26.11.87

Allt um Bifhjólasamtök Lýðveldisins


  Hverjir eru þeir? Hvaðan komu þeir? Hvert fóru þeir? Flott hjól, mikill hraði, leðurföt o.fl.Hvað meira veistu? Allt-síðan ákvað að reyna aðfræðast aðeins um „Sniglana".Hér á eftir sérðu afraksturinn Sveinn Guðmundsson

Hann segist ekki vita hvenær þessi hjóladella greip hann. Telur hana meðfædda. 
- Hvenær voru Sniglarnir stofnaðir?
„Ja, fyrir rúmum fjórum árum setti einn Snigill, sem er kallaður „Súper-Lúlli" auglýsingu í blöðin, bara upp á sitt einsdæmi, um stofnun samtaka bifhjólafólks. í dag erum við rúmlega þrjú hundruð og þar af ekki nema rúmlega fjörutíu konur. Konurnar eiga yfirleitt ekki sjálfar hjól, heldur sitja aftan á."

- Hefur ykkur þá orðið eitthvað ágengt sem hagsmunasamtökum? „Nei, raunverulega ekki, því að við erum það fámennur hópur. Samt sem áður erum við ekkert að rugla. Þú sérð það að þegar felldir voru niður tollar á bílum, voru um leið felldir niður tollar á öllum farartækjum nema hjólum. Þú sérð svo bara með hjálmana, sem eru öryggisatriði,  þeir kosta 15-20 þúsund krónur."- Eruð þið eitthvað merktir? „Já, við erum allir með merki samtakanna á vinstri handleggnum (á jakkanum þ.e.a.s.). Við  norðlenskir Sniglar erum auk þess einkenndir með rauðum borða á ermi eða öxl. Við erum þeir einu sem einkennum okkur eitthvað sérstaklega. Sunnlendingarnir eru auðvitað svo fáir að við þekkjum þá alla!"
 - Eruð þið ekkert á fjórhjólum? „
Það er bara svo hundleiðinlegt á fjórhjóli. Það er kannski allt í lagi að fara á þetta hálftíma í einu og svo búið. Þá er nú betra að fara bara á hestbak. Við Kermit eigum nefnilega báðir hesta."
- Hefur þú þá einhvern tíma til að vinna?
„Nei, það er nú gallinn við þetta. Ég hef svo lítinn tíma. Sólarhringurinn þyrfti að vera helmingi lengri ef hann ætti að duga mér. Hjólin taka auðvitað alveg óskaplega mikinn tíma, en maður fær það margborgað til baka."
- Hvernig fer maður að því að ganga í Sniglana?
„Til að ganga í Sniglana þarf maður að vera orðinn sautján ára og hafa bifhjólapróf. Síðan þarf maður að vera með, fyrst í þrjá mánuði til reynslu, og svo að lokum þarf maður meðmæli 13 Snigla. í rauninni er ekkert mál að fá þessi þrettán meðmæli, þú þarft náttúrlega að kynnast fólkinu."  (Innskot frá Kermit): „Þetta er
ekkert mál, nema maðurinn sé þeim mun meiri drullusokkur. Ef þetta ákvæði hefði verið þegar ég gekk í Sniglana, hefði ég aldrei komist inn."
 - Eiga Sniglarnir sér formann?
„Nei, en innan Sniglanna er starfandi stjórn, í henni eru gjaldkeri, ritari, formaður og svo meðstjórnendur. Stjórnin hefur þann starfa að sjá um fjármál, skipuleggjá ferðir sem farnar eru, bæði innanlands og svo  norðurlandaferðirnar og hjólasýningaferðirnar. Hún sér líka um að gefa út fréttabréfið okkar, Sniglafréttir, og svo hefur hún skipulagt og undirbúið löggæslu, sem við höfum tekið að okkur, t.d. á tónleikum.

" Birgir Örn Sveinsson 

Hjá Sniglunum er hann kallaður Kermit. Hann er giftur og hún er ekki Snigill. 
- Hvað gera Sniglarnir saman?
„Við höldum skemmtanir og landsmót, förum í ferðir um land allt, svo förum við einu sinni á ári til Norðurlandanna og-svo af og til á  mótorhjólasýningar, núna síðast í haust."
  - Hverjir eru í Sniglunum? 
„Það er bara alls konar fólk, verkamenn, menntafólk, námsmenn, stjórnmálamenn og landsfrægir skemmtikraftar, sem sagt alls konar fólk á öllum aldri, bæði karlar og konur úr öllum stéttum og þrepum samfélagsins."
 - Skipta Sniglar oft um hjól?
„Nei, það mundi ég ekki segja, annars er það mjög misjafnt. Náttúrlega ef þú ert ánægður með hjólið þitt, þá selur þú það ekki. Úti eru til dæmi þess að menn hafa gifst hjólinu sínu,  ég mundi ekki selja konuna mína. Þar eru svo aftur dæmi þess að menn eigi fleiri hjól en eitt. Það eru nokkrir sem eiga tvö hjól og ég þekki einn, sem er að fá sér það þriðja. Svo eru sumir sem eiga hreinlega ekkert hjól. Algengast er svo auðvitað að menn eigi eitt ágætt hjól."
 - Eru allir Sniglar hrifnir af Sniglabandinu sem hljómsveit?
„Já, það held ég örugglega. Þetta er auðvitað besta sveit landsins fyrir utan Stuðmenn."
 - Leðurfötin sem þið eruð í, eru þau bara stælar?
 „Nei alls ekki. Þau eru fyrst og fremst alveg geysileg vörn, fyrir utan hvað þau eru hlý. Ef þú ert í gallabuxum og dettur, máttu eiga voii á því að þær tætist í  sundur og náttúrlega lappirnar og kjötið með, en ef þú ert í leðurfötum þá renna þau eftir malbikinu þannig að þú kæmir nærri því óskaddaður út úr því. Svona algalli, jakki, buxur, hanskar, skór og hjálmur, kostar sennilega í kringum fimmtíu og fimm - sextíu  þúsund krónur."
- Hvað endast Sniglar yfirleitt lengi? „Flestir Sniglar eru á milli tvítugs og þrítugs, en elsti Snigillinn er um fimmtugt. Ég hugsa að menn endist yfirleitt eins lengi og áhuginn leyfir. Auðvitað er komin voðalega lítil reynsla á það hvað menn endast, samtökin eru það ung enn. Ég vona bara að ég endist þar til í kistuna er komið."

 Steindór Valur Reykdal 

Steindór
Hjá Sniglunum heitir hann Júlli og er númer 225. Hvaðan Júllanafnið er komið er svo spurning. - Hvað finnst þér um Sniglana?
„Hvað á manni að finnast? Mér finnst þetta auðvitað mjög gaman. Ég trúi því líka að Sniglar eigi eftir að lifa á meðan til eru mótorhjól. Sem hagsmunasamtök hafa þeir ekki orðið eins sterkir og til var ætlast. Þetta er svo lítill hópur að það er sáralítið  hlustað á þá á æðri stöðum."
- Er það eins gaman og af er látið, að þeysa um á mótorhjóli?
„Já. Það er það. Þetta er alveg sérstök tilfinning. Eiginlega ennþá skemmtilegri en orð fá lýst. Ég veit ekki hvað þetta er,  fyrir mér er þetta, held ég, veikleikinn fyrir frelsinu." - Hvernig eru ástamálin innan Sniglanna? „Þau eru mjög skrautleg, ég stunda þau ekki." (Svarinu fylgdi mikill hlátur.) (Innskot frá Svenna): „Ef  stelpa kemur inn í hópinn (þ.e.a.s. Sniglana) og er með einhverjum gæjanum og svo hætta þau saman, þá er það algengt að hún fari ekkert út úr hópnum. Hún byrjar bara með næsta og er þar með alltaf í þessum hópi."
- Er hjólið ekki mikill keppinautur í hjónabandinu?
„Ég bara veit það ekki, ég hef aldrei verið giftur." (Hann hlær aftur.) Svenni: „Það þýðir ekkert að spyrja Júlla svona spurninga. Hann stundar ekki ástamálin. Hann er svo saklaus, þess vegna fékk hann Júlla-nafnið." Júlli: „Ég er einn af þessum sakláusu. Aftur á móti væri allt í lagi að hafa fleiri konur í Sniglunum - fleiri á hjólum."
 - Hefur þú farið í margar Sniglaferðir?
„Já, ég hef farið í nokkrar,  sennilega fjórar ferðir og fannst mjög gaman. í þessum ferðum er náttúrlega dreypt á góðum drykkjum, í hófi þó. Það eru alltaf nokkrir sem drekka alls ekki."
- Eru til Sniglapartý? 
Birgir og Svenni
„Já þau eru til og eru yfirleitt eins og önnur partý, nema þar eru aðallega Sniglar. Helsti kosturinn við Sniglapartý er sá að þar er náttúrlega rætt um mótorhjólin. Allir eru með sömu áhugamál. Sumir hafa líka áhuga á jeppum."
 - Hittast allir Sniglar á landinu oft?
 „Ekki oft, kannski. Þó er landsmót Sniglanna einu sinni á ári. Þar eru stundaðar alls konar íþróttir, eins og hreðjaglíma, sem er mjög sérstök glíma. Þar er barist í fullum skrúða, í stígvélum, leðurgalla og með hjálm og hanska. Hjálmurinn er hafður lokaður og allt er rennt eða smellt, hvar sem hægt er á gallanum. Við iðkum líka „tegundareiptog," sem Honda vinnur alltaf. (Hlátur. Júlli er nefnilega mikill Hondaaðdáandi.) Svo er keppt í Snigli, sem er kapphlaup og „Sippómundun" sem felst í því að menn taka Sippó-kveikjarann upp úr vasanum og kveikja á honum. Sumir eru það færir að þeir taka kveikjarann logandi upp úr vasanum."
- Hvað verður svo um Sniglana á veturna?
„Þeir skríða í skel sína. Taka hjólin sín inn í skúr og pússa þau.  Svo eru fundir hér á Akureyri hálfsmánaðarlega. Svo er árshátíðin á vorin." *
 - Trúir þú á jólasveininn?
 „Já auðvitað, en ég held þó ekki að hann sé að finna í röðum Snigla."
Dagur 26 nóv 1987

