18.1.21

Stórbruni í mótorhjólasafni í Austurríki.


Stór hluti af Top Mountain Motorcycle Museum í Austurríki brann í nótt og er restin af húsinu mikið skemmt.
Eldurinn var mikill í timbrinu.


Á safninu sem er í 2200 metra hæð yfir sjávarmáli voru mikið af gömlum og sérstökum mótorhjólum og tókst aðeins að bjarga nokkrum þeirra svo tjónið er mikið.
 
Í mótorhjólasafninu voru um 230 söguleg mótorhjól og nokkrir bílar sýndir á rúmlega  3.000 fermetra svæði. 


Í 15 ár höfðu bræðurnir tveir, Alban og Attila Scheiber, safnað hlutum frá öllum heimshornum. Sem eru nú glataðir.

Þegar eldurinn kom upp voru tveir verðir í byggingunni en þeir vöknuðu við brunaboða, að sögn Klotz, og tókst að flýja. Orsök eldsins er enn óljós og brunarannsókn er hafin..


Þarna í rauða hringum er munir sem tókst að
bjarga úr brunanum



Nokkrum hjólum tókst að bjarga.


Sorglegar fréttir án vafa fyrir hjólafólk. :(

Fréttin....


17.1.21

Rosalegt 500 hestafla mótorhjól

Insane Eisenberg V8 Bike Delivers 500 HP – It’s Road Legal

Britain’s Eisenberg Racing fitted a V8 engine on a custom motorcycle. The engine displacement is 3000cc while the total output is staggering – 500 hp (if it runs on racing fuel) and 480 hp (on standard gas). The man behind this project is Zef Eisenberg and as hard to believe as it is, the motorcycle is still running some tests in order to become road legal.

Hjólið heitir Eisenberg EV8 og var hann að af manni með sama nafni.
Í hjólinu er V8 3000cc mótor sem var hannaður af nokkrum af bestu vélsmiðum Englands,

Takmarkið var að búa til V8 mótor með rétta hæð ,þyngd og lengd þannig að það myndi ekki hafa mikil áhrif á ökuhæfni hjólsins.  Smíðin tók 4 ár og má með sanni segja að þetta sé með þeim flottari V8 hjólum sem sést hafa.  500 hestöfl við 10500 snúninga. Vélin er lygilega létt miðað við V8 því hun vegur aðeins 80 kg og að ná þessum hestöflum út án þess að nota nitró eða turbó er magnað.

Hámarkshraðinn:  með öllu þessu afli! hvað kemst það hratt?
Í vélaprófunum fór hjólið í 333km hraða en þeir segja að það fari auðveldlega í 362 km og eins og áður segir án Turbó, blower, Nos og án þess að vera með hlífar á sér.  
Með vindhlífum telja þeir að hjólið fari yfir 400 km/klst.
 
The Engine

Besides the power figures, this V8 engine is different from what you see fit on an American muscle car for example. In other words, a crossplane crankshaft design giving the engine that typical ‘chevy v8’ burble sound thanks to the uneven exhaust pulses. As a result, the American muscle car V8 engines are heavier and bulkier due to the heavy balance shaft which makes them quite a challenge when they are used on motorcycles. The Eisenberg V8 engine, on the other hand, features a flatplane crankshaft which delivers even exhaust pulses. Also, the V8 engine can rev much higher and easier compared to a V8 with a crossplane crankshaft. As an end result, it delivers more hp, it’s revvier, it uses a smaller displacement and it weighs less thanks to the compact design features.

The Eisenberg V8 features eight independent fly by wire, Jenvy throttle bodies with tuned trumpet lengths to provide better airflow and throttle response. The throttle bodies are controlled by a bespoke ECU which offers full ride by wire. As a result, the rider can manage the maximum power delivery of the motorcycle without the need to use various menu controlled power maps. Furthermore, the experienced riders will receive a special red key that, when activated allows full control of the Eisenberg EV8 without electronic intervention.

