19.8.82

Æfingasvæði eina lausnin




 segir Októ Einarsson hjá Vélhjólaíþróttaklúbbnum

„Við erum búnir að ræða þetta mál fram og til baka undanfarin ár og höfum komist að þeirri niðurstöðu að eina ráðið sé að skapa okkur afmarkað svæði utan vega”, sagði Okto Einarsson,Vélhjólaiþróttaklúbbnum, en hann er jafnframt fulltrúi hans i akstursiþróttaráði Landssambands islenskra akstursiþróttafélaga. „Það er vitað mál að margir sem eiga svona torfæruhjól aka á þeim hér á götum bæjarins og við sem stundum þetta sem iþrótt erum þeirrar skoðunar að ekki verði komið i veg fyrir slikt fyrr en aðstaða er sköpuð til að stunda þessa iþrótt á þar til gerðu svæði. Fyrr hvefur ekki aksturinn hér á götunum sem auðvitað veldur margvislegum vandræðum”. 

— Tryggingafélögin hafa ekki fengist til að tryggja þessi hjól?

 — Nei, og af eðlilegum ástæðum þar sem þau eru ekki skráð. í þessari iþrótt sem á erlendu máli hefur verið kölluð mótor-cross en á islensku „hólakapp” (!) er beinlinis talið hættulegt fyrir ökumenn hjólanna að á þeim sé aukabúnaður eins og útstandandi speglar og ljós. Þess vegna teljum við útilokað að skrá hjólin og þar með tryggja eftir venjulegum leiðum. 

— En hvað með torfærukeppnirnar?

— Þær eru haldnar eftir að við höfum aflað okkur leyfis frá dómsmálaráðuneyti, lögreglu og viðkomandi bæjarlélagi. islensk endurtrygging hefur selt okkur tryggingu meðan á keppni stendur en þó eftir að við höfum undirritað sérstakt bótaalsal þannig að við fáum ekki bætur nema fyrir örkuml eða dauða. Samt þurfum við i dag að greiða um það bil 10.000 krónur i tryggingar fyrir eina slika keppni. — Hafið þið itrekað beðið um sérstök æfingasvæði? — Já, það er vist óhætt aö segja það. Áður en okkar landssamband var stofnað vorum við i Félagi Íslenskra bifreiðaeigenda. FIB sendi bréf til borgarstjórnar Reykjavikur og bað um æfingasvæði fyrir okkur á torfæruhjólunum. Ekkert kom út úr þvi. Við sendum svo bréf til borgaryfirvalda fyrir tveimur árum og svar við þvi bréfi hefur ekki einu sinni borist ennþá. — Og þið hafið þá i raun hvergi getað æft? — Við höfum haft bráöabirgðaleyfi fyrir svæði upp við Rauðavatn og auk þess er okkar aðalsvæði suður við Grindavikurafleggjara, rétt hjá Keflavikurveginum. Þar höfum við svæði á s.k. Broad-street en þangað er alllangt að fara fyrir allan þann fjölda sem býr hér á Reykjavikursvæðinu þannig að þar er aðeins um bráðabirgðalausn að ræða einnig. Það sem þarf til að koma er að við fáum aímarkað æfingasvæði sem við mundum sjá algerlega um sjálfir. Þá fyrst væri möguleiki á að útrýma að mestu þeim torfæruakstri sem sifellt er að aukast hér á götum bæjarins, sagði Októ Einarsson að lokum.

 Þjóðviljinn 19.ágúst 1982