25.8.20

Veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­ur



Bif­hjóla­slys varð á veg­in­um um Óshlíð um helg­ina en veg­ur­inn er ekki leng­ur í notk­un. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum er veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­ur þar sem mikið grjót hef­ur hrunið úr hlíðinni ofan veg­ar­ins. Þá hef­ur sjór­inn grafið und­an veg­in­um.
Bif­hjóla­maður­inn gætti ekki að sprungu í veg­in­um fyrr en of seint og fór út af veg­in­um. Ökumaður­inn féll af hjól­inu en hjólið rann niður hlíðina og hafnaði í fjör­unni. Var ökumaður­inn vel áttaður er lög­reglu bar að garði en flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða. 
Sautján öku­menn voru kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur á Vest­fjörðum í vik­unni sem leið. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á Stranda­vegi í Stranda­byggð á 124 km hraða þar sem leyfi­leg­ur hraði er 90 km á klukku­stund.
Þrír voru flutt­ir til aðhlynn­ing­ar á heilsu­gæsl­una í Búðar­dal eft­ir bíl­veltu á Vest­fjarðavegi í Gufu­dal á föstu­dag. Þeir hlutu all­ir minni hátt­ar meiðsl en ökumaður­inn missti stjórn á bif­reiðinni með þeim af­leiðing­um að hún stakkst fram af veg­brún­inni niður fyr­ir veg­inn og valt þrjár velt­ur áður en hún stöðvaðist á hjól­un­um. 
Maður var að landa úr bát sín­um á Pat­reks­firði í síðustu viku þegar að reipi af kar­inu flækt­ist utan um fót­legg hans með þeim af­leiðing­um að hann féll aft­ur fyr­ir sig og lenti með hnakk­ann á steyptri bryggj­unni. Fékk maður­inn höfuðáverka og flutt­ur með sjúkra­bíl til lækn­is.



 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/08/25/vegurinn_beinlinis_haettulegur/?fbclid=IwAR2iMLu85Pl09h4uVYOASk65pGp2_p1K-RJNuVnq-CTos1bCToVn8BCZudw

24.8.20

Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg

Hannes Hjalti Gilbert hefur gaman af að ferðast um á mótorhjóli og hann fór fjórar lengri ferðir um Ísland í sumar á mótorhjólinu. 

Hann samþykkti að deila með lesendum Víkurfrétta myndum úr sumarferðalögum og svara spurningum blaðamanns, sem eru bæði um ferðalög og ýmislegt annað og ótengt.








Nafn:
Hannes Hjalti Gilbert.

– Árgangur:
 1962.

– Fjölskylduhagir:
Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi
Giftur Þórunni Agnesi Einarsdóttur, við eigum þrjú börn, tvíburana Guðna Má og Helenu Rós, 25 ára og síðan er það Einar Hjalti á nítjánda ári.

– Búseta: 
Keflavík.

 – Hverra manna ertu og hvar upp alin?
Ólst upp hjá afa og ömmu í vesturbænum í Keflavík.


 – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu?
Við fórum í fjórar lengri ferðir í sumar. Í júní fórum hringferð um landið á mótorhjólinu ásamt góðum hópi fólks. Við tókum sex daga í hringinn og nutum fjölbreyttrar veðráttu. Við heimsóttum marga flotta staði og fengum góðar móttökur alls staðar. Franska safnið (Frakkar á Íslandsmiðum) á Fáskrúðsfirði var mjög áhugavert og Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er alltaf ánægjulegur viðkomustaður. Við skruppum út í Hrísey og nutum leiðsagnar en það var í fyrsta heimsókn okkar hjóna þangað. Síðan var alveg dásamlegt að prófa VÖK, nýju böðin við Egilsstaði. Í júlí fórum við ásamt vinafólki okkar yfir Kjöl og það var mjög skemmtileg ferð. Bjart yfir öllu og fámennt á hálendi. Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg.

Um verslunarmannahelgina náðum við að taka börnin okkar með ásamt viðhengjum og skoðuðum Snæfellsnesið. Aftur vorum við heppin með veðrið og nesið fagra bauð upp á eitthvað fyrir alla. Fyrir þessa ferð var unga fólkið búið að stofna ferðaplan með hjálp Google Maps og þar með gátu allir sett inn það sem þeim langaði til að skoða yfir helgina og svo tókum við þetta bara nokkuð skipulega með smá útúrdúrum. Þetta var mjög vel heppnuð ferð þar sem að allir sáu eitthvað nýtt. Núna í ágúst fórum við svo hjónin bara tvö í langa helgarferð um Suðurlandið og nutum einstakrar veðurblíðu. Við áttum uppsafnaða ýmsa staði sem okkur hefur lengi langað til að heimsækja. Listinn er langur en við náðum þó að skoða Dyrhólaey, Reynisfjöru, flugvélaflakið á