6.8.87

Á puttanum á Landsmót Snigla 1987

"Þeir fóru fyrir fimm mínutum "  var svarið þegar ég var mættur á tilsettum tíma á Shellstöðina í Árbæ, albúinn að sitja aftan á mótorhjóli einhvers af meðlimum Bifhjólasamtaka lýðveldisins, sem voru á leið á landsmótið í Húnaveri, fjarri höfuðborginni. Fótganga þangað var því ekki fýsileg. Ég ákvað að fara á puttanum og leigubíll flutti mig á ákjósanlega upptökustað á Kjalarnesi.

Ég var svartsýnn á að nokkur tæki mig uppí. Ég var klæddur eins og sannur mótorhjólakappi í leðurusamfesting, leðurjakka og með hjálm. Ég hafði fengið þessa hluti lánaða hjá hjálpsömum verslunarmönnum Hænco mótorhjólabúðarinnar. " Get ég ekki bara farið á Æfingarbuxum og lopapeysu?" spurði ég þá.  "Nei, það gerir ekkert gagn á ef þú dettur og veitir ekkert skjól á ferð," svaraði Víðir verslunareigandi. Hver var að tala um að detta. Er það einhver hefð á mótorhjóli? Mér leið eins og ,,ja vændiskonu í þessu dressi til að byrja með. Gallinn var eins og smurður á líkamann og ég öfundaði á þeirri stundu Arnold Schwarzenegger af vextinum. En samfestingurinn var hinn þægilegasti og fjótlega var ég orðinn sáttur við hann, a.m.k. þegar ég stóð í vingjólunni á Kjalarnesi og beið eftir fari. Kominn aftan á mótorhjól seinna um daginnuppgötvaðir ég að gallalaus hefði ég frosið á skammri stundu...
Ég átti alveg eins von á að fólk léti svona leðurklæddan svein eiga sig. Fólk virðist almenn líta á mótorhjólaökumennssem brálæðinga.  En fljótlega fékk ég þó far, kannski af því að ég klæddist hvítri úlpu utan yfir leðurgallann. Ég skammaðist mín ennþá svolítið. Tilað fyrirbyggja misskilning útskýrði ég fyrir bílstjóranum að ég væri ekki svo bílhræddur að ég tæki varnargalla og hjálm í puttaferðalög, heldur væri ég á leið í mikið mótorhjólafjör á Norðurlandi. Dóttir bílstjórans þagði. Kannski fannst henni ég skuggalegur ásyndar, mér var farið að líða vel- orðinn töffari. Svarta leðrið og allt.
Í Staðarskála náði ég genginu, eftir langan bíltúr. Þar var mér sagt að ég gæti setið aftan á hjá einum strák (eingar stelpur....)  Ég hafði ekki ekki enn þorað að klæðast sérstökum svörtum leðurstígvélum sem þykja nauðsynleg hjólamönnum, var enn í hvítum adidas skóm. ég fór niður á klósett og ætlaði að skoðahvort ég gæti látið sjá mig í fullri múderingu. Þar voru nokkrir kappar að pússa stígvél sín og galla, ég sneri því við. Í stígvélin fór ég fyrir utan og flýtti mér að setjast aftan á Kawasaki hjól. 
Mér fanst allir horfa á mig.
Þvílík átök. Vindsogið var rosalegt, ég hélt þéttingsfast utan um ökumanninn. Úlpan sem ég hafði klæðst utan um leðurjakkan var eins og loftbelgur og hefði ég sleppt höndunum hefði ég sjálfsagt svifið um nágrennið eins og svifdreki. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að sleppa takinu og renna upp úlpunni. Fyrst í stað horfði ég beint í bak ökumannsins. Hver hreyfing sem ég gerði varð til þess að höfuð hans og hjálmur titruðu þegar vintmótstaðan breyttist. Ég leit á hraðamælinn, sem sýndi 100-130 km hraða. mér fannst djöfulgangurinn ógurlegur á svona litlum hraða. Landslagi sveif hjá og fljótlega var ég farinn að þora að líta í kringum mig. Af og til skutust aðrir mótorhjólakappar á öflugri hjólum framhjá. Í hvíldarhléi,  áður en komið var að Hunaveri, spurði ég hvers vegna væri svona mikið sog á farþegann. Ég fékk þær útskyringar að hraðamælirinn væri mílumælir en ekki kílómetramælir..."
Húnarver er glæsilegur staður, fagurgræn fjöl umkringja stóra sléttu og er þetta draumastaður fyrir samkomur hvaða nofnum sem þær nefnast. Talsverður hópur varþegar kominn á svæðið, nær allir á mótorhjólum en nokkrir á bílum, sem þótti nánast glæpsamlegt athæfi meðal sumar mótorhjólagarpa. Leðurpríddir gæjar og píur spókuðu sig og undirbjuggu sig fyrir átök helgarinnar (sjá grein Þormars Snigils).  Ég hafði stutta viðdvöl á staðnum. Þurfti, eftir nokkra smelli myndavélarinnar , að hverfa á braut.
Kappi á Nýju Honda CRX varfenginn til að skutlast með mig á Blönduós. Beyjurnar voru unaðslegar, eins og hjá keppnismönnum, Hjólið hallaðist ýmist til hægri eða vinstri eftir beyjunum og orkan varsvakaleg. Ég brosti út af eyrum. Nú skildi ég loks tilfinninguna sem fólgin í því að sitja á öflugu hjóli. Við vorum fljótir á áfangastað og skildum að skiptum. Mótorhjólakappinn hvarf í skyndingu á vit ævintrýra helgarinnar. Ég fór annað.
Ég fékk nasaþefinn að mótorhjæolamennsku. Best að skila ekkert gallanum, mig langar í meira....
Texi Gunnlaugur Rögnvaldsson 
ljósmyndari Samúels
Öðru hvoru heyrast hljóð sem minna einna helst á þotur í lágflugi...

