Frá slysstað á gatnamótum Rauðarárstígs og Flókagötu í gærdag. Bifhjólið ók áfram eftír ákeyrsluna, þeyttist yfír limgerði og staðnæmdist ekki fvrr en um fjörtíutíu metra frá gatnamótunum. |
Ungur maður á bifhjóli slasaðist er hann ók á kaðal sem lá strengdur aftan úr dráttarvél á gatnamótum Rauðarárstígs og Flókagötu um klukkan hálftvö í gærdag. Maðurinn kastaðist i götuna en bifhjólið hélt áfram um fjörutíu metra og staðnæmdist inni i garði hússins númer 17 við Flókagötu.
Bifhjólinu var ekið norður eftir Rauðarárstignum. Samtímis var verið að leggja rafmagnskapal meðfram Flókagötunni í vesturátt. Kapalinn var festur kaðall sem aftur var tengdur í dráttarvélina.
Dráttarvélin var komin þvert yfir Rauðarárstiginn og var strekkt á kaðlinum, þegar bifhjólið lenti á honum.
Lítil umferð var og hafði ökumaður
dráttarvélarinnar þvi farið yfir
götuna.
ökumaður bifhjólsins var fluttur á
Borgarspitalann þar sem hann liggur
nú á gjörgæsludeild. -JGH.
DV 8.7.1983