17.4.82

Þrælskemmtileg þríhjól 1982Motorsport 4.tb. 3 árg.82

Það er ekki mörg ár síðan framleiðsla svokölluðu  ,,Three wheeler" hjólana hófst. Það má segja að þetta sé milligerð vélsleða og mótorhjóls, jafnvígt á auðu og í snjó, þægilegt í meðförum og alveg tilvalið fyrir þjóðir eins og íslendinga. Það er því meiningin með þessari grein að kynna fyrir ykkur lesendur góðir, kosti og galla þessara hjóla og fyrir hverja hjólin eru heppileg. Að vísu er einstaklingbundið hvort viðkomandi hafi hug á leikfangi eða vinnutæki eða hvoru tvekkja. En víkjum fyrst að smíði þeirra og uppbyggingu.
Eins og með flest tæki þá var byrjunarframleiðslan tilraun ein. Ekkert var vitað hvernig móttökur fyrirbærið fengi, hvort það yrði einfaldlega skellihlegið:  ,, Þríhjól fyrir fullorðna, ekki nema það þó" eða hvort það mundi slá í gegn. Og sú varð reyndar raunin. Þetta sannaði enn frekar góða kenningu um hver munurinn væri á leikföngum barnaog fullorðinna. Aðeins verðmunur leikfanganna!

Vinsældir þessara hjóla hafa aukist svo hratt að annað eins þekkist ekki í nokkuri annari mótorsportgrein. Nú þegar eru háðar hinar hörðustu keppnir í svipuðum dúr og móto-cross vélhjóla eða cross-country, og þróun fjöðrunar hefur notið góðs af áratuga langri þróun vélhjólafjöðrunar.
Einhföldustu gerðir þríhjólanna hafa ekki þörf fyrir nokkra aðra fjöðrun en þá sem í breiðu dekkjunum felst. Það eru ekki nema 2-3 punda loftþrýstingur og vaggar hjólið skemmtilega á þeim í torfærum. Þær gerðir hafa vanalega allt drifkerfið lokað svo ekki komast nein óhreinindi að. Það má bjóða þeim nánast allt. Svo eru vitanlega framleiddar ýmsar gerðir sem koma til móts við margvíslegar óskir manna og þar á meðal um hestaorku. Erlendis hafa bændur sem búa við erfið landslagsskilyrði tekið hjólunum fegins hendi. Þau eru góð í snjó fljóta vel yfir votlendi, einkar heppileg á þurru og komast alveg ótrúlega mikiðí torfærum.


Enn sem komið er eru japönsku stórfyrirtækin Honda, Suzuki, Yamaha og Kawasaki ásamt Sænska Husquarna nær einu framleiðslufyrirtækin,  Hingað til lands eru komnar gerðir frá Honda Yamaha og Kawasaki og fengum við þá Eirík Kolbeinsson, Markús Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson til liðs við okkur , en þeir eiga allir sitt hjólið hver. Þess skal getið strax að grein þessi er ekki hugsuð sem samanburðarreynsluakstur tegunda heldur eingöngu sem kynning á þríhjólafyrirbærinu,

Hjólin sem félagarnir eiga eru óskráð og verða þer því að flytja þau milli á kerru eða þá að hjóla utan vegar. Það er þó ekkert vandamál að fá þau skráð, einungis þarf að bæta við flautu, háa geislanum í framljósið og koma fyrir aurhlífum svo að Bifreiðaeftirlitsmenn verði ánægðir. Eflaust munu margir af tilvonandi eigendum slíkra hjóla fara þá leið og geta ferðast jafnt á vegum sem vegleysum æi hvernig færð sem er.

Þeir Eiríkur , Markús og Guðjón tóku blaðamann Mótorsports með í eina skemmtireisu nú fyrir stuttu. Lagt var af stað frá Morfellsveitinni og haldið sem leið liggur að hafravatni og síðan beint upp í fjöll. Það gætu kannski sumir farið að bölva núna í þessum eilífu utanvegafarartækjum sem gera lítið annað en að stórskemma náttúruna, en því fer fjarri með þríhjólin. Dekkin eru það breið og hjólið létt að ekki einu sinni í mosagrónu landi vottar fyrir skemmdum. 