Það er búið að reisa Partíhöllina, 40 manna tjald og allt í kring eru svartklæddir leðraðir Sniglar að koma sér fyrir. Bjástra við tjöld og annan útbúnað sem er oft svo flókinn að menn þurfa að vera tæknifræðingar til að koma honum upp.
Öðru hverju heyrast hljóð sem minna einna helst á herþotur í lágflugi og 4-6 hjól æða inn dalinn í átt að tjaldbúðunum. Knaparnir stíga af baki heilsa með handapati , handtökum og faðmlögum og bölva íslensku sauðkindinni sem virðist vera hætt að bíta gras en í stað þess farin að naga frelsið sem ve á veginum.  Þeir sem ekki eru að taka móti nýkomnum ,, þjóðvegahetjum röllta á milli hjólana skoða og spá eða liggja í grasinu fyrir neðan fána bifhjólasamtakanna, skrafa um daginn og veginn , segja sögur , ljúga og hlægja að sjálfum sér og öðrum. Fólkið sem er hér saman komið á eitt sameiginlegt, mótorhjól.  Ungir og gamlir, stórir og litlir, mjóir og feitir , píparar og pylsusalar, sjómenn og leikarar , námsmenn og neftóbakskallar, allir komnir til að eiga saman helgi með öðrum bifhjólamönnum og konum.
Þegar líður á kvöldið er landsmót Bifhjólasamtaka lýðveldisins Snigla sett formlega með því að allir setjast og hlýða á hugljúfann ræðustúf. Síðan tekur nóttin við. Menn og konur skiptast í hópa innan tjalda og utan , maula upp úr mölum sínum og skola dýrindis dósamatnum niður með íslenskum og erlendum eðalvínum og öðrum vökva. Rokkið dunar upp úr farangursgeymslum birgðavagnana og menn segja sögur. Umræðuefnin eru óþrótandi og sögurnar verða alltaf ótrúlegri eftir því sem þær eru sagðar oftar. Íslenska sauðkindin kemur enn við sögu, því það er ekki til sá bifhjólamaður sem ekki kann hinar hroðalegustu hryllingsögur af þessum helsta ógnvaldi mótorhjólsins. Lýsingar á því, hvernig heilu hóparnir af rollum ryðjast upp á veginn og allt að því ráðast á mann og hjól eru sumar svo ægilegar að hárin rísa á harðsvíruðustu jöxlum.  Það koma upp tillögur um að skora á ríkistjórnina að stuðla að algjörri útrýmingu þessarar voðaskepnu með lævíslegum næturflutningum yfir sauðfjárveikivarargirðingar, opnun minnkabúa og sölu veiðileyfa. 
Menn eru rifnir upp úr heimspekilegum hugleiðingum við varðeldinn af tælandi tónum kraftmikils bifhjólarokks og um miðnættið rölltir fólk upp að samkomuhúsinu þar sem Sniglabandið er með tónleika. 
Á laugardaginn fer fram íþróttakeppni. Frjálsíþróttasambandið vill örugglega ekki kannast við íþróttir eins og hreðjaglímu , grótkast, Zippómundun eða Lúdmílu, og ég þori að veðja að verðlaunagripur eins og pungbindi lýðveldisins er einsdæmi á íþróttakeppnum hérlendis. Ungmennafélagsandinn er samt ríkjandi og eins og gengur og gerist sigra sumir en aðrir tapa. Eftir allar þessar frjálslegu íþróttir er slappað af og skóflað í sig þjóðvegalambi grilluðu að hætti Snigla.
Sólin skín á Snigla sadda og sæla yfir því að þurfa ekki að svara heimskulegum spurningum eins og "fílaru mótorhjól" eða þekkiru strák sem er á bláu hjóli, hann er í sniglunum?" svæðið er nefnilega lokað fyrir óviðkomandi umferð, meira segja lögreglan verður að gjöra svo vel að vera fyrir utan. Fyrir innan er bara fólk sem lítur á mótorhjól og mótorhjólafólk sem sjálfsagðan hlut, en ekki einhverjar furðuverur sem ættu að helst heima á brjálæðingahæli eða í dýragarði. Fólk sem skilur tilfinninguna sem fylgir því að vera einn á mótorhjóli Ískaldur, rennblautur og hamingjusamur. 
Íþróttaandi dagsins svífur yfir kvöldinu. það er farið í fótbolta. þ.e.a.s. bolti er eltur og það er sparkað í hann. Hvert sem hann fer er aukaatriði, málið er að elta og sparka. Sumir bregða sér í fótabað í ánni og öðrum er hennt í ánna. Lífið leikur við fólk og það leikur við lífið. Og svo er farið á ball. Sniglabandið leikur  fyrir dansi í Húnaveri, gamla slagara og bifhjólarokk. Inni er iðandi kös, bæði Sniglar og utanaðkomandi, og stemmingin er meiriháttar.  Það er rokkað upp um alla veggi af ótrúlegri upplifun og allir skemmta sér konunglega.
Eftir ballið eru sungnir nokkrir bifhjólasöngvar við leifarnar af varðeldingum og farið seint að sofa.
Um kvöldmatarleytið á sunnudaginn bendir ekkert nema heil varða af svörtum ruslapokum til þess að þarna hafi verið rúmlega 150 Sniglar við íþróttaiðkun og annan ólifnað um helgina.
Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar, vilja þakka gullkonunni Soffíu fyrir konunglegar móttökur og dásamlegar flatkökur. 
Texti Þormar Þorgilsson #13

Samúel 
Ágústblað 1987  

8.7.87

Landsmót Snigla 1987

 Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, héldu landsmót sitt dagana 26.-28. júní s.l. Mótið sem var haldið við félagsheimilið Húnaver var nokkuð fjölmennt og er talið að hátt í 80 hjól hafi verið þegar flest var. 

Bifhjólasamtökin Sniglar voru stofnuð af nokkrum vélhjólaeigendum til þess að þeir fjölmörgu sem áhuga hafa á þessarri íþrótt sem vélhjólaakstur er, bittust samtökum um þessi mál. 

Fyrir nokkru stofnuðu nokkrir tónelskir Sniglar hljómsveitina Sniglabandið og spilaði hún á tveimur dansleikjum í Húnaveri, sem haldnir voru föstudags- og laugardagskvöldið. Þar kynntu þeir nýja plötu sem inniheldur fjögur frumsamin lög eftir hljómsveitarmeðlimi og aðra Snigla. Ber hún nafnið „Áfram veginn— Með meindýr í maganum". 

Hljómsveitina skipa: Björgvin Ploder, Einar Rúnarsson, Skúli Gautason, Stefán Hilmarsson, Baldvin Ringsted og Bjarni Bragi Kjartansson.

4.6.87

Bifhjólið Tákn frelsisins (1987)

„Born to be wild, frelsisfílíngurinn, það er tilfinningin við það að ferðast um úti á vegunum á mótorhjóli. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni betur," segir Ragnar Ísaksson mótorhjólaeigandi og meðlimur númer einn, tveir og þrír (123) í Sniglunum, Bifhjólasamtökum Lýðveldisins um það að ferðast á mótorhjóli.

Ferðalög eru óaðskiljanlegur hluti af mótorhjólamenningu Sniglanna. Yfir sumarmánuðina fara félagar reglulega í ferðir út á land og stundum er farið í skipulagðar ferðir erlendis. „Eftir því sem hópurinn er stærri þeim mun skemmtilegra," sagði Ragnar og hann lýsir því hvaða reglur eru
venjulega viðhafnar úti á vegunum. Ekið er í einfaldri röð og ákveðið bil er haft á milli hjólanna á malarvegunum til þess að forðast steinkastið. Ragnar segir að úr lofti minni hópurinn á slöngu sem liðist áfram.
Um miðjan júní eru um 20 Sniglar að fara á mótorhjólamót í Noregi, á stað sem heitir Sandnes rétt fyrir utan Osló. Sniglunum er sérstaklega boðið á mótið af samtökunum sem standa fyrir því, en félagar þaðan voru á ferð á Íslandi í fyrra og höfðu að sjálfsögðu samband við systrasamtökin  Sniglana. Að sögn Ragnars er tilgangurinn með mótorhjólamótunum fyrst og fremst sá að hitta aðra hjólamenn, skoða hjól og skemmta sér.  Keppa í öllu mögulegu og ómögulegu, hlusta á tónlist o.s.frv. Hinn hlutinn af ánægjunni er síðan ferðalagið sjálft.
Sniglarnir ætla að leggja í hann þann 9. júní frá Reykjavík og fara á tveimur dögum til Seyðisfjarðar þar sem þeir taka Norrænu til Danmerkur. „Við fáum ferðina á mjög góðum kjörum og erum mjög þakklátir starfsfólkinu á Ferðaskrifstofu ríkisins fyrir frábæra fyrirgreiðslu og þjónustu í þessu sambandi," segir Ragnar og leggur mikla áherslu á þessi orð. Í Kaupmannahöfn dvelja Sniglarnir í tvær nætur, en þar bætast Kaupmannahafnarsniglar í hópinn og Helga herforingi bætist í lestina í Sviþjóð. Þann 18. júní kemur hópurinn á leiðarenda og mótast yfir helgina. Út til íslands er síðan farið frá Bergen og frá Seyðisfirði liggur leiðin í Húnaver þar sem Sniglarnir halda sitt eigið landsmót dagana 26. til 28. júní, það fyrsta og örugglega ekki það síðasta, segir Ragnar og bætir því við að æ fleiri kjósi mótorhjól sem farartæki framyfir bíla. Hópurinn fari því alltaf stækkandi. „En eitt megintakmark okkar í Sniglunum er að koma öllum landsmönnum á bifhjól'. 
Hafið þið trú á því að það takist? 