It took over two years to design the special 6-speed gearbox and as Eisenberg claims, the gearbox was dyno tested and patented. To sustain such a high power delivery, the gearbox features some special elements such a swappable primary gears as we see fitted on GP race bikes.

The Eisenberg EV8 was equipped with a reverse spinning clutch which counteracts gyroscopic inertia. It’s a technical solution used to counteract the considerable inertial response when the rider twists the throttle.

Moreover, the motorcycle features a concentric swingarm design with anti-squat geometry to reduce chain tension issues. By using a smaller 530 chain (rather than a heavier 630) the friction level is reduced and the engine doesn’t lose any horsepower. All in all, it’s a technical solution we don’t get to see on most of the bikes out there. The swingarm alone is made using CNC and billet aluminium that shreds off some kilos to keep the bike’s weight down. The whole bike, especially around the engine, was designed to handle the full stress put through the frame and powertrain.

The Eisenberg EV8 is still in the prototype phase of development and it’s put through its paces going under continuous engine dyno and road testing to make sure that the production bike provides a smooth clutch feel, handling, gearbox, rideability, engine cooling and so on.

The production version of the is underway, but it will have to comply with a bunch of legislation rules in order to actually see it run on the streets. Of course, there’s a price to pay for all this performance and in the UK the price tag will be set around £100,000 (close to US$130,000) which might increase until the production version is completed.

15.1.21

Ný vefsíða í smíðum fyrir Tíuna og félagsgjöld

Í lok janúar mun ný og glæsileg Tíusíða líta dagsins ljós. 


Á síðunni verða áfram fréttir og viðburðir eins og verið hefur en til viðbótar hefur bæst við glæsileg vefverslun þar sem hægt er að versla fatnað klúbbsins.  

Einnig langar Tíunni að benda félagsmönnum á að á næstu dögum kemur greiðsluseðill fyrir félagsgjaldinu í heimabankann.

 Breytingin í ár er sú að eindagi er 1.mars 2021. Með félagsgjaldinu í ár er lukkunúmer í happadrætti þ.e. ef gjaldið er greitt fyrir eindaga.
(Happadrættið verður nánar kynnt síðar, en þar verða fjöldi vinninga),
Nýtt félagskyrteini 2021

Félagskirteinin eru tilbúin til framleiðslu og þau munu berast hratt og vel.

Ef þú óskar eftir að gerast félagi í Tíunni Bifhjólaklúbb Norðuramts 
Smelltu á þessa slóð


Ef þú hinsvegar óskar eftir hætta í félagskapnum, endilega sendu okkur uppsögn þína skriflega til okkar í tian@tian.is og þá munt þú ekki fá sendann gíróseðil.

Með bestu kveðju Stjórn Tíunnar.
www.tian.is

Ættfræði gamalla mótorhjóla

 

Harley-Davidson á Íslandi í rúm 100 ár:

– Njáll Gunnlaugsson blaðamaður kallar eftir aðstoð lesenda vegna bókarskrifa

Njáll Gunnlaugsson, blaðamaður og ökukennari, er um þessar mundir að skrifa um sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. Hann hefur áður skrifað bókina „Þá riðu hetjur um héröð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi“ sem kom út árið 2005 og er þessi bók annað bindi í þeirri ritröð.

Saga Harley-Davidson á Íslandi hófst snemma en fyrstu hjólin sem hingað komu voru af 1917 árgerð. „Mér líður dálítið eins og ættfræðingi í þessu verkefni því að oft þarf að finna út úr því hver átti hjólið á hvaða tíma og bera saman við myndir sem til eru af hjólunum,“ segir Njáll um bókarsmíðina

ókarsmíðina. „Tökum til dæmis myndina með greininni, sem sýnir fjóra menn á Harley-Davidson 1929- 31 árgerð. Elsta mótorhjólið má þekkja af tvöföldu framljósunum en myndina tók Gissur Erasmusson rafvirki sem átti tvö HarleyDavidson mótorhjól fyrir stríð. Gissur lést 1941 og átti R-93 hjólið þegar það var með númerið RE-93. Það hjól seldi hann í ágúst 1937. RE-472 er einnig á myndinni en það númer var á hjólinu meðan Guðni Sigurbjarnason járnsmiður átti það, en hann seldi það 1938,“ segir Njáll um eigendur hjólanna á myndinni.