Eftir smá æfingu geta menn farið að gera ýmsar kúnstir á hjólunum.
 Ein aðalreglan að stíga aldrei niður fæti því þá er hætta á að lenda í afturdekkinu.
 Þess í stað verður maður að halla sér vel í öfuga átt við halla hjólsins
og eru þau þá alls ekki völt eins og margir halda.
Við ókumyfir stokka og steina en héldum okkur þó mest á harðfenninu. Þar eru hjólin einstaklega skemmtileg og hægt að leika hinar ýmsu listir á þeim eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Þetta tæki sem erú mjög einföld í meðförum og henta svo að segja öllum. Húsmæðurnar hafa líka látið freistast og skemmt sér konunglega. Þeir félagar hafa ferðast töluvert á hjólunum og láta vel af þeim í alla staði. Einn fór síðasta sumar yfir dý sem var svo botnlaust að gangandi manni var gjörsamlega útilokað að komast þar yfir. Í ám og vötnum eru hjólin seig svo lengi sem straumurinn er ekki mikill. Þegar vatnshæðin er komin yfir dekkin þá verða þau mjög létt vegna alls loftsins í dekkjunum, Ef stigið er af því þá hreinlega lyftist afturendinn upp frá botninum. En allur gusugangurinn truflar ganginn ekki hið minnsta. 

Skemmtilegasta landslagið sem þeir geta hugsað sér sru sandar og hólar eins og á leiðinni frá Höfnum til Grindavíkur. En að sjálfsögðu eru þríhjólin ekki fullkomin að allra mati. Þetta er milligerð vélsleða og mótorhjóls og nær ekki öllum eiginleikum þeirra. Vélsleðarnir eru í dag flestir miklu hraðskreiðari og kraftmeiri. Sumir hverjir eru með yfir 100 hestöfl og ná hámarkshraða yfir 150 km/klst. En þannig sleðar kosta líka dágóðann skilding eða álíka og góður nýr bíll. Og fyrir utan kraft og hraðaþá slá vélsleðarnir þríhjólunum ekki við í lausamjöll. Hinu er þó ekki að neita og þá sérstaklega fyrir sunnanmenn, að þríhjólin hafa meira notagildi og meiri möguleika. Mótorhjólin hins vegar eru yfirleitt með meiri kraft og hærri hámarkshraða, en eru ekki eins meðfærileg í öllum aldurshópum og dugleg í votlendi og víðar. Verðið á þríhjólunum er á við venjulegt torfæruhjól eða um 60 þúsund. Það er þó eitthvað breytilegt eftir tegundum og gerðum, en okkur sýnist sem það sé hægt að eyða peningunum í margt vitlausara.
Hvað er skemmtilegra en að leika sér fjarri mannabyggðum í harðfenni eða sandi er vel viðrar? 
Það má líka ferðast um allt á hjólunum og vekja þau hvarvetna gífurlega athygli.

Þeir Eiríkur og Markús eru á Kawasaki hjólunum sem eru af árgerð 1982, en Guðjón eri á Hondunni sem er ári eldra. KAwasaki hjólin eru með 250cc. fjórgegngismótor sem skilar 18 hestöflum og hefur óvenju mikinn togkraft. Þetta telst ekki há hestaflatala úr þessari stærð af mótor en dugir samt vel til að ná 95 km hraða. En aðaltrompið er bensíneyðslan, sem hemur öllum jafn mikið á óvart. Miðað við að hamast á hjólunum á bornsnúning í klukkutíma þá fer eyðslan ekki yfir 1,5 lítra. Þetta má færa yfir á venjulega eyðslumátann ca. 1,6-1,8 lítrar/100 km. Og til staðfestingar getum við tekið umræddan fjögurra tíma túr þar sem eyðslan var ekki meiri en 3 lítrar. Hjólin eru einnig mjög sterkbyggð og gangviss. Auðvitað kenur fyrur ap men ofkeyri sig í leikaraskapnum, fari á hlið, aftur fyrir sig eða jafnvel alveg á toppinn og haf þa´brotnað bæði ljós og hanföng. Eina bilunin hefur hins vegar verið keðjustrekkjarinn sem greinilega er ekki rétt hannaður á þessari árgerð.