„Já." Viljum viðurkenningu.
Hvaða önnur markmið hafa bifhjólasamtök lýðveldisins? „Við viljum að umferðin samþykki mótorhjól sem farartæki. Þegar tollarnir voru lækkaðir á bílum í fyrra varð engin tollalækkun á bifhjólum. Þetta er auðvitað fjarstæða. Bifhjól eru ekki eins orkufrek og bílar og það
ætti því að vera þjóðhagslega hagkvæmt að sem flestir aki bifhjólum. Úti á vegunum viljum við líka fá viðurkenningu. Það er mikið svínað á okkur og þar eru strætisvagnarnir verstir.
     Annað: Við viljum að fólk læri að bera virðingu fyrir hjólunum. Hætti að pota í þau í tíma og ótíma og skoði þau frekar  með augunum. Fólk skilur ekki hvaða afstöðu við höfum til hjólanna. Þau eru mörgum okkar allt. Við viljum að fólk sýni þeim virðingu og okkur í leiðinni". Hvaða hjól eru algengust í ykkar röðum? „Japönsku hjólin".
Blundar ekki draumurinn um Harley Davidson í ykkur öllum? „Jú það er draumur margra. Annars er ameríski flíngurinn ekkert sérstaklega sterkur hér á landi. Þar eru þeir flestir í reisurunum". Reisurunum? „Já, þar er aðalmálið að hjólið komist mjög hratt og hafi snöggt upptak. Tjopperhjólin eru að verða miklu vinsælli hér. Þau eru ekki eins hröð en eru með meira tork".
Tork?
„Það þýðir að hægt er t.d. að vera í fimmta gír á 30 km hraða. Það þarf ekki að skipta eins oft niður og á hinum hjólunum. Þau hafa það fram yfir hin að það er hægt að krúsa á þeim og aka um
bæinn með meiri stæl". Krúsa?  „Það er rólegheitakeyrsla." Inngjöf að eilífu Hvaða skilyrði þarf'að uppfylla tilþess að verða meðlimur í Sniglunum? Er nóg að eiga hjól? „Það er ekki einu sinni nauðsynlegt að eiga hjól. Ómar Ragnarsson er t.d. heiðursfélagi og hann á bara flugvél. Það er
nýbúið að breyta reglunum þannig að til þess að verða fullgildur meðlimur í Sniglunum þarf 13 Snigla til þess að gefa umsækjandanum meðmæli og fái hann þau er hann fyrst í samtökunum
til reynslu í 3 mánuði. Á þessum þrem mánuðum verður hann að sýna að hann sé virkur. Mæta
vikulega á fundi, koma með í ferðir o.s.frv. Við viljum koma í veg fyrir það að fólk gangi um
með Sniglamerkið á leðurjökkum sínum án þess að það hafi nokkuð með samtökin að gera. Þetta fólk getur t.d. komið óorði á okkur og það viljum við forðast. Við erum nefnilega virðuleg samtök inn við beinið". Meðlimir í Sniglunum eru hátt í þrjúhundruð og að sögn Ragnars er þetta „alls konar fólk".
Mest fólk úr verkalýðsstétt, en inná milli má t.d. finna tannlækna, lyfjafræðinga, nemendur og jafnvel fyrrverandi alþingismann, Árna Johnsen. „Flestir í samtökunum eiga  það sameiginlegt að lifa fyrir
hjólið og þannig fólk viljum við fyrst og fremst hafa í okkar samtökum," sagði Ragnar og fór að
lokum með Trúarjátningu samtakanna, en hún er gjarnan kyrjuð við upphaf ökuferða og á erfiðum andvökunóttum:

Ég trúi á bifhjólið, táknfrelsisins
Ég trúi á heilagt tvíeyki og manninn
Ég trúi á lífið og bensínið,
bremsurnar og dauðann og inngjöf að eilífu.

-K.Ól. 
  Þjóðvilinn 4.6.1987

26.4.87

Hann á trú hann á von. Hann á Harley Davidson

Hann á trú hann á von. 
Hann á Harley Davidson 

 Svo segir í texta Þursaflokksins í laginu sem fjallaði um litla manninn sem átti loksins möguleika á því að verða stór þegar hann eignaðist Harley Davidson mótorhjól. Þessum textaskaut upp í huga blaðamanns þegar hann var síðla dags fremur óvænt staddur innan um nokkur þúsund mótorhjólaeigendur á Nörrebrogade í Kaupmannahöfn 1. apríl sl. 
Blaðamaður fékk þær upplýsingar að á ári hverju söfnuðust meðlimir mótorhjólaklúbbanna í Kaupmannahöfn þarna saman á þessum degi og svo æki öll hersingin saman út á Dyrehavsbakken sem opnar þann samadag. Fjölskyldufólkið ku víst haldasig í órafjarlægð frá Bakkanum við opnunina því allt logar þar í slagsmálum þegar líða tekur á kvöldið. 

Engin slagsmálalykt virðist liggja í loftinu þegar blaðamaður
lenti í hringiðunni á Nörrebrogade enda fengust þær upplýsingar hjá sérfræðingi síðar að flest
allt mótorhjólafólk væri friðsamir borgarar. Þeir sem létu verst væru hinir svokölluðu rokkarar en það væri aðeins fámennur hópur. Hópur sem engu að síður hefur að geyma nokkra morðingja í sínum röðum.

Mótorhjólið staðfestir kyngetuna

Sérfræðingurinn sem vitnað er til að ofan heitir Jói Bay, hálfíslenskur, og er meðal fremstu sérfræðinga á Norðurlöndum í æskulýðsrannsóknum. Hann hefur á síðustu tveimur árum eða svo
unnið að rannsóknum á mótorhjólamenningu.
Jói samþykkti að svara nokkrum spurningum landa síns um efnið.
Hvaða aðdráttarafl telur þú að mótorhjólið hafi fyrir þann stóra hóp sem kýs sér þetta farartœki?
Á margan hátt er mótorhjólið mjög skynsamlegt ökutæki. Það er hraðskreitt, sparneytið á bensín, þarf lítið pláss á götunum o.s.frv. Fyrir utan þessi atriði þá er það sterk upplifun að aka motorhjóli. Maður finnur fyrir veðri og vindum, hvernig loftslagið breytist milli dala og hæða, finnur fyrir bugðunum á vegunum....þetta er miklu sterkari upplifun en að sitja í bíl. Að aka kröftugu mótorhjóli getur líka haft þau sálrænu áhrif að verka sem staðfesting á kyngetu þess sem situr með hjólið á milli lappanna.
En hver er ástœða þess að mótorhjólaeigendur rotta sig saman í klúbba?
Nú eru til áhugamenn um t.d. sportbíla en þeir mynda ekki með sér slík samtök. Á þessu er söguleg skýring. í upphafí 20. aldarinnar þegar vélvædd ökutæki fóru fyrst að koma í einhverjum mæli á göturnar mynduðu eigendurnir, hvort sem þeir voru eigendur vélhjóla eða bíla, félagasamtök. Það voru að sjálfsögðu að mestu leyti karlar úr borgarastétt sem voru í þessum samtökum. Þetta voru annars vegar hagsmunasamtök sem börðust fyrir viðurkenningu stjórnvalda á ýmsum þáttum sem
tengdust vélvæddum ökutækjum, en á þessum tíma var mikið um ýmsar takmarkanir sem menn
vildu fá aflétt. Hins vegar voru samtökin í leiðinni klúbbar þar sem menn nutu félagsskapar hver
annars yfir spilum, fuglaskytteríi eða öðrum frístundaiðkunum borgarastéttarinnar á þessum
tíma. Það félagslega hlutverk sem samtökin höfðu í upphafi aldarinnar er nánast það sama og
hlutverk mótorhjólaklúbbanna nú, en enn í dag telja mótorhjólaeigendur að hagsmunir þeirra séu
fótum troðnir. Þeir líta á sig sem minnihlutahóp, hóp sem á í vissu stríði gegn bílaveldinu. Samstöðu
sína sýna þeir með því að heilsa alltaf hver öðrum þegar þeir mætast á hjólunum.