Nánast ekkert eftir

„Ég ákvað að setjast niður og skoða hversu mikið efni ég ætti til um Harley-Davidson þegar COVID-19 skall á okkur og ég neyddist til að fara í kennsluhlé frá ökukennslunni. Ég byrjaði á að taka saman hvað ég ætti til um hjól frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina og þá kom í ljós að ég var með skráningar um flest þeirra og myndir af meira en helmingi þeirra.“

Leitin að heimildum um hjólin hefur leitt Njál víða og í sumar kom í ljós að skráning á fyrsta Harley-Davidson lögregluhjóli Íslands leyndist í Danmörku. Hjólið fannst að lokum en reyndist þá svo mikið breytt að nánast ekkert var eftir af upprunalega hjólinu. „Við komumst þó að því að mótorinn var í hjólinu fyrir um það bil þremur árum síðan og höfum ekki gefið upp alla von um að hann muni finnast. Eins er verið að rekja slóð annars Harley-Davidson lögregluhjóls sem var af 1955 árgerð, en það var selt til Danmerkur kringum 1970. Það hjól er af 1955 árgerð og er upprunalegt en það var nýlega selt til Þýskalands.“

Óskar eftir upplýsingum

Það er nú einu sinni þannig með söguna að alltaf er að bætast við hana og til þess að bókin verði betri vill Njáll auglýsa eftir öllu því sem tengst getur sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. 

„Það er alveg sama hvað það er, myndir, sögur, þess vegna hlutir úr gömlum Harley-Davidson mótorhjólum. Eflaust hafa mörg þeirra verið seld úr landi og þá mörg hver til Danmerkur. Um 40 hjól komu hér fyrir stríð svo vitað sé og ég hef aðeins náð að finna leifar af fimm þeirra. Sum þeirra voru á skrá þar til á sjötta eða sjöunda áratugnum og gætu leynst hér enn þá.“ 

Þeir sem vilja hafa samband við Njál með upplýsingar um sögu Harley-Davidson er bent á að skrifa honum tölvupóst á njall@adalbraut. is eða að hringja í síma 898-3223. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021 ef allt gengur eftir. /VH 

Bændablaðið  jan 2020

13.1.21

Hurð komin í Tíuherbergið á Safninu

 Mótorhjólasafn Íslands er glæsilegt hús án því er enginn vafi.  En húsið er langt því frá að vera fullklárað. Einn fjórði af húsnæðinu hefur ekki verið fullkárað enda er ekki ókeypis að byggja.


Safnið fékk notaða hurð að gjöf frá Háskólanum á Akureyri með hurðakarmi og gluggum og fékk hurðin því nýjan tilgang.
Hurðin leysir af hólmi ljótri bráðabirgða harmonikku
 hurð sem sést einnig á myndunum.     (Sigurður Smiður.)
 
Hurðin passaði auðvitað ekki nákvæmlega í hurðagatið á Tíuherberginu, en með talsvert miklum breytingum þar sem áður var efri gluggi var efnið nýtt til að breikka hliðarglugga og láta hurðarstykkið passa í gatið.

Verkið var gert af  Sigurður Halmann Egilsson smið og Tómasi Jóhannsyni  og er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til.
En nú þarf bara að setja snyrtileg gler í nýju hurðina. 

Stefnt er á að setja parkett á gólfið og ætlar Tían og safnið í sameiningu að leggja það og eftir það verður Tíuherbergið orðið glæsilegur fundarsalur. 