Honda hans Guðjóns er aðeins kraftminni en Kawasakihjólin og af einfaldari gerð. Saknar hann þar helst framdempara eins og á Kawasaki hjólunum en að öðru leyti er uppbyggingin svipuð. Hondaumboðið kynnti fyrt þessi hjól hérlendis í sumar en stór sending væntanleg frá þeim svo og öðrum þríhjólainnflytjendum sem eru Bílaborg með Yamaha og Sverrir Þóroddson með Kawasaki. Er þessum hjólum spáð mikilli velgengni hér á Íslandi, bæði fyrir almenning til leiks, bændur og aðra sem búa við erfið samgönguskilyrði svo og björgunarsveitir. Verður gaman að fylgjast með þróuninni og án efa mun í kjölfarið fylgja einhverskonar keppni , annaðhvort í trial eða cross-country formi.
Og í lokin þökkum við þeim þremenningum klega fyrir þræskemmtilegan dag og vonumst til að sjá þá sem oftast á hjólunum.
JSB
Mótorsport
198214.2.82

Próflausum strákum fjölgar


„Próflausum strákum á mótorhjólum fjölgar ört"


- segir Þorvarður Björgúlfsson, sem tvívegis hefur orðið íslandsmeistari i Motorcrosskeppninni


■ Þeir sem áhuga hafa á mótorhjólum sem leiktækjum eða sporti fylgjast sennilega með Mótor Cross keppnum sem haldnar eru með vissu millibili. Mér fannst þvi tilvalið að ræða við Þorvarð Björgúlfsson sem unnið hefur islandsmeistaratitilinn tvisvar í Mótor Cross keppnum.

Hvað varstu gamall þegar þú fékkst fyrst áhuga á mótorhjólum?
— Ég var 13 ára, þá voru strákarnir að byrja að fá sér hjól og maður varð alveg sjúkur þegar þeir voru tætandi hjólin upp og niður göturnar próflausir og fannst náttúrlega óréttlátt að þeir fengu að keyra um, en ekki ég. 

Hvers vegna varst þú ekki lika á hjóli?
— Það var.númer eitt af þvi að foreldrar minir sögðu þvert nei við þvi að ég væri á hjólinu próflaus. Svo spilaði peningaleysið einnig inn í, ég átti náttúrlega ekki pening fyrir hjóli þegar ég var 13 ára gutti. Þá fór dellan i lægð i smá tima, en þegar ég var aö verða 15 ára keypti ég mér fyrsta hjólið, og var þá búinn aö aura saman öllum þeim pening sem ég náöi I. Upp úr þvi varö ég bitinn og kokgleyptur af dellunni. Frá 15 til 17 ára aldurs er mótorhjól eina löglega farartækið sem unglingar mega vera á, fyrir utan reiðhjól, maður veröur mjög fljótt háður þessu farartæki, þaö er létt og lipurt og maður nennir hreinlega ekki að labba neitt eftir aö maður verður háður þeim, þetta er nákvæmlega það sama og hendir bileigendur.

 Er mikið um það að krakkar keyri hjólin próflaus?
— Já mjög mikið, það má segja að flestir sem hafa áhuga á mótorhjólum komist yfir hjól á aldrinum 13-14 ára. Ég held ég geti sagt að aukningin á próflausum strákum á mótorhjólum hafi byrjað fyrir svona 5-6 árum og siðan hefur þeim fjölgað ört.