Bjórdrykkja og kraftíþróttir

Í Danmörku eru nokkur mótorhjólasamtök starfandi, ekki satt?
Mótorhjólaeigendur, sem eru um 40 þúsund talsins, eru skipulagðir í klúbbum sem flestir eru
staðbundnir, en aðrir eru klúbbar tengdir tilteknum mótorhjólategundum. Klúbbarnir hafa með sér
samtök sem nú eru reyndar þrenn. Þetta eru DMC, MCTC og ABATE, en sá síðastnefndi er
klúbbur rokkaranna og nafnið á þeirra samtökum er skammstöfun á: Bræðralag gegn alræðislöggjöf. Þeir voru áður í DMC en voru reknir úr þeim samtökum því þeir voru taldir eyðileggja málstaðinn fremur en að vera honum til framdráttar.
Og hver eru helstu baráttumál ABATE, eða rokkaranna í Danmörku
í fyrsta lagi krefjast þeir þess að fá að aka á endurbyggðum mótorhjólum, en það er nú ólöglegt. í öðru lagi vilja þeir fá að aka án hjálms. í þriðja lagi vilja þeir verða undanskildir hraðatakmörkunum. í fjórða lagi, og þetta er eingöngu krafa rokkaranna, vilja þeir lækka akstursaldurstakmarkanir úr 18 ára aldri niður í 16. Hin mótorhjólasamtökin leggja meiri áherslu á það
að öryggi mótorhjólaeigenda sé tryggt.
En eins og í ökutækjaklúbbunum í upphafi aldarinnar þá sameina klúbbarnir hagsmunabaráttu og frístundaiðkun. Á sumrin leigja klúbbarnir svæði út á landi þar sem meðlimir koma um helgar og keppa í mótorhjólaakstri og ýmsum öðrum greinum, s.s. bjórdrykkju, kraftíþróttum o.s.frv.
Svo er að sjálfsögðu rokkhljómsveit á staðnum. Þarna koma meðlimir alls staðar að af landinu
og jafnvel erlendis frá líka.

Dömutakkahjól

Eru það að mestu leyti karlmenn sem sœkja þessar samkomur?
95% eru karlmenn. Einstaka konur koma með, en þá eru þær oftast í fylgd með karlmanni.
Sitja aftan á hjólinu.
Eru til mótorhjólaklúbbar kvenna?
Já það eru til tveir slíkir klúbbar í Danmörku. Þær eru með sín eigin mót. Það sést varla karlmaður á kvennamótunum, en þó má í einstaka tilfellum sjá stelpur með strák aftan á hjólinu hjá sér.
Ganga klúbbarnir þvert á öll stéttalandamœri eða eru til klúbbar þar sem meiri hluti meðlima er
t. d. úr verkalýðsstétt og aðrir þar sem meiri hlutinn er t. d. úr yfirstétt?
Flestir klúbbarnir ganga þvert á landamærin, en þó eru til klúbbar sem myndast í kringum ákveðnar tegundir af hjólum eins og t.d. Goldwingklúbburinn, en í honum eru aðeins vel efnaðir áhugamenn. Þetta eru rándýr hjól, rosastór og minna helst á vel útbúna bfla á tveimur hjólum.
Nær undantekningarlaust eru þessi hjól útbúin fullkomnustu hljómflutningsgræjum og ýmsum
öðrum þægindum. í ABATE klúbbnum, klúbbi „rokkaranna", eru flestir úr verkalýðsstétt.
Er til haldgóð skilgreining á því hvað rokkari er?
Nei í raun og veru ekki. Fyrirbærið rokkari er að mestu búið til í fjölmiðlum. Það er t.d. enginn
sam kallar sig rokkara. Það sem greinir þennan hóp e.t. v. mest frá öðrum eru hjólin, en þeir aka svo
til eingöngu á breskum eða amerískum bjólum og venjulega eru þau endurbyggð.
Nú eiga Japanir stóran hluta af mótorhjólamarkaðnum. Eru rokkararnir e.t.v. að einhverju leyti undir áhrifum frá félögum Hells Angels í Bandaríkjunum sem að hluta til vegna þjóðernishyggju og kynþáttafordóma kjósa angló-saxnesk hjól frekar en japönsk?
Já alveg örugglega. Rokkararnir eru undir töluverðum áhrifum frá Hells Angels, en Hells Angels hafa verið virkir þátttakendur í baráttu bandaríska iðnaðarins um markaðshlutdeildina þar. Bandaríkjamenn framleiða góð hjól, Harley Davidson, og Hells Angels haf a sérhæft sig í að
endurbyggja þau. Þessi þekking hefur komið til Danmerkur með kvikmyndum um Hells Angels
sem eru nú um 15 talsins og jafnframt eru gefin út í Bandaríkjunum 4 tímarit þar sem eingöngu er skrifað um endurbyggingu á Harley Davidson og þessi blöð lesa dönsku rokkararnir. Það er t.d. einn munur á japönskum og anglósaxneskum hjólum sem er grundvallandi fyrir rokkarana.
Angló-saxnesku hjólin eru knúin í gang með fótunum, en á japönsku hjólunum er bara venjulegur startari eins og á bfl. Þetta fyrirlíta rokkararnir og kalla startarann dömutakka og hjólin dömutakkahjól.

Mótorhjólakonur hafa ekki atkvœðisrétt

Hvað varð tilþess að þú valdir Þér mótorhjólamenningu sem viðfangsefni í rannsóknum þínum?
Ég hef áhuga á hinum svokölluðu jaðarhópum. Áður hafði ég skrifað um leðurjakkamenninguna á sjötta áratugnum og rannsókn á mótorhjólakúltúrnum kemur því í eðlilegu framhaldi af þeim rannsóknum.
Að hve miklu leyti er mótorhjólamenning jaðarmenning?
Ja þetta er menning sem snertir næstum alla fleti lífs þeirra sem lifa í þessari menningu. Þeir afmarka sig með sérstökum klæðnaði, tattúeringu og skartgripum, og svo tíðkast innan þessa hóps sérstakar helgiathafnir og hefðir. Þar eru mótorhjólin í miðpunkti. í brúðkaupum og jarðarförum eru mótorhjólin t.d. ómissandi. Hjá sumum er mótorhjólamenningin það stór hluti af lífinu að
þeir kjósa að búa í sambýli með klúbbfélögum. Mótorhjólagamanið er þannig hjá mörgum ekki aðeins spurning um tómstundagaman heldur verður mótorhjólið öxull sem lífið snýst um.
Er eitthvað sem kom þér sérstaklega á óvart þegar þúfórst að vinna að þessum rannsóknum?
Já tvennt. Annars vegar staða kvenna innan klúbbanna. Þótt þær séu skráðar sem meðlimir þá hafa þær ekki atkvæðisrétt. Og það sem verra er, konurnar virðast sætta sig algjörlega við þetta.
„Svona er þetta og svona á þetta að vera," segja þær. Hitt sem kom mér á óvart þegar ég fór að vinna að þessum málum voru viðbrögð starfsfélaga minna og nánasta umhverfis. Fólk var hálf hneykslað á mér að aka um á mótorhjóli, fannst hjólið t.d. óþarflega stórt fyrir mig. Samtímis fann ég þó að fólk hreifst af hjólinu. Fannst þetta spennandi... Jói lítur glottandi á Marlon Brando-plakatið upp á vegg hjá sér á háskólaskrifstofunni. Á plakatinu situr Brando klofvega á Harley Davidson, alklæddur leðurfötum. Hann endurgeldur glott Jóa. -K.Ól.

http://timarit.is/

19.3.87

Árshátíð Ferðasaga Heidda.


Á blautum og köldum vetrar mánuðum ylja Sniglar sér gjarnan við hugsunina um sumarið.Þeir sem gaman hafa af að öldurhúsum og öllu því sem þeim fylgir láta sér oft nægja að orna sér við, tilhugsunina um mestu gleðihelgi ársins,  Áramótin, og þá á ég við okkar áramót, ekki þeirra.
Menn leggja á sig ýmislegt og mannraunir þær sem fylgja þessari helgi eru oft slíkar og þvílíkar að aðeins mestu hetjur komast heilar heilsu í gegnum hana.

Sagan af því hvernig Heiddi Snigill nr. 10 barðist við yfirskilvitleg öfl og aðra óáran á leið sinni til sameiginlegrar sniglagleði, árshátíðarinnar okkar , siðasta vor.

SAGAN.

Kæru félagar og förunautar. Mig langar að skrifa hérna nokkrar linur um eina lengstu en þó mis lengstu helgi sem getur um fyrr og síðar hjá sumum okkar,  en um er að ræða hina langþráðu  aðalfundar og árshátiðar ferð hjá Sniglum.

