25.8.89

Dnepr •16 (1989)

Undarlegt farartæki hefur sést á götum Reykjavíkur í sumar.
Það er mótorhjól, en samt ekki venjulegt mótorhjól. Það er Dnepr-16, samskonar hjól og Rauði herinn notar. Hver kannast ekki við úr bíómyndum tvo hermenn á mótorhjóli, annar keyrir en hinn situr í hliðarvagninum og báðir eru í stígvélum, síðum frakka, með leðurhúfu og undarleg gleraugu?
Einn slíkur ökumaður hefur sést í Reykjavík. Að vísu er hann ekki hermaður, heldur Snigill, en
hann á svona mótorhjól og þar að auki allan búnaðinn. Maðurinn

3.7.89

Landsmót var haldið dagana 30.júni til 2. júli. 1989

Landsmót var haldið dagana 30.júni til 2. júli. 


Mæting hefur aldrei verið eins góð, Alls komu um  200 manns á svæðið og hjólin voru yfir 100 sem er nýtt met. 29. júni voru nokkrir mættir á svæõið.
Þegar Ormurinn kom urðu menn a þjófstarta ölæðinu honum til heiõurs. Sú drykkja stóð til kl 09:00 að morgni 30.júní Þetta þýddi að endurnýja þurfti áfengisbyrgðirnar og var því fjölmennt i verslun Á.T.V.R á Sauðárkróki.

Seinnipart föstudags biðu menn óþreyjufullir eftir að fyrsti mótorhjólahópurinn kæmi á svæðið.
Um sjö leytið byrjuðu fyrstu drunurnar að heyrast eins og i þotum í lágf1ugi.  Fyrsti hópurinn með Gunna, kyntröll, CBR í fararbroddi á nýja graðfolanum sínum með einar 9 merar á eftir sér.
Siðan komu hóparnir hver af öðrum þeir komu eftir miðnætti var svo kalt að skrifa þurfti fyrir þá gúmmiávisanirnar til að þeir kæmust inn á svæðið.

 Á miðnætti setti Halli Reiðhjólaskelfir mótið formlega með skelfilegri ræðu. Síðan dó Halli. Því var næst boðið upp á súpu ala Heiðar að súpu áti 1oknu var drukkið og sungið til morguns.

               Á laugardag fóru margir á Blönduós i sund og til að seðja hungrið, en Vestmannaeyingarnir fengu sér Helium til að hressa upp á raddböndin.  Timaáætlun er ekki sterkasta hlið Snigla og tveim timum á eftir áætlun hófust hinar æsispennandi Snigla íþróttir.
Dagskráin hófst á Snigli sem Nonni Hafsteins vann á nýju Íslandsmeti 46,90 sek. Því næst var þrauta- kóngur sem Nonni vann einnig.  Dekkjakast sem Jón Páll vann með sinni alkunnu snild sem kringlukastari, kast hans mældist 16 metrar.
Hafdís vann kvennaflokkinn með kasti upp á 6,60 metra.  Raggi sendill vann Lúdmiluna enda vanur að láta dekkin snúast.   Liklegur endurheimti hreðjaglímutitilinn með afbragðsgóðu nærbuxnataki á Tryggva Beikon í úrslita- glímunni. Nærbuxnatakið fólst meõal annars i sér þá lyst að afturendinn á Tryggva var afhjúpaður og hann rassskelltur opinberlega.
Tegundarreipitog sigraði Kawazaki eigendur eftir harõa baráttu við Suzuki.

Dansleikur hófst á miðnætti og sá Sniglabandið um að skemmta fólki til kl.03:30 með sinni allkunnu snild. Inn i dansleikinn fléttuðust svo orðuveitingar og verõa þær taldar upp hér að neðan, Toni Krassorõan fyrir frækilegt krass á síõasta Landsmóti, Jói Austfirðingur viðförlaorðan, Gunnu 'Klútur 1engst að komni Íslendingur á Landsmót, Drápsorðan varð vandarmál því enginn hafði drepið rollu þetta árið,    Jón Pál1 var því sæmdur þessari orðu þar sem hann hafði drepið fugl á laugardeginum. Eftir dansleikinn var setið við eldinn og sungið og og drukkið og drukkið og drukkið og drukkið og drukkið og dáið.
                 