Foreldrar kaupa sér frið 

— Hvers vegna? 
— Krakkar hafa miklu meiri pening handa á milli i dag en áður tiðkaðist, foreldrarnir eru of uppteknir af sjálfum sér og skipta sér takmarkað að þessu og jafnvel kaupa sér friðinn. Lögreglan tekur ekki nógu hart á þvi að krakkar séu að keyra próflausir, þegar hún tekur próflausan einstakling þá er farið með hjólið niður á stöð og foreldrarnir látnir sækja það, og síðan er smá peningasekt. Þetta getur endurtekið sig aftur og aftur.

Hverja telur þú skýringuna á þvi að færri stelpur eru á mótorhjólum en strákar? 
— Ég tel að það geti verið margar ástæður fyrir þvi, þær hafa yfirleitt mikið minni pening handa á milli en strákar, sem stafar fyrst og fremst af þvi hve þærfá verr launaða vinnu og einnig hversu erfitt er fyrir þær að fá vinnu á sumrin. Nú svo, ef þær eignast einhvern pening, þá kjósa þær yfirleitt frekar að eyða honum i eitthvað annað. Ástæðan gæti lika verið þessi gamla, þekkta um hlutverkaskiptin. Svo getur það lika verið almenningsálitið, ég man eftir þvi þegar ég var að byrja, þá voru nokkrar sem fengu sér hjól, þær misstu fljótlega samband við hinar stelpurnar, sem voru ekki á hjólum, en komust ekki alveg inn i hóp strákanna, sem voru á hjólum, þær urðu þvi mjög oft einar og á milli hópa, og yfirleitt fengu þær viðurnefni af hjólinu. En sem betur fer er þeim alltaf að fjölga og ég get bætt þvi við að strákar liti frekar upp til stelpna sem eru á hjólum.

— Hvenær byrjar þú svo i Mótor Cross? 
— Dellan fyrir torfæruhjólunum kviknaði i gryfjunum. Félagslifið er venjulega mjög mikið þar og þangað getur maður farið og fengið útrás á hjólinu þ.e. tætt upp og niður hæðir og dali, prjónað og stokkið, óáreittur af lögreglunni. Upp frá þessu gerðist ég félagi i Mótor Cross klúbbnum.

Reynir á þol og hugsun


Hvað er Mótor Cross? 
— Mótor Cross er fyrst og fremst sport, þetta er keppnisgrein og önnur erfiðasta íþróttagreinin. Þegar maður er i keppni eða að æfa þá reynir þetta bæði á þol og hugsun. Maður þarf að vera fljótur að hugsa og taka ákvarðanir um það hvernig og hversu mikið á að halla hjólinu i beygjum, hvar eigi að bremsa og hvar eigi að vinna upp hraðann. Til gamans má geta þess að þeir sem æfa þrekæfingar reglulega eru gjörsamlega búnir eftir einn góðan túr á torfæruhjóli. Þessi iþróttagrein er mjög fjölbreytt maður kemst um allt bæði á vetrum og sumri.

Fer gróðurinn ekki illa á þvi þegar þið tætið upp og niöur fjallshliðar og fjöll?
 — Það er útbreiddur misskilningur að við tætum upp allan gróður um þær slóðir sem við förum, þvi i þeim ferðum sem ég hef farið i, þá hafa verið tætt upp fjöll, sem eru gróðursnauð, en við förum um göngustiga á þeim stöðum sem eru grónir, leiðirnar eru alltaf valdar i gróðri og passað er upp á að eyðileggja ekkert.

— Eru margir félagar í Mótor Cross klúbbnum?
 — Nei það eru ekki margir félagar i klúbbnum. Þessi grein fær mjög litla kynningu i fjölmiölum og er þá hægt að nefna sjónvarpið sérstaklega. Bjarni Felixson hefur marg oft lofað að koma og láta taka myndir en alltaf svikið það. Þetta er mjög slæmt þvi við þurfum bara góða kynningu, það hefur marg oft komið fyrir að fólk slysast til að koma á keppni, það verður undantekningalaust mjög hrifið, og þakkar okkur fyrir góða og spennandi keppni. Fólk hefur oft orð á, að það hefði ekki trúað, að það gæti verið svona gaman á keppnum.