Hún hófst snemma hjá mér til dæmis eða á miðvikudags kvöld á Þórshöfn er mér og öðrum,  Gunnari Helga Kristjánssyni nr. 175 var neitað um far með Flugfélagi Norðurlands vegna ofhleðslu rellu þeirrar er við og hugðumst fljúga með til bústaða hinna harðmæltu Snigla.
Nú voru góð ráð dýr og ekki um annað að ræða en að redda bokku og sulla úr okkur sorgum þeim, sem það var að vera flokkaðir sem þungavara á farþegalistum vorra flugfélaga. En þunglyndið bagaði okkur félaga ekki lengi og skemmtum við þorpsbúum við að tæma vínhirslur þeirra langt fram á morgun, og höfðu að minnst kosti við gaman af.
  Nú svo ég haldi nú áfram lýsingu af bessum undan rásum hjá manni þá var maður rifin upp á rassgatinu með látum um hádegi.  Heilsan var ekki beint bermileg, hálfgerð sullriða og ropi með smíðagangi i toppstykki.  Þarna var þá komin fiskmatsmaður sem mat mann ekki pláss frekari en svo að hann bauð far á Húsavik og var það þegið með þökkum.  Var okkur nú troðið inn í fjórhjóladrifið japanskt hrisgrjóna box og ferðin hafin á þvi að saklausir þorpsbúar voru látnir leysa út kröfur sínar hjá póstinum svo við gætum lapið lekan á leiðini, sem gekk vel að vanda.

Til Húsavíkur sótti okkur vélfákur mikill amerískur, af villihesta gerð (Bronco) Rosalega flæktur , (með flækjum) og svo ferlega dekkjaður að fuglinn fljúgandi varð lofthræddur af að fljúga yfir hann, enda gekk ferðin eins og að rusla í sig rjúkandi lummum.  Til Akureyrar var komið kl 9 (e.h.) leiðin kolófær að sögn vegagerðarinnar.
Nú á Akureyri var ekki um annað að ræða en að nota Kjallarann sem start holu þó djúp væri og rök í botninn, enda komið fimmtudagskvöld, og var það notað drjúgt til að hella í sig kjark fyrir flugið um morguninn.

Víkjum nú sögunni að morgni föstudags sem byrjaði ekki betur en svo að ég var rétt svo búinn að missa af rellunni, þar sem ræsirinn í manni var ekki upp á marga fiska enda búinn að vera í láréttri stellingu alla nóttina, mætti halda að allir drykkir undanfarina kvölda hefðu runnið óhindrað upp i haus svo þungur var maður á lappir,   svona eldsnemma um hádegi.
 Flugið gekk bara vel enda flogið með vængjum sem á vélini voru. Til Reykjavikur var svo komið um eitt leitið og var þá drifið i því að koma sér fyrir á Hótel Esju þar sem maður þar sem maður fékk þetta líka flotta herbergi, með rúmi, sófa, einum stól og stórgölluðum mínibar með eingu víni , bara gossulli og súkkulaði stykki.  Þarna var lika snyrting með steypibaði, (sturtu á norðlensku) hillu sem hægt var að raða á tannbustanum og túbbuni, hægðasessu og aftan þerri var einnig troðið í þessa kompu.
   Jæja , er maður var búinn að koma sér þarna fyrir var skundað í fríkkun sem fólst í því að tvöfalt sex fór um höfuð mitt svo maðurinn "ég" fríkkaõi um helming, og þá er nú mikið sagt um strákinn þann.  Nú eftir fegrunar aðgerðir þessar hjá jeppaökukonuni var skundað í konu ríkið í Laugardal, já ég tala nú um að skunda þó bíll væri , því farartækið var eitt agalegasta ökutæki sem ég hef um ævina litið. Steisjon teppi á fjórum hjólum, svo gat ryðgað í botninn sérstaklega að ég hljóp hálfa leiðina niður í dal lauganna í faratæki þessu er Guðni nr. 17 ók af stökustu snilld og landsþekktir rósemi.
Er hér var komið treysti ég mér ekki til að hlaupa lengra og þakkaði pennt fyrir mig og dróst inn í verslun þá er ég þekki best og gerði helgar kaupin, og hugðist nú labba i rólegheitunum til fundar við félaga vora á aðalfundin á Loftleiðum, en rennir þá ekki Helgi H.H. númer par af þrennu, að í þvi og býður far i vind og vatns þéttu farartæki sem ég þáði með þökkum.

Og þá var nú komið,að hinni stóru stund vorra félaga sem ég ætla ekki að hafa mörg orð um því þetta gekk svona rétt mátulega, með smá ávítum stjórnenda á suma sem höfðu fengið sér pínu pons og mikið neðan í því, svo munnræpa gerði vart við sig, og sumir réttu kannski full oft upp hendi til sí endurtekna spurninga svo maður gæti haldið að sumir, og kannski einn , hafi haft sterkt Slott sinnep undir höndunum og sviðið mjög.  En hvað um það þetta gekk allt mjög vel, mál voru rædd fram og aftur til baka eins og þið virkir félagar vitið.  Næsti áfangi var að margra vali Gasablanka með viðkomu á Esju til þrifa og upphitunar, að minnsta kosti fyrir norðan Snigla og segir ekki mikið af
ferðum þeim nema þegar ėg og mínir fylgisveinar, nánar til tekið austan Sniglar,  Ormurinn nr. 181 og Steinar 184, komum út að Esju sjáum við mann sem við könnuðumst við á labbi hinum megin við Suðurlandsbraut, kanski svo lítið norðan við sig og er við kölluðum í hann tók hann strikið þvert yfir þessa umferðar æð, og slapp með þó nokkru dekjaöskri og andlita klístri á framrúðum. 
Var þar komin Sveinn hinn ungi nr. 160 bráð hress að vanda. Tókum við okkur leigubil i Gasablanka, sem endaði næstum með stór slysi er Sveinn sem sat aftur i var eitthvað að leggja áherslu á orð sín og reif i öxlina á leigubilstjóranum og hálf dróg hann aftur í til sín með þeim afleiðingum að bíllinn sentist upp á gangstétt, strauk ljósastaur, fór næstum yfir gamla konu sem var dregin áfram af stórum hundi, og Sleikti brunahana áður en við gátum slitið Svenna af bílstjóra ræflinum sem var orðinn grá-blár í framan eins og hundaskítur. Við höfðum samlíkinguna því stóri hundurinn með konunni skeit á sig af hræðslu, en þetta fór allt saman vel að lokum, og ballið líka í Gasablanka sem var svona eins og þessi vanalegu böll. Það var voða gaman að ég held.

Nýr dagur rann upp í orðsins fyllstu merkingu og skyldi nú haldin árshátið sem ég var svo óheppin að missa af byrjunini á vegna annarar árshátiõar sem ég ætlaði að skreppa á en ílengdist á vegna bar eins sem var að þvælast þar,   komst ég þó á hina langþráðu árshátíð Snigla.  En ég ætla ekki að vera svo 
vitlaus að lýsa henni þvi það eru sjálfsagt einhverjir sem muna meira en ég og gætu rekið ofan í mig lygar og það væri verra, eins sannsögull maður og ég er nú.
En eftir að maður var búin að hoppa ,skoppa, og skvetta upp rassinum eins og kálfur fram á morgun og skemmta sér konunglega,  var haldið í Kópavog  í partí til Tona nr. 82, sem var ekki vandi að finna, maður bara rann á hljóðið og þegar hávaðin náði hámarki fyrir utan fjölbýlishús og aftan við lögregubíl hoppuðum við út úr bilnum.  Ég, lappalöng skoppara kringla á brók einni saman og gatrifnum bol (Steini Tótu) og kolsvört beljutegund sem löngu er útdauð (Black Buffalo) ruddumst út og inn á einhverja hæð sem tveir þjónar stóðu fyrir framan húsráðanda og húð skammaði þá fyrir ónæðið svona eldsnemma um morgni, og sagði þeim að hundskast frá gestum þeim sem væru að koma i friðsælar, umræður hjá sér undir ljúfri mússikk, sem og þeir gerðu.  Annar með lafandi skúffu af undrun niður á bringu og hinn með efri vör fletta upp nef af hörðum hljóðbylgjum og frussandi öskrum Tona sem var að vonum ekki ánægður með þetta ónæði. 
  Í Partíið komust við allavegana og var það villt og tryllt alveg þangað til ég var búinn að missa af leigufluginu sem ég átti far með kl 2 (e.h.).
Svo ég keypti bara annað far kl. 8 um kvöldið.
HEIDDI, NO.10
Sniglafréttir 1987
12.2.87

Á landinu eru starfandi samtök sem bera nafnið Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar.

