29.12.20

Æili sé gaman að vera lögga ? (1990)

 


Tæplega tvö þúsund manns heimsóttu lögregluna á Akureyri á lögregludeginum sem haldinn var á sunnudag. 

Þrjátíu starfandi lögreglumenn tóku á móti forvitnum gestum og fræddu þá um starfsemina, en tækjabúnaður lögreglunnar var til sýnis í sérstöku tjaldi við stöðina. Þeir lögreglumenn sem ekki voru á vakt gáfu vinnu sína. Öll börn sem þess óskuðu fengu að bregða sér á bak mótorhjóli lögreglunnar þar sem tekin var af þeim mynd, en lögreglumaðurinn sem annaðist myndatökuna stóð í ströngu; tók alls um fjögur hundruð myndir. Þá fengu börnin einnig lögreglumerki sem þau nældu í barminn.

Morgunblaðið 16 okt 1990

23.12.20

Jólkveðja frá Sniglunum

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, óskar bifhjóla-landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þessi fjórða mynd herferðarinnar er Auðunn Pálsson, framkvæmdarstjóri.
Hans skilaboð eru; Ég sé þig, sérð þú mig? , sem eru tvíbent því við sjáum kannski ekki jólasveininn, en hann sér okkur 🙂
Með jólahjólakveðju
Sniglar

22.12.20

Nýtt fyrirtæki í bænum (Akureyri)

 Oft verða hugmyndir af veruleika og það sýndu félagarnir Trausti og Valur í haust er þeir stofuðu fyrirtækið www.sorptunna.is


Báðir eru þeir áhugasamir mótorhjólamenn  (Tíufélagar) og var viðtal við Val í föstudagsþættinum á N4 á dögunum.

Flott gert strákar.


19.12.20

Á Hondu C90 yfir Kanada um hávetur í 20-30 stiga frosti.

Að fara á mótorhjóli yfir Kanada þykir kannski ekki tiltökumál, en að gera það um miðjan vetur í miklu frosti búa í tjaldi og undir miklu áreiti frá Lögreglunni það er annað mál :) 

Þetta gerðu Ed og Rachel á C90 Hondunum sínum og lentu þau meðal annars í því að þau máttu ekki keyra í gegnum Quebec af því að þau voru á nagladekkjum ...

Fyrri Hluti 

Seinni hluti

Umferða átak Snigla 2020

 

13.12.20

1250cc á ísnum fyrir sunnan

 1250 cc Mótorhjól á ísdekkjum er örugglega upplifun út af fyrir sig.

Förum nokkra hringi með Ólafur Arnar Hjartarson Nielsen sem prufaði þetta á dögunum ásamt föður sínum Hjörtur L Jónsson.