Munar oft mjóu að maður sé hreinlega keyrður niður


 Finnst þér vera tekið tillit til fólks á mótorhjólum i umferðinni? 
— Nei alls ekki, það kom oft fyrir að það munaði mjóu, að maður væri hreinlega keyrður niður, þvi ökumenn bifreiða reikna aldrei með því að mótorhjól eða aðrir farkostir en bílar séu í umferðinni. 

Hvað mundir þú ráðleggja unglingum á mótorhjólum i umferðinni að varast? 
— Ég myndi segja að maður mætti aldrei trúa á náungann, taka verður fáránlegustu viðbrögð með í reikninginn. Mitt motto er að ef maður ætlar að lifa það af að vera á mótorhjóli á götunni, þá verður maður að vera eins og einstaklingur sem haldinn er ofsóknarbrjálæði!
 
Tíminn 14.2.1982

Ég berst á fáki fráum! 1982

Frá vinstri Þorsteinn, Hugi, Haraldur og Kjartan.

— Unglingasíðan ræðir við þrjá mótorhjólatryllara


■ ,, Honda", „Yamaha", „Suzuki" „allirstrákarnir fá hjól!" Hver kannast ekki við þennan frasa?
Þetta viröíst vera visst skeið á þroskaferli flestra stráka / að dást að þessum mikla krafti sem þeir geta hamið milli fóta sér. En hvers vegna eru yfirleitt bara strákar á mótorhjólum? Ég hef litla trú á því að þetta sé einungis karlkyns íþrótt, alla vega hef ég séð ófáar stelpur sitja aftan á mótorhjólum, æpandi kannski af „æsing" eða „hræðslu". Þetta er kannski endurvakning rómantíkurinnar i nútímalegum búningi/ sem sagt að það sé karlmannlegt að vera á mótorhjólí, þvi þar fá strákarnir tækifæri til að sýna listir sínar og þor með ýmsum brögðum. Einnig gæti svarið falist í undirtektum foreldra, jú það er i lagi þó strákurinn fái hjól, það er bara eðlilegt. En stelpan! Hvað hefur hún að gera með það? hún er kolrugluð! En hvað um það.flestir sem ætla sér komast yfir mótorhjól og keyra það jafnvel próflausir. Foreldrar virðast standa ráðalausir gagnvart þessum vanda, og hafa kannski þurft að horfa upp á börn sín limlestast eða að þau haf i hlotið varanlegan andlegan skaða af völdum slyss á mótorhjólinu. Ég náði tali af þrem 15 ára Garðbæíngum sem allir eiga og hafa áhuga á mótorhjólum. Þeir heita Kjartan Björgvinsson, Hugi Ingibjartsson og Haraldur Grétarsson.

K: Ég rændi fyrsta mótorhjólinu frá bróður minum þegar ég var 13 ára það er að segja ég borgaði ekkert út og afganginn eftir minni. En blessuð ekki skrifa það þvi þá rukkar hann mig!
Hu.: Ég vann 500.000.- gamlar krónur i happdrætti þegar ég var 14 ára og fyrir þann pening keypti
ég mér hjól.
Ha.: Mamma og pabbi hjálpuðu mér að kaupa hjól þegar ég  var 14 ára það er að segja þau
borguðu útborgunina og ég einhvern slatta. — Nú fáið þið ekki próf á hjólin fyrr en 15 ára keyrðuð þið próflausir til að byrja með?
K.: Já blessuð vertu það gera flestir, ég fékk hjólið 13 í ókeyrsluhæfu ástandi. Ég gerði við það í snatri og byrjaði að nota það.
Hu: Ég átti að horfa á hjólið inni i bílskúr þangað til ég yrði 15 ára og fengi prófið, en auðvitað
freistaðist maður, og til að byrja með mátti maður keyra fram og aftur götuna heima en maður
varð fljótt þreyttur á þvi svo þetta þróaðist fljótlega út í það að maður var farinn að keyra um
allan Garðabæinn.
— Hvað sögðu foreldrar ykkar við þvi að þið væruð að keyra próflausir á hjólunum?
Ha.: Þeir „sungu" i fyrstu!
K.: Þeim var nátturulega mjög illa við það, en hvað gátu þau gert við vorum komnir með hjólin í
hendurnar.

