjól kallast „endurohjól" meðal mótorhjólamanna og eru helst frábrugðin venjulegum götuhjólum í því að þau eru með slaglengri fjöðrun og eins eru þægindin minni en á hjólum sem ætluð eru til að renna eftir malbikinu.
Laugardaginn 21. ágúst efndi Suzuki umboðið hf. til endurúdags og bauð til kakódrykkju í blíðskaparveðri í Grafningnum.
Fréttaritari DV-bíla í mótorhjólaheiminum brá sér með í ferðina á Suzukimótorhjóli sínu. Þarna voru mættir um tuttugu hjólamenn á öllum aldri og drukku kakó í boði Kolla í Suzukiumboðinu. Að því loknu var ekinn slóði sem liggur frá Grafningi inn á Hellisheiði en þaðan liggja slóðar í margar áttir.
Hér eru nokkrir félaganna á ferð á Hellisheiðinni. Jón Magnússon fer hér fyrstur yfir lækinn |
Einnig vakti afhygli hve menn voru almennt í góðum göllum sem eru sérhannaðir fyrir utanvegaakstur (með plasthlífar til hlífðar hnjám, olnbogum, herðum og með sérstaka vörn fyrir bakið). Ferðin þótti takast vel og er greinilegt að „endurohjólamennska" er á uppleið á íslandi, enda skemmtilegt sport þótt erfitt sé. -HJ
DV
23.8.1993