             Á sunnudaginn
fóru menn og konur í skringilegu ástandi til síns heima.  Ótrúlega margir höfðu fengið flensu þennan morgun. Eru dæmi um það að menn hafi ælt oftar en einu sinni á leiðinni heim.   
              Svo rosaleg varð flensan að Ormurinn þurfti að fara á Skagaströnd til að reyna a fá keypta heilsu.  Enn einn fór til Akureyrar til að leita að heilsunni ók hann þaðan daginn eftir til Hveragerðis og þar á Heilsuhælið


 Líklegur Nr.56
Sniglafréttir 3.tbl.júlí 1989

2.3.89

Á Súkku 600 í svefnherberginu

ANNA MARGRÉT ARNARDÓTTIR 24 ÁRA REYKVÍKINGUR´

Flestar litlar stelpur fá dúkkur og alls konar dúllerí í jóla- og afmœlisgjafir og flestir strákar bíla og flugvélar og jafnvel stríðstól. Þannig hefur uppeldið miðað að því að beina kynjunum hvoru í sína áttina, oftast með þeim árangri að það vekur athygli ef strákarnir prjóna og stelpurnar taka upp á því að gera við bíla og geysast um á mótorhjólum. Hvað þá efþœr taka líka einkaflugmannspróf og pungapróf en þá erfátt eitt talið af því sem Anna Margrét Arnardóttir, 24 ára gömul stúlka, hefur tekið sér fyrir hendur. Hún er nú að lœra bifvélavirkjun og stefnir að sveinsprófi í þeirri grein næsta vor. 



Annars finnst mér ofboðslega gaman að keyra stóra bíla og ég ætla að reyna að komast í slíka vinnu í sumar. Ég keyrði Kópavogsstrætó eitt sumarið en núna langar mig frekar til að keyra rútu eða vörubíl." 



„Eðlileg " fram að bilprófi.

„Ég held ég hafi verið ósköp „eðlileg" þangað til ég varð 17 ára og tók bílprófið. Þá fór ég að hafa mikinn áhuga á vélum og ég held að það megi rekja þann áhuga beint til þess hvað ég er forvitin. Ég vildi bara hreinlega vita hvernig vélin í bílnum virkaði. Síðan ætlaði ég að fara á námskeið í bílaviðgerðum til þess að geta gert sjálf við bílinn minn, en slíkt námskeið er bara ekki til.
   Ég varð því að gjöra svo vel að læra bifvélavirkjun og byrjaði í Iðnskólanum í fyrra og stefni á sveinsprófið næsta vor. Það er þó ekki þar með sagt að ég ætli að starfa við bílaviðgerðir, ég gæti hugsanlega snúið mér að einhverju allt öðru eftir sveinsprófið. Ég hef áhuga á svo mörgu.


Svo var það flugið 

Ég lærði að fljúga þegar ég var 17 ára og keypti þá hlut í flugvél. Líklega var það forvitnin sem rak mig í fyrsta tímann en Hka það að hann var ókeypis. Ég gat bara ekki látið þann eina tíma duga því það er svo æðislega gaman að fljúga og það endaði með því að ég tók einkaflugmannsprófið. Ég seldi svo hlutinn í flugvélinni vegna þess að hinir eigendurnir vildu selja en núna er ég farin að safna mér fyrir hlut í flugvél og stefni að því að kaupa hann í sumar.
   Flugvélin hefur aðeins orðið að bíða vegna þess að ég keypti mér vélsleða í haust og hef verið að borga af honum í vetur. Hann er líka ágætis farartæki í færðinni sem hefur verið síðustu vikurnar og ég hef haft næg tækifæri til að nota hann.

