22.1.21

Ísland í augum ferðamanna á mótorhjólum.

Það var gríðalega sérstök tilfinning að standa á brún Dettifoss
 og finna kraftinn. Og reyndar átti það við um alla
fossana sem við skoðuðum

Á ári hverju í júlímánuði fer ég og vinir mínir í mótorhjólaferð, bara svona út í buskann.  Góður og sterkur vinahópur sem hjólar mikið saman og höfum heimsótt m.a. Indland, Nýja Sjáland, Ástralíu, Ameríku, Írland, og England.


Síðustu fimm árin höfum við passað upp á hvern annan og keyrt í gegnum Víetnam, Chile, Argentína, Perú og Tyrkland og Ladakh hérað.  Frelsið á vegum úti og gleðin og ánægjan við þessi ferðalög í gegnum ókunn lönd er ólýsanleg lífsreynsla og hvetur okkur til að halda áfram þessum ferðamáta ár eftir ár og skilja hversdagleikann og okkar heittelskuðu eftir heima.

Að þessu sinni eftir miklar umræður ákvað hópurinn að fara í norðurátt alla leið að heimskautsbaug, til Íslands!


Þessi strjálbýla og fallega eldfjallaeyja er á miðjum Atlantshafshryggnum milli Evrópu og Ameríku og er landslagið þar einstakt og hrikalelega fjölbreytt með hraunbreiðum snævi þöktum fjöllum, heitum laugum, jöklum og ströndum með svörtum sandi.

18.1.21

Stórbruni í mótorhjólasafni í Austurríki.


Stór hluti af Top Mountain Motorcycle Museum í Austurríki brann í nótt og er restin af húsinu mikið skemmt.
Eldurinn var mikill í timbrinu.


Á safninu sem er í 2200 metra hæð yfir sjávarmáli voru mikið af gömlum og sérstökum mótorhjólum og tókst aðeins að bjarga nokkrum þeirra svo tjónið er mikið.
 
Í mótorhjólasafninu voru um 230 söguleg mótorhjól og nokkrir bílar sýndir á rúmlega  3.000 fermetra svæði. 


Í 15 ár höfðu bræðurnir tveir, Alban og Attila Scheiber, safnað hlutum frá öllum heimshornum. Sem eru nú glataðir.

Þegar eldurinn kom upp voru tveir verðir í byggingunni en þeir vöknuðu við brunaboða, að sögn Klotz, og tókst að flýja. Orsök eldsins er enn óljós og brunarannsókn er hafin..


Þarna í rauða hringum er munir sem tókst að
bjarga úr brunanumNokkrum hjólum tókst að bjarga.


Sorglegar fréttir án vafa fyrir hjólafólk. :(

Fréttin....