17.12.81

Sandspyrna B.A.(1982)

Kawasaki 650 á Járnskóflum

Sandspyrna Bílaklúbbs Akureyrar.

Sandspyrna fór fram á Akureyri dögunum. Var það eina keppni sinnar tegundar á árinu og þótti það bera vott umframkvæmdaleysi sunnanmanna.  Sandspyrnan var látin gilda til íslandsmeistara og með sigri í henni fékk Guðmundur Gunnarsson því tvo bikara. Gott skipulag var á keppninni og eiga stelpurnar í Bílaklúbbi Akureyrar heiðurinn af því.
Brautin var nokkuð þungfær vegna leirkends sands í brautinni. Samt sem áður voru yfir 30 þátttakendur sem skemmtu áhorfendum í góðu veðri. Að þessu sinni verður látið nægja að birta úrslit hvers flokks í Sandspyrnunni.


Úrslit

Skellinöðrur 
  1. Haldór Bachman  Yamaha MS 50    8,93sek
  2. Viðar Þórarinsson Honda MT 50     8.99 -
  3. Björn Júliusson     Suzuki AC 50     9,26-

Mótorhjól

  1. Helgi Eðvarðsson   Kawasaki 650    5,76 sek
  2. Jón Kolbensson      Suzuki   250       6,01-
  3. Ari Jökulsson          Honda 550         6,37
Fólkbílar - útbúnir
  1. Bragi Finnbogason  Pontiac    5,61 - 
  2. Haukur Sveinsson   Duster     6,89 -
Opinn flokkur
  1. Brynjar Guðmundsson  Pontiac   6,56 --
  2. Þorsteinn Gunnarsson   Duster    -----
Jeppar Standard
  1. Sveinbjörn Jónsson   Bronco  6.90 --
  2. Einar Schiöth            Willy's    7,21 --
Jeppar Útbúnir
  1. Guðmundur Gunnarsson    Willy's   5,51--
  2. Halldór Jóhannesson           Willy's   5.83--
Fólksbílar Standard
  1. Sveinn Rafnsson     Dodge GTS    9,10--
  2. Þórður Valdemarsson    VW          9,18
  3. Jens Kristjánsson           Nova        9,41
Mótorsport 1982


1.7.81

Evrópa séð af mótorhjóli (1981)

Valgerður og Sigurborg
Valkyrjur tvær lögðu af stað í ferðalag mikið til þess að skoða sem mest af Evrópu. Farartækið var ekki það sem flestir ferðalangar velja sér — en hvernig skyldi annars Evrópa líta út séð af aftursætinu á mótorhjóli? Þessar ágætu konur heita Valgerður Þ. E. Guðjónsdóttir, nemi í fjölbrautaskólanum við Ármúla, og Sigurborg Daðadóttir, nemi við dýralæknaháskólann í Hannover í Þýskalandi. Þær eru 23ja ára gamlar og við gefurn Valgerði orðið:

16.6.81

Ökuleikni og listir á heimsmælikvarða

Hann munaði ekki um það að stökkva yyfir 6 bíla og lenti heilu og höldnu eftir heljarstökkið,
Rétt eins og hann hefði ekkert annað gert yfir æfina.

Ökuþórar í sýningarflokknum „Hell Drivers" léku listir sínar fyrir Reykvíkinga og nágranna þeirra á Melavellinum um helgina. 

Meðal þess sem ökukapparnir sýndu voru ýmsar góðaksturslistir, akstur á tveimur hjólum, stökk á vélhjóli og bíl, árekstrar og akstur gegnum eldsloga. Aðsókn að sýningunni var mjög góð og næst munu ökuþórarnir sýna listir sínar á Akureyri. 
Meðal atriða í sýningunni var heljamikill árekstur og í þessu tilfelli fór bifreiðin
 kollhnís og stöðvaðist á hjólunum aftur

Trúðurinn ,,Booboo'' tók einnig þátt þátt í sýningunni og ók í gegnum eld og
 brennistein á vélhjóli sínu án þess að láta sér bregða.
Mynd: Gunnlaugur Ragnarsson
Einn ökuþóranna áritar veggspjöld sem seld voru á sýningunni fyrir unga áhugamenn


Það vafðist ekki fyrir snillingunum að aka á tveim hjólum um allan völlinn,og
leika jafnfamt allskonar kúnstir. Hér gerði ein stúlkan úr
 sýningarhópnum sér
 lítið fyrir og stóð á hleiðinni á bílnum meðan honum var ekið á
 tveimur hjólum um allan völlinn.



Það er líklega ekki á hvers manns færi að láta draga sig á afturendanum í
gegnum svona eldhaf, enda vöruðu forráðamenn sýningarinnar áhorfendur við því að
reyna að leika þessar listir eftir.
Morgunblaðið 16.6.1981