Stórir bílar og mótorhjól spennandi 

Annars finnst mér ofboðslega gaman að keyra stóra bíla og ég ætla að reyna að komast í slíka vinnu í sumar. Eg keyrði Kópavogsstrætó eitt sumarið en núna langar mig frekar til að keyra rútu eða vörubíl. 
    Á sumrin fara flestar frístundirnar í mótorhjólið mitt. Ég keypti mér fyrst torfæruhjól fyrir svona fimm árum en svo keypti ég mér „alvöruhjól" í fyrrasumar. Það er Suzuki 600 sem ég hef nú reyndar ekki getað notað mikið upp á síðkastið, en það bíður hjá rúminu mínu eftir því að færðin batni
   Ég er ekki í Sniglunum en ég keyri mikið með þeim. Maður fer bara niður á Plan á kvöldin og hittir þá þar og síðan er keyrt af stað, oft allt kvöldið og hálfa nóttina. Við förum oft upp að Litlu kaffistofunni en stundum förum við lengra austur."

Fallhlífarstökk, köfun, fjallaklifur.

Þessi áhugamál Önnu Margrétar eru yfirleitt stunduð af strákum . Hún á tvær góðar vinkonur en þær eru ekki með í þessu . Hún segist hafa verið mjög feiminn og ómannblendinn unglingur en feimnin hafi elst af sér og svo hafi hún kynnst svo mörgu fólki í gegnum „sportið" . Hér á árum áður hafði hún mjög gaman af því að prjóna og sauma en þau áhugamál hafa smám saman vikið fyrir mótorhjólinu , vélsleðanum og fluginu . Þetta eru heldur ekki áhugamál af ódýrustu gerð , mótorhjól , vélsleðar og flugvélar kosta sitt og eru líka dýr í rekstri . Hún keypti sér líka íbúð í fyrra og það er því ekki að undra að flestar frístundirnar fari í að afla peninga . Það gerir Anna Margrét með því að afgreiða Hlöllabáta fimm kvöld í viku . Þó hefur hún gefið sér tíma til að fara líka í fallhlífarstökk , köfun og ísklifur auk þess sem hún fór á námskeið í postulínsmálningu í fyrravetur . Og eru þá skotæfingarnar ótaldar , en á þeim byrjað i Anna Margrét fyrir síðustu jól.

Sjálfstraustið ekki nógu mikið

mikið „Það passar einhvern veginn betur að tala við stráka um það sem ég hef áhuga á og mér finnst þeir miklu skemmtilegri . Ég finn þó að það er munur á okkur , þeir eru sterkari og stundum þarf ég að fá hjálp við að losa ryðgaðar skrúfur . Kannski felst þessi munur bara í því að ég hef ekki nógu mikið sjálfstraust . Ég get nefnilega alltaf bjargað mér þegar ég er ein og verð að bjarga mér sjálf.
Ég finn fyrir því í skólanum að strákarnir hafa meir i reynslu en ég , þeir fá áhugann miklu fyrr og eru búnir að vera lengi að pæla í bílum og vélum . Ég kom hins vegar inn skólann á núll i og vissi í rauninni ekki hvað var verið að tala um bókunum fyrr en ég fór að vinna á bílaverkstæði . Það eina sem ég vissi var það sem ég lærði í meiraprófinu. Ég vann svo á bílaverkstæði í fyrrasumar og lærði  mjög mikið , enda var ég síspyrjandi .

„Ætlarðu ekki að fara að hætta þessu? "

Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að prófa eitthvað nýtt og gerir ráð fyrir að halda því áfram . Fjölskyldan er stundu mað spyrja mig að því hvort ég ætli nú ekki að fara að hætta þessu og snúa mér að heimilishaldi og barneignum , en ég er nú ekki alveg til í það núna . Það er erfitt að stunda margt í einu og ég geri ráð fyrir því að ég komi til með að velja hjólið , sleðann og flugið .
   Það sem heillar mig mest í öllu þessu er hraðinn og ég keyri út úr bænum til að fá útrás , en þar hefur maður göturnar fyrir sér . Svo verður maður bara að vera í leðurgalla og með góðan hjálm og þá er maður nokkuð öruggur . Ég er nefnilega ekki að þessu til að storka örlögunum. "

EFTIR SONJU B. JÓNSDÓTTUR 
Pressan 2.3.1989 


https://timarit.is/files/15155093#search=%22%C3%A1%22