Frábært verk strákar..



Ævintýraferð til Ekvador (3.Kafli)

Ferðasaga á mótorhjóli
Þriðji kafli.
Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson 

Silfureyja

9. júní

Þegar ég leit út um gluggann á herberginu um morguninn sá ég bát í flæðarmálinu og fullt af fuglum í kring, stórum kvikindum, og fólk að bjástra við eitthvað. Það var sem sagt löndun í gangi. Þetta var svolítið öðruvísi en maður á að venjast, því báturinn var opinn, þó með mótor, og fisknum var mokað upp í kassa sem þeir báru svo á öxlunum inn í flutningabíl sem var á ströndinni. Tveir héldu bátnum og tveir báru sjó í bala upp í bílinn. Svo var þarna lítil ísframleiðsla í gám við hliðina á hostelinu. Gaman að sjá þetta svona í aksjón.


En ég skellti mér svo í skoðunarferð á silfureyju (Isla de la plata). Á leiðinni út í eyjuna, sem er 42 km frá landi og því góð klukkutíma bátsferð, rákumst við á höfrunga sem voru svo vinsamegir að stilla sér upp fyrir myndatöku 😁🐬. Á þessari eyju er hægt að komast í návígi við sérstaka bláfætta fugla og eyjan er líklega frægust fyrir þá. Þeir kölluðu þá "Blue footed boobies"😆👣. Við fórum í tveggja og hálfs tíma göngutúr um eyjuna með leiðsögn og fengum ýmsan fróðleik, eins og þann að ávextirnir af kaktus um inniheldur metamfetamín í litlu magni, en

Agndofa yfir Íslendingum



 „ Geggjað að sjá hversu margir hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki“

Þýskur ferðamaður eyddi drjúgum hluta af sumarfríi sínu á síðasta ári að ferðast um Ísland á eigin mótorhjóli sem hann flutti til landsins. Hann varð þó fyrir því óláni undir lok ferðarinnar að hjólinu var stolið úr bílakjallara hótels sem hann dvaldi á og voru þó góð ráð dýr.

Þjófnaðurinn barst þá til eyrna Hjólhestahvíslarans, Bjartmars Leóssonar, sem hefur vakið þjóðarathygli fyrir baráttu sína við að endurheimta stolinn hjól. Bjartmar auglýsti stuldinn þegar í stað á Facebook og setti af stað átak til þess að finna hjól þýska ferðamannsins.

Viðtökurnar voru miklar. Alls var auglýsingu Bjartmars eftir hjólinu deilt 1.700 sinnum á nokkrum dögum og hvíslaranum fóru að berast ábendingar um stuldinn. Að lokum fannst hjólið, degi áður en hans átti bókað far af landi brott, og urðu fagnaðarfundir þegar Bjartmar og Þjóðverjinn hittust loks á lögreglustöðinni.

Flaug sá þýski síðan af landi brott daginn áður en þá hafði Bjartmar boðist til þess að skila hjólinu til Samskipa sama dag þar sem Þjóðverjinn hafði bókað flutning á hjólinu til heimalandsins.

Allur þessi rússíbani átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Greinilegt er að hjálpsemi Bjartmars og Íslendinga er Þjóðverjanum enn hugleikinn. Hann birti færslu á þýsku á Facebook, undir notendanafninu Haus Nummernschild, á-síðunni „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“ þar sem hann þakkaði Bjartmari sérstaklega fyrir hjálpina og birti mynd af þeim félögum með hjólið forláta. Þá þakkaði hann einnig öllum þeim sem að lögðu það á sig að deila færslunni um hjólið og stuðla þannig að fundi þess.

„Það var geggjað að sjá hversu margir hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki einu sinni,“ skrifaði Þjóðverinn hrærður. Hjólhestahvíslarinn tók undir kveðjuna og sagðist ennfá gæsahúð við að hugsa til þessara daga.

12.01.2021