30.9.20

Skriðþungi (eðlisfræði fyrir hjólafólk )

Hraðskreiðasta mótorhjól í heimi er býsna
ólíkt þeim sem sjást á götum Íslands.

Hversu hratt þarf mótorhjól að fara til að hafa sama skriðþunga og fólksbíll á 90 km hraða, ef bíllinn er 1200 kg og hjólið 200 kg?

Skriðþungi (e. momentum) hlutar er margfeldi af massa hans og hraða og lýsir hreyfingu hans. Skriðþunginn, p, er reiknaður með jöfnunni

þar sem m er massi hlutarins og v hraði hans. SI-mælieining skriðþunga er þess vegna kgm/s.