12.7.85

Undrasnáðinn Spencer


Hver er besti vélhjólaökumaður heims?
Þessi spurning mun kalla sama svar fram hjá flestum sem fylgjast með: 
Freddie Spencer.
   Þessi 24 ára gamli Ameríkani með barnsandlitið hefur síðan Kenny Roberts dró sig í hlé notið mestrar virðingar allra vélhjólaökumanna. Keppinautarnir gera sér sjaldnast vonir um að geta haldið í við hann heldur í mesta lagi að hann detti út úr keppni.
    „Fast Freddie" er hann kallaður meðal félaga og aðdáenda og mun fá engu minna pláss í vélhjólasögunni en stórnöfn gengin eins og Agostini eða Saarinen.
   
 Freddie Spencer hóf keppnisferil sinn á unga aldri, 5 ára gamall tók hann þátt í kappakstri á vélhjóli. Þótt Freddie sé ungur enn hefur hann því um tveggja áratuga reynslu!
   Í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, vann hann götukappakstursmeistaratitil American Motorcycle Association árið 1978, aðeins 17 ára gamall. Fyrsta árið sem hann tók þátt í heimsmeistarakeppni, á 500 rúmsm hjóli 1982, gekk honum svo ótrúlega vel að vinna tvær keppnir og ná 3. sæti eftir tímabilið.
     Árið eftir, 1983, bætti Freddie um betur og náði heimsmeistaratign eftir fleiri sigra en nokkur annar á