Baldvin B. Ringsted.

       ALLT

Hér á Akureyri er hópur fólks í þessum samtökum þó lítið fari fyrir þeim, nema þá frekast á sumrin.
Mér lék nokkur forvitni á að vita hvers konar samtök Sniglar væru ásamt því hvað er svona sérstakt við bifhjól. Í hugum margra er ímynd hins svala gæja sú að sjá svartklæddan mótorhjólatöffara geysast um á stóru svörtu hjóli.
Þessir menn eiga þá samfylgjandi ímynd að vera hrottar og jafnvel glæpamenn. Kvöldstund sú sem ég eyddi með Sniglunum sannfærði mig um að margir þyrftu að búk sér til nýja ímynd af hinum svala gæja því Sniglarnir eru (kannski eins og nafnið bendir til) mestu rólegheita skinn sem leggja sál sína í þetta áhugamál, sem reyndar er orðið stór þáttur í lífi margra Sniglanna.
Sniglarnir halda fundi annað hvert fimmtudagskvöld í Dynheimum og verður næsti fundur fimmtudagskvöldið 19. febrúar klukkan 21.00.
Sniglarnir hvetja eindregið alla sem hafa áhuga á bifhjólum að koma á fundi og kynnast málunum.
BALDVIN B. RINGSTED
                    HARALDUR SIGURÐARSON
                                    HEIÐAR Þ. JÓHANNSSON 


Hvers vegna heita samtökin Sniglar?
 B: „Þegar samtökin voru stofnuð formlega eftir auglýsingu í DV þá komu nokkrir áhugamenn saman og lögðu hausana í bleyti til að spá í eitthvert nafn. Það voru komnar ýmsar hugmyndir fram eins og Svarta höndin, eitthvað óhugnanlegt og ruddalegt. Þá kom þetta nafn fram og það þótti svo gott að það var ákveðið."
- Það er ekki verið að skírskota til hraðans sem þið akið á? 
HS: „Við sniglumst jú þegar við erum margir."
B: „Það má segja það, í nafni félagsins þá sniglumst við. Þegar við tökum hópakstur og annað slíkt þá höldum við okkur innan leyfílegra marka."
- Hvert er takmark félagsins?
 B: „Einhver sagði að takmark félagsins væri að koma öllum íslendingum á hjól fyrir aldamót. En í lögum félagsins stendur að það sé til að byggja upp samstöðu meðal bifhjólamanna og vinna að hagsmunum þeirra. Ná fólki saman og fara í ferðir út á land og út í heim. Það er ferðast milli Norðurlands og Suðurlands einnig mætist hópurinn einhvers staðar um verslunarmannahelgar. Síðast vorum við í Vestmannaeyjum og þar áður í Atlavík. Það er líka búið að fara tvær utanlandsferðir á sýningar og það er verið að ræða um að fara í Evrópureisu eða á Ólafsvökuna í Færeyjum." -
 Hvað eru samtökin gömul? 
B: „Þau eru stofnuð í apríl 1984."
 - Hvernig skiptast samtökin milli landshluta? 
B: „Það er varla hægt að segja að þau skiptist. Við byrjuðum að halda fundi hér á síðasta hausti því það var orðinn svo fjölmennur hópur hérna og erfitt að fara suður einu sinni í viku á fund. Það er stjórn í samtökunum en enginn sérstakur formaður. Snigill númer eitt er aldursforsetinn."
- Hvernig er með húsnæði? 
B: „Það stendur til aó koma upp húsnæði en það yrði sennilega á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ef við fengjum einhvern bragga hér værum við vís með að þiggja hann. Við kunnum vel við okkur undir beru lofti enda eru samtökin virkust á sumrin þá er helst legið í tjöldum."
- Hver eru skilyrði til að komast í samtökin? 
Haraldur Sigurðsson
B: „Upphaflegu og núverandi skilyrðin eru þau að vera orðinn 17 ára. En það stendur til að gera einhverja smá trekt, það þarf ekki nema eina skemmda legu í góða vél til að allt sé ónýtt. Það hafa heyrst sögur um að þetta séu glæpamenn eða þaðan af verra."
 - En verður maður að eiga mótorhjól til að ganga í samtökin?
 B: „Nei alls ekki. það er talið æskilegt að þú hafir áhuga á mótorhjólum. Það er nóg að vita að þetta er farartæki á tveim hjólum sem kemst hratt og það er gaman að ferðast á þessu. það þarf ekki að vita nein tækniatriði eða neitt svoleiðis."
- Hvað með stelpur? 
B: „Stelpur eru velkomnar."
- Eru einhverjar starfandi núna?
B: „Já ætli þær séu ekki svona 10%." HS: „Allt of fáar."
- En hér fyrir norðan?
B: „Við köllum okkur Nyrðri arm samtakanna og þá teljum við Akureyri, Dalvík, Svalbarðsströnd og Þingeyjarsýslu. Við erum 35-40 manns og þar af 5-6 stelpur. Heildarfjöldinn yfir landið er að nálgast 300."
 - Er hægt að vera félagi hvar sem er á landinu? 
B: „Já það er gefið út fréttabréf. í því eru nýjustu slúðursögurnar, auglýsingar frá umboðunum og jafnvel tæknimál."
 - Hvar er hægt að fá þetta blað?
Heiðar Þ. Jóhannsson
HS: „Hafa samband við Snigil og fá að lesa þetta hjá honum."
 - Er nauðsynlegt að hafa svona félag?
 HS: „Já." B: „Já, þetta eflir svo samkenndina. Það er gaman að skemmta sér með fólki sem hefur sömu áhugamál. Að hittast hvaðanæva af landinu á einum stað, það er svo tignarlegt að sjá 30 hjól saman að þú trúir því ekki fyrr en þú sérð það."
 - - Hræðist fólk ykkur ekki ef þið komið kannski 20-30 saman með ógnar hávaða? 
B: „Það eru áhrif frá amerískum bíómyndum. Fólk setur oft samasemmerki milli mótorhjóla og glæpamanna. Leðrið hefur líka þessi áhrif."  HS: „Og hávaðinn sem er kvartað undan er í rauninni öryggisatriði því þegar bílstjórar sjá okkur ekki í baksýnisspegli er hávaðinn í hjólunum það sem segir þeim að við séum þarna."
- Eru þetta ekki keppnissamtök á neinn hátt?
 B: „Nei, þau eru fyrst og fremst til að ná saman mönnum sem hafa verið dreifðir hver í sínu horni. Ef einhver sem á gamalt hjól sem er í sæmilegu ásigkomulagi, og hann vill losna við það þá er um að gera að tala við okkur og ganga í samtökin."
 - Bjóðið þið ekki upp á viðgerðanámskeið fyrir yngra fólkið sem er að stíga sín fyrstu skref á þessari braut?
 B: „Nei það hefur ekki verið gert. Um leið og þú færð þér hjól og ef eitthvað bilar þá bara spyrðu næsta mann. Ef hann getur engar ráðleggingar veitt þér þá finnst örugglega einhver. Samtökin eru eins og að eignast 300 systkini og allir vilja hjálpa öllum."
- Hvernig gengur samstarfið við lögreglu?
 B: „Það hefur yfirleitt verið mjög gott. Fyrir sunnan bauð yfirlögregluþjónninn strákunum í kaffi þar sem rædd voru ýmis mál." HJ: „Það er mikið svínað á okkur í umferðinni og 30% slysa sem verða á bifhjólum verða þegar svínað er á okkur." B: „Við erum að reyna að koma af stað vakningu þar sem við viljum að allir keyri í fullkomnum hlífðargalla. Alveg í leðri með góðan  hjálm, hanska og stígvél. Og að keyra alltaf með ljós og þ.h. Þú sérð nú yfirleitt ekkert alvarlegt að hjá manni á stóru hjóli, ekki eins og hjá þessum skellinöðrupúkum þar sem 3 af hverjum 4 eru ljóslausir í umferðinni. Ábyrgðartilfinningin er meiri þegar menn eru komnir á stór hjól."
 - Hafið þið lítið álit á þessum skellinöðrupúkum?
B: „Nei við erum allir búnir að ganga í gegnum þetta og vitum hvað þetta er en okkur blöskrar samt hvað þeir eru kærulausir. Þeir gera sér margir hverjir ekki grein fyrir hvað þetta er hættulegt í raun og veru."
 - En að taka þá inn í samtökin?
 B: „Þeir verða að hafa sín samtök sjálfir. Það hefur verið rætt um að bjóða þeim jafnvel á kynningarfund og gefa þeim góð ráð. Þeir myndu eiga mjög erfitt með að ferðast með okkur þeir eru á svo kraftlitlum hjólum, þannig að það gengi ekki að þeir yrðu í samtökunum."
 - Hvernig er með þessi nöfn sem þið fáið á ykkur (þá var ég að skírskota til nafns sem einn fundarmannanna bar á sér)?
 B: „Við fáum svona nöfn á okkur ef það er hægt vegna einhverra atvika. Þetta nafn sem þú ert að tala um Skelfir eða réttara sagt reiðhjólaskelfir fékk hann (þ.e.a.s. fundarmaðurinn) vegna óhapps sem tengdist tveim eldri konum."
- Hvað er það sem fær ykkur til að halda áfram t.d. ef þið hafið orðið fyrir slysum?
HS: „Meðfædd della." B: „Það er allt hættulegt. Verstu mótorhjólaslysin sem verða eru þegar fætur klemmast á milli bíla en ef viðkomandi dettur á hjóli í fullkomnum hlífðargalla getur hann staðið upp aftur. Þetta er orðið meira en áhugamál hjá okkur, tilfinningin að fara út á sumrin á góðu hjóli er ólýsanleg, menn verða að upplifa þetta." HS: „Maður verður svo ótrúlega bjartsýnn."

