29.10.19

Straand-treffet Noregi 20. til 22. september 2019.


Á efri hæðinni í Speed er Yamaha og fatnaður

 Straand-treffet Noregi 20. til 22. september 2019.


Í janúar var mótorhjólafélagi minn Björn Richard Johansen staddur hér á Íslandi og hittumst við á kaffihúsi og spjölluðum saman. Í þessu kaffispjalli sagði hann mér frá nokkuð sérstöku mótorhjólamóti sem hann og nokkrir aðrir störtuðu haustið 2018. Mótið tókst vel og sagði hann mér að það ætti að endurtaka mótið haustið 2019 og stefnt væri á að tvöfalda stærð mótsins. Björn Richard er af mörgum Íslendingum kunnur fyrir endurreysn íslensku bankana eftir bankahrun, enn fleiri hafa heyrt og kannast við verkefni sem hann startaði með Íslenskum stjórnvöldