Árni Jakobsson var uppalinn Mývetningur sem gerðist bóndi , en missti fljótt heilsuna. Hann gaf út ævisöguna "Á völtum fótum" þar sem þessi mynd er að finna af honum á vélknúnu þríhjóli.
Úrdráttur úr bókinni. Á Völtum fótum (1963)
Sumarið 1942 fék ég einn góðann veðurdag óvænta heimsókn þriggja góðkunnra Húsvíkinga. Þessir gestir voru frú Auður Aðalsteinsdóttir, Friðþjófur Pálsson símstjóri, maður hennar, og Helgi Kristjánsson, Kjötmatsmaður. Þessi góðu gestir komu færandi hendi, gáfu mér hjólastól eða handsnúið þríhjól. Allmargir Húsvíkingar höfðu skotið saman peningum til að kaupa hjólið, og vissi ég raunar aldrei nema um fáa þeirra, sem hlut áttu að máli. Ég varð allt í senn ,glaður og þakklátur yfir þessari höfðinlegu gjöf.
This invalid carriage was manufactured by R.A. Harding (Bath) |
Þá eignaðist ég vélknúið þríhjól. Ég náði furði fljótt lagi á að aka því. Og mikill var sá munur að losna við að snúa gamla hjólinu, með þreyttum og þrautaþjökuðum handleggjum. Nú ók ég í sprettinum um göturnar, og þótti víst sumum sem ég færi nokkuð ógætilega, og mun svo verið hafa, þó aldrei að slysi.
_____________________________________________________
Vefstjóri kannaði aðeins málið og komst að því að hjólið er sennilega af gerðinni
Harding of Bath en þeir voru í því að framleiða reiðhjól í Bretlandi frá 1921 og oft voru það 3 hjóla reiðhjól. Svo eftir 1950 fóru þeir að framleiða 3 hjóla vélhjól sem gat einmitt komið sér vel fyrir fatlaða.
Hjólin voru knúin af Villiers Mk V1-6 tvígengisvél og var það handsnúið í gang.