Notaði aukalyklana þegar löggan tók hina

Hu.: Ég var tekinn einu sinni, löggan tók lyklana af hjólinu minu og ætlaðist til að mamma
myndi geyma þá og ábyrgjast að ég myndi ekki snerta hjólið fyrr en ég fengi prófið. Mamma
treysti sér ekki til þess að ábyrgjast þetta svo löggan fór með lyklana mina, en ég notaði auðvitað
aukalyklana af hjólinu!
K.: Löggan reyndi oft að ná mér og vinum minum en tókst það aldrei við stungum hana alltaf af.
— Hvernig?
K.: Við þræddum alla göngustigana og stundum slökktum við ljósin á hjólunum ef það var myrkur og keyrðum ljóslausir, við gátum alltaf stungið hana af.
— Hver er tilgangurinn með þvi að eiga mótorhjól?
Ha.: Hjólið er mjög gott samgöngutæki maður er miklu fljótari i ferðum en annars.
K.: Svo er það lika leiktæki.
— Hvað meinarðu með leiktæki?
K.: Nú það er hægt að nota það til að stinga lögguna af! svo er lika mjög gaman að fara i sandgryfjurnar og tæta þar upp og niður.
— Eruð þið í einhverjum mótorhjólaklúbb?
K.: Já ég er i V.í.K. sem er skammstöfun fyrir Vélhjólaiþrótttaklúbbinn. Þetta er klúbbur fyrir áhugamenn um Motor Cross hjól, en það eru torfæruhjól sem maður notar ekki á götuna, klúbbmeðlimir hittast einu sinni i mánuði á Hótel Loftleiðum og rabba saman en á sumrin er oft farið i ferðir út á land.

Stoppaðar buxur, járnslegnir skór, brynja og hjálmur

— Þarf ekki vissan útbúnað ef maður er á torfæruhjólum?
K.: Jú ég á buxur sem eru allar stoppaðar, svo er ég i járnslegnum skóm, siðan er maður i brynju
sem sett er yfir bringuna og siðast en ekki síst hjálmur.
— Á hvernig hjólum eruð þið?
Ha.: Við erum allir á 50 kúbbiga Hondum, en Kjartan á lika Yamaha torfæruhjól.
— Hafið þið ferðast eitthvað út á land á hjólunum?
K.: Ég fór i fyrrasumar til Selfoss.
Hu.: Við förum litið út á land á þessum hljólum, þetta eru aðallega samgöngutæki innanbæjar.
— Stefnið þið að þvi að fá ykkur stórt götuhjól og ferðast til útlanda á þeim?
Hu.: Nei alls ekki, það er ekkert gaman að þeim, ég ætla miklu heldur að fá mér stórt torfæruhjól, maður kemst svo æðislega margt á þeim. Það væri t.d. fint fyrir bændur að smala á þeim, það er hægt að klifra upp flest fjöll og komast yfir flestar ár.