Sólveig Sveinbjörnsdóttir
Sólveig Sveinbjörnsdóttir 18 ára 
Sólveig var eina stelpan sem mætt var á þennan fund svo að ég ákvað að spyrja hana hvað henni fyndist um þetta allt og stelpur á mótorhjólum. - Af hverju ert þú í samtökunum?
„Ég fór í fyrsta skipti aftan á hjól í sumar hjá stráknum sem ég er með. Ég ætlaði að vísu aldrei að þora en þetta er alveg æðislegt þegar maður byrjar."
- Hefurðu próf á skellinöðru eða mótorhjól?
„Nei hvorugt en ég ætla að taka mótorhjólapróf í sumar þetta verður óstöðvandi della hjá manni."
 - Hvað finnst þér um sjónarmið fólks gagnvart því að stelpur séu á svona hjólum? 
„Það er mjög misjafnt, sumir eru fordómafullir gagnvart þessu en annars verð ég ekki svo mikið vör við það."
 - Hveturðu stelpur til að ganga í samtökin?
„Já, ef þær fá delluna einu sinni þá verða þær. alveg eins og strákarnir."
 "Um leið og ég var að búast til brottferðar kom Baldvin B. Ringsted að orði við mig og vildi leggja áherslu á það að stelpum væri velkomið að fá að sitja aftan á hjá þeim ef þær vildu prófa.
Það væri bara að tala við þá þar sem þeir væru oft í bænum á sumrin, það hefði nefnilega sýnt sig að þær væru alveg jafngóðir bifhjólastjórar og strákarnir

Egill H. Bragason
Ökukennari

Allt spyr Egil H. Bragason ökukennara 


- Kennir þú á fleiri farartæki en bíl?
 „Ég hef réttindi til að kenna á bifhjól líka."
 - Er mikið að gera við bifhjólakennslu? 
„Það hafa verið svona 30-40 manns á ári." Sniglarnir því miður eins og aðrir. Þeir sem keyra mótorhjól eiga það á hættu að keyra hratt og það eru margir sem missa prófið á hverju ári út af því."
- En hvað með að ökumenn svíni fyrir bifhjólafólk? 
„Það er alveg rétt, ökumenn geta verið mjög tilitslausir gagnvart mótorhjólum. Maður verður alltaf að gera ráð fyrir að mótorhjól taki sama pláss á veginum og bíll."
- Heldur þú að slys á mótorhjólum séu meira sök bílstjóranna? 
„Það er alveg útilokað að segja nokkuð um það. Þeir sem eru á mótorhjólunum ráða vel við þau en slysin hafa alltaf fylgt og munu gera það. Það er ekki hægt að segja að það séu hlutfallslega meiri slys á mótorhjólum heldur en bílum."
 - Hvernig fer kennsla og próf fram á mótorhjóli? 
„Það fyrsta sem maður athugar er hvort viðkomandi hefur keyrt skellinöðru áður og langflestir hafa gert það enda þýðir ekki fyrir mann að læra á stórt hjól nema að hafa keyrt skellinöðru. Nemandinn keyrir síðan ákveðnar leiðir og maður sjálfur á eftir. Það er byrjað á frekar fáförnum stað og ef allt er í lagi þá heldur nemandinn strax áfram. Maður getur fylgst með gírskiptingunum, hvort nemandi hallar sér rétt í beygju og hvort hann bregst rétt við hættum í umferðinni. Nemandi er látinn stoppa í brattri brekku og taka af stað aftur og þá reynir mjög mikið á hæfni nemandans. Þetta geta ekki aðrir gert en þeir sem hafa góða stjórn á hjólunum. Nemandi má byrja að læra þrem mánuðum áður en hann verður 17 ára á stórt bifhjól en getur ekki tekið akstursprófið fyrr en á 17 ára afmælisdaginn. Fræðilega prófið, sem er fólgið í að þá er fjallað um gerð og búnað bifhjólsins ásamt umferðarreglum og lögum, er hægt að taka áður en nemandi verður 17 ára. Í fræðilegu prófi verður að fá 78 stig af 90 mögulegum. Akstursprófið fer þannig fram að nemandi ekur einhverja ákveðna leið í bænum sem bifreiðaeftirlitið tilgreinir og prófdómarinn ekur á eftir honum. Nemandi fær í hendurnar sérstakar reglur fyrir bifhjól ásamt upplýsingum um búnað og þess háttar. Það skiptir ekki máli hvort nemandi er með bílpróf eða ekki en það er léttara fyrir hann því þá kann hann það mikið í umferðarlögum. Hingað til veit ég bara um einn mann hjá mér sem hefur tekið bifhjólapróf án þess að hafa bílpróf. Þetta próf gildir fyrir stærra en 50 cc."
 - Skiptir engu máli með líkamsburði nemanda? 
„Jú hiklaust, það hefur komið fyrir að fólk hefur ætlað að læra sem er 40-50 kg og það þýðir ekki, veldur ekki hjóli sem er hátt í 200 kg. Eins er það að hjól sem eru með svokölluðu kikkstarti, þ.e. þeim er startað með fætinum eru of erfið viðureignar fyrir mjög létt fólk, það verður að vera á hjólum með rafmagnsstarti." ......
- Hvað með stelpur?
 „Hjá mér eru kannski 3-4 á ári og þær mættu alveg læra meira því að það hefur sýnt sig að þær eru ekki lélegri." - Hvernig er með þá sem vilja taka próf á svona hjól en eiga ekki neitt, geta þeir einhvers staðar fengið lánað hjól eins og bíla? „Lögreglan lánar engin hjól en ef kæmi til mín maður sem ekki gæti útvegað sér hjól þá myndi ég reyna að gera það."
- Verðurðu var við fordóma frá fólki t.d. af því að mótorhjólafólk er leðurklætt? 
„Það er skylda samkvæmt lögum að bifhjólafólk sé leðurklætt því ef það dettur af hjólunum þá rispast það svo mikið að öll venjuleg föt tætast í sundur, það verður að vera þykkt efni."
- En hvað með hrotta- og glæpamannastimpil sem mikið af þessu fólki fær á sig?
„Ég held að besta dæmið sem lýsir þessu sé að ég er búinn að kenna nokkrum svokölluðum pönkurum og þetta hafa verið alveg indælis drengir. Ég held að þetta sé alrangt álit sem fólk hefur því þetta er mjög hugsandi ungt fólk sem hefur sínar eigin skoðanir. Þetta er ákveðin lífsstefna og þetta er í tísku. Ég hugsa að margir af þessum mótorhjólastrákum séu í þessu ekki síst því það er álitið að þetta höfði eitthvað til kvenkynsins. En þeir hafa líka mikinn áhuga á hjólunum því er ekki að neita." - Hvað kostar að læra á bifhjól? 
„Fast verð hefur ekki verið endanlega ákveðið fyrir þetta ár. En allur kostnaðurinn hefur verið um 4000 krónur, mér skilst að það sé eitthvað dýrara að taka þetta próf fyrir sunnan." 

Texti: Ingibjörg Elfa Stefánsdóttir.
Myndir: Kjartan Þorbjörnsson
Dagur 12.2.1987