9.3.20

Á völtum fótum

Árni Jakobsson
Árni Jakobsson var uppalinn Mývetningur sem gerðist bóndi , en missti fljótt heilsuna. Hann gaf út ævisöguna "Á völtum fótum" þar sem þessi mynd er að finna af honum á vélknúnu þríhjóli.

Úrdráttur úr bókinni. Á Völtum fótum (1963)

 Sumarið 1942 fék ég einn góðann veðurdag óvænta heimsókn þriggja góðkunnra Húsvíkinga. Þessir gestir voru frú Auður Aðalsteinsdóttir, Friðþjófur Pálsson símstjóri, maður hennar, og Helgi Kristjánsson, Kjötmatsmaður. Þessi góðu gestir komu færandi hendi, gáfu mér hjólastól eða handsnúið þríhjól. Allmargir Húsvíkingar höfðu skotið saman peningum til að kaupa hjólið, og vissi ég raunar aldrei nema um fáa þeirra, sem hlut áttu að máli. Ég varð allt í senn ,glaður og þakklátur yfir þessari höfðinlegu gjöf.
This invalid carriage was manufactured 
by R.A. Harding (Bath)
Mikill var sá munur að geta hjólað um göturnar í stað þess að dragast áfram á hækjunni og stafnum. Mér fannst næstum því sem ég hefði eignast töfra-klæði, eins og greinir frá í ævintýrum, þegar ég ók um sléttar göturnar. En fljótt þreyttust handleggir mínir og axlir við að knýja hjólið, þar sem á bratta var að sækja. Þurfti ég jafnan hjálp að halda , færi ég upp brekku. Oft gerðust unglingsdrengir til þess óbeðið að hjálpa mér, þegar svo stóð á. Þetta handsnúna hjól notaði ég til ársins 1955.

Mótorhjólasýningu frestað

7.3.20

Ofurhugar reyna við tvö heimsmet á Íslandi

Yonatan og Reid kynntust ýmsu á 15
þúsund kílómetra ferðalagi sínu. 

Aðsend mynd.

Tveir ofurhugar ætla að reyna við tvö heimsmet á rafmagnseinhjóli á Íslandi í sumar. Slógu nýverið heimsmet á rafmótorhjóli með akstri um 48 fylki Bandaríkjanna. Annar þeirra er leiðsögumaður á Höfn og vill setjast að á Íslandi.rafmagnsmótorfákum.

Bandaríski fjallaleiðsögumaðurinn Mike Reid, sem hefur búið á Íslandi í fjögur ár, setti nýverið heimsmet ásamt félaga sínum, Ísraelanum Yonatan Belik. Þeir keyrðu um öll 48 samfelldu fylki Bandaríkjanna á rafmagnsmótorfákum. Þetta er þriðja heimsmet Reids, sem býr á Höfn í Hornafirði, og hyggjast þeir félagar setja tvö til viðbótar á Íslandi á þessu ári.„Þetta var brjálæði. Þetta voru 15 þúsund kílómetrar,“ segir Reid. „Bandaríkin eru svo stór og svo mörg veðrakerfi. Í köldustu veðrunum vorum við orðnir dofnir á höndum og fótum. Ég datt af hjólinu. Fólk hótaði að skjóta okkur. Svona er Ameríka.“
Eitt sinn lentu þeir í stormi í Nýju-Mexíkó, óttuðust ofkælingu og neyddust til að biðja ókunnuga um húsaskjól. Þarna voru stórir hundar og varúðarskilti. „Ég hélt að við yrðum skotnir þegar Yonatan fór

6.3.20

Stærstu hjólin

Í gær birti ég minnsta mótorhjólið í heimi sem hægt var að aka.


Hér í þessu myndbandi ber að líta allt það stærsta....

Margt skrítið í þessum heimi..


5.3.20

Bingó í Íþróttahúsi Oddeyrarskóla 14 mars 14-17


Minnsta akanlega Mótorhjólið

 Svíinn Tom Wiberg átti einu sinn heimsmet fyrir að eiga stærsta hjólið ‘Big Toe‘ en það er víst búið að slá það, en kallinn á enn metið fyrir að hafa smíðað minnsta akanlega mótorhjólið. Hjólið er kallað Small Toe og smíðað 2003 og vegur það tæp 1100 grömm og er það 65mm á hæð og 115mm að lengd.
Hámarkshraði græjunnar er 2 km á klukkustund og er knúinn af pínulítilli ethanol knúinni vél. ekki ósvipaðri og eru í fjarstýrðum flugvélum

Ástæðuna fyrir smíðinni var eingöngu til að komast í Heimsmetabókina í annað sinn og tókst það.
hjólið er auðvitað ekki löglegt á götum enda er enginn ljósabúnaður á því og væri líklega erfitt að koma númeraplötunni fyrir..
Hjólið er ekki með neina gira né bremsur né heldur fer hjólið bara af stað þegar það er sett í gang. Ekki er hægt að sitja hjólið en það er hægt að standa á þar til gerðum skóm sen voru með petulum sem stungust inn í hliðar hjólsins , og náði eigandinn að aka því 11 metra , sagði hann að hann hefði geta ekið lengra en því miður var fyrirstaða semt stoppaði hann .

Hér að neðan er myndband af gjörningnum. Eins má sjá í bakgrunninum risahjólið sem hann áti eitt sinn heimsmet fyrir sem stærsta mótorhjólið.
VH