Ferlega dýrt

— Hvernig stendur á þvi, að miklu færri stelpur en strákar eru á mótorhjólum?
K.: Það er eiginlega okkur eiginlegt að hafa kraftinn á milli fótanna — AhahaA! —
Ha.: Þær vilja kannski nota peningana I annað, þetta er dýrt sport, fyrst þarf maður að kaupa
hjólið og svo er það bensinið maður! Þó að hjólin eyði litlu þá er þetta ferlega dýrt.
— Hvernig farið þið að þvi að reka hjólin?
K.: Ég vinn með skólanum i Garðshorni.
Ha.: Karlinn og kerlingin  borga það yfirleitt.
Hu.: Það er yfirleitt hægt að redda pening.
— Breyttist vinahópurinn með tilkomu mótorhjólanna?
K.: Maður kynnist nátturulega fullt af krökkum i kringum hjólin.
Hu.: Það eru svo margir sem nenna ekki að ganga!
Ha.: Vinahópurinn breytist ekki þannig að maður hætti að vera með gömlu vinunum þó þeir eigi ekki hjól, hópurinn stækkar frekar, það er að kunningjunum fjölgar.
— Finnst eða fannst ykkur flott að vera á mótorhjólum?
K.: Fyrst fannst manni þetta æðislegt, svo kemst maður fljótt að þvi hversu þægilegt þetta er.
Ha.: Maður notar hjólin mikið vegna þess hve fljótur maður er á milli staða.
K.: — og maður litur ekki eins á hjólin i dag eins og maður gerði t.d. fyrir 2 árum. Þetta er meira
til þæginda.
— Er þá ekki næsta skref að fá sér bilhræ til að liggja yfir eða undir og keyra siðan próflaus i
einhvern tima?
K.: Ha! Nei, ertu vitlaus!
— Er tekið tillit til ykkar i umferðinni?
Hu.: Það er misjafnt, stundum og stundum ekki.
— Hvað komist þið hratt á hjólunum?

Það rífa allir innsiglin af

Hu.: Við eigum ekki að komast Í yfir 50 km hraða á klst. vegna þess að hjólin eru innsigluð, en
maður tekur auðvitað innsiglið af og þá kemst maður yfir 100 km hraða á klst.
K.: Það rifa allir undantekningalaust innsiglin af.
— Hafið þið þá aldrei verið teknir fyrir of hraðan akstur?
Hu.: Jú ég var tekinn á 105 km hraða á Hafnarfjarðarveginum, en þrætti fyrir það,sagðist vera á
85 km hraða og löggan samþykkti það.
— Þegar þú varst tekinn á þessum hraða gerði lögreglan ekki athugasemd út af þvi að innsiglið var farið af hjólinu?
Hu.: Nei, hún skipti sér ekkert af þvi, hún gerir það aldrei, maður fær bara sekt.
— Hafið þið lent i slysi á hjólunum?
Hu.: Ég var keyrður niður um daginn, en var i 100% rétti, ég marðist aðeins, og fékk allt borgað úr tryggingunum.
— Hafið þið einhver önnur áhugamál?
K.: Já ég er mikið á skiðum.
Hu.: Ég veit ekki, ekkert held ég, jú! Ég á talstöð og ligg oft yfir henni.
Ha.: Ég æfi iþróttir.
— Þegar þið hugsið til baka finnst ykkur ekki glæfralegt að hafa verið á hjólunum próflausir?
K.: Jú sérstaklega vegna þess að maður hafði ekki umferðarreglurnar á hreinu, eins og t.d.
hver ætti réttinn þegar maður kom að gatnamótum, maður gerði bara eitthvað. Lika vegna
þess að maður var i gjörsamlegum órétti t.d. ef maður hefði slasað einhvern þá þyrfti maður að
borga sjálfur skaðabætur til hins slasaða, úr eigin vasa.
Ha.: Það sama skeður ef eitthvað kæmi fyrir þann, sem maður reiðir þó maður hafi próf.
Hu.: — maður er alltaf i órétti þegar maður reiðir.
— Gerið þið ykkur grein fyrir þeim slysahættum sem geta stafað af þessum hjólum?
Ha.: Já, já.
Hu.: Þetta er ekkert ofsalega hættulegt maður keyrir venjulega bara hratt á steyptum, beinum vegi, hvað ætti að geta komið fyrir?
K.: Góði, það hafa mörg slys einmitt skeð við þannig aðstæður!
— Að lokum voru þeir sammála um það að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta jafnvel
átt sér stað á beinum, steyptum vegi.
Sigriður Pétursdóttir.
Tíminn 14.2.1982