25.8.89

Dnepr •16 (1989)

Undarlegt farartæki hefur sést á götum Reykjavíkur í sumar.
Það er mótorhjól, en samt ekki venjulegt mótorhjól. Það er Dnepr-16, samskonar hjól og Rauði herinn notar. Hver kannast ekki við úr bíómyndum tvo hermenn á mótorhjóli, annar keyrir en hinn situr í hliðarvagninum og báðir eru í stígvélum, síðum frakka, með leðurhúfu og undarleg gleraugu?
Einn slíkur ökumaður hefur sést í Reykjavík. Að vísu er hann ekki hermaður, heldur Snigill, en
hann á svona mótorhjól og þar að auki allan búnaðinn. Maðurinn
heitir Hjörtur Jónsson mótorhjólaáhugamaður og eins og áður segir er hann í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, eða Sniglunum. Nýtt Helgarblað hitti Hjört að máli og spurði hann hvað hraðskreiður Snigill eins og hann
væri að gera á sovésku Dnepr-16 mótorhjóli. „Ég sá svona hjól á alþjóðlegri mótorhjólasýningu í Englandi í fyrra og iangaði til að prófa. En þetta var bara sýning og þess vegna ekki hægt að prufukeyra. Ég pantaði þá svona hjól í gegnum Bifreiðar og Landbúnaðarvélar og þeir fluttu það inn fyrir mig. Eina leiðin til að prófa hjólið var að kaupa það. Nú er ég búinn að prófa og núna ætla ég að selja það," sagði Hjörtur. Hvernig er að keyra svona farartæki?
„Það er sauðheimskt. En gaman. Þetta kemst ekki á neina ferð, ætli það fari ekki í 90 km á jafnsléttu. Annars er uppgefinn hámarkshraði án manns í hliðarvagninum u.þ.b. 108 km en með manni u.þ.b. 104. Það er líka tiltölulega auðvelt að velta því. Ég velti því einu sinni með mann í vagninum, þannig að maður verður að fara mjög varlega." Hyernig líta félagar þínir í Snigíunum á þetta mótorhjól? „Ég hef farið á hjólinu og hitt þá, en það er bara gert grin og hlegið. Eg efast um að þeir fari að fá sér svona." Þess má geta að Hjörtur á ekki bara Dnepr-16 hjól, heldur líka stórt alvöruhjól sem kemst áreiðanlega töluvert mikið hraðar en Dnepr-16.
Hjörtur bauð blaðamanni að sitja í hliðarvagninum og fara smá rúnt. Það verður að segjast eins og er að það var alveg gífurlega gaman og væri örugglega frábær tilfinning að fara á Dnepr-16 á rúntinn á föstudagskvöldi...Áhugamönnum um svona tæki til fróðleiks má geta þess að á því eru fjórir gírar áfram og einn afturábak. Hjólið er með drifi á báðum afturhjólum, bæði á mótorhjólinu og hliðarvagninum. Vélin er 36 hestöfl, tveggja strokka fjórgengisvél og loftkæld.
Lengdin á hjólinu er 2,3 m, breiddin 1,7 m og hæðin 1,1 m.
Með hjólunum fylgir varadekk, hlíf yfir hliðarvagninn og verkfærasett. Hemlar eru einnig á hjóli hliðarvagnsins.

ns.