9.7.20

Vélhjólafólk vottaði Finni og Jóhönnu virðingu sína


Útför hjónanna Jóhönnu Sigríðar Sigurðardóttur og Finns Einarssonar var gerð frá Lindakirkju í Kópavogi í dag kl. 13.

Finnur og Jóhanna létust í mótorhjólaslysi á Vesturlandsvegi þar sem hann liggur um Kjalarnes, sunnudaginn 28. júní og hefur talsverð umræða skapast í kjölfar slyssins um ástand vega á Íslandi, sérstaklega með tilliti til öryggis mótorhjóla. Nýlagt og að virðist vitlaust blandað malbik er talið hafa átt þátt í slysinu.

Mótorhjólaklúbburinn HOG Chapter Iceland stóð heiðursvörð í jarðarförinni og fjölmargt vélhjólafólk vottaði þeim Jóhönnu og Finni virðingu sína. Ljósmyndari frá Torgi var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir. Var þetta að hans sögn falleg og tilfinningaþrungin stund.






Á.B.S. 
DV
9. júlí 2020

Hjóladagar 17-19 júlí


ATH Skráning í matinn í veisluna í 

Kjarnaskógi er hjá Trausta í Síma 8495755.



Dagskráin

Perla Eyjafjarðar ?

5.7.20

Landsmót Bifhjólamanna 2020

Þá er landsmóti bifhjólamanna lokið þetta árið en fór það fram á Laugarbakka í Miðfirði 


 Þetta var mitt fyrsta en klárlega ekki það síðasta landsmót sem ég mun fara á. Önnur eins gleði og ánægja hef ég bara ekki orðið vitni að fyrr og hef ég farið á margar útihátíðir í gegnum árinn. Hvar sem litið var voru bifhjólamenn að hafa gaman, hvort sem það var að skemmta sér eða öðrum.


 Skipuleggjendur þessa móts eiga hrós skilið fyrir mótið frá A til Ö. Allt stóð eins og stafur á bók hjá þeim, frá minnsta smáræði sem skiptir stóru máli ss rafmagnið á tjaldsvæðinu eða veitingarnar í veitingarsölunni. Allt heppnaðist hjá þeim. Á fimmtudagskvöldið var mótið sett og opnaði Húnabandið á mótið með snillar spilamennsku og fjölbreyttu lagavali og var fólk almennt mjög ánægt með þeirrar framlag.

Á föstudeginum sáu hinar rómuðu WC Rónatúttur um Rónatúttuleikana og voru fjölbreytt keppnisatriði bæði fyrir einstaklinga sem og hópa. 


  •  Þjóðhátíð 
  • Laugarvegshlaup 
  • Samfélags fjarlægðarglíma 
  • Skíðaganga 
  • Geordjögoss 
 Seinna um kvöldið var svo komið að hinni einu sönnu landsmótssúpu og var hún að þessu sinni a la Kalla og má segja að önnur eins súpa hafi bara ekki verið brugguð. Þvílík kraftakjötsúpa sem hún galdraði fram. Kvöldinu var svo slúttað með Huldumönnum sem lyftu þakinu á félagsheimilinu þegar allir tóku undir í gömlu Gildru slögurunum.

 Á laugardeginum voru aðal Rónatúttuleikarnir og voru keppnisatriðin að venju ansi fjölbreytt.


  •  Snigilinn 
  • Prjónkeppni 
  • Tunnudráttur 
  • Haus á staur 
  • Hringekja 
  • Búningakeppni 
 Síðar um kvöldið var svo Landsmótsgrillið og var það svo sannarlega hátíðarkvöldverður,
Því-lík-veisla.

Verðlaunaafhending fór svo fram ásamt orðuveitingum og að sjálfsögðu happadrætti þar sem voru fjöldinn allur af stórglæsilegum vinningum. 
Strax á eftir komu á sviðið Volcanova sem að hituðu upp fyrir Vintage Caravan sem áttu svo sannarlega stórleik eins og þeim er von og vísa. 

 Sunnudagurinn var tekin rólega en landsmótinu var slitið formlega um hádegi og var fólk í umvörpum að pakka og taka sitt saman, kveðjast og þakka fyrir sig og sína. 

 Tekið skal fram að alla helgina var allstaðar handspritti og sápur og slíkt vantaði ekki á salernum.
 Mótorhjólafólk á heiður skilið með umgengni því hvergi var rusl að sjá alla helgina og sáust menn hjálpa hverjum öðrum ef á þurfti að halda ss við að tjalda eða með mótorhjólin sín sem og bíla.

 Ég þakka kærlega fyrir mig og klárlega mun ég mæta á næsta landsmót í Húnaveri sem haldið verður dagana 1 – 4 júlí 2021. 

 Kær kveðja – 
Valur S Þórðarson 

Landsmótsmerkin fást á Mótorhjólasafninu þar er opið 13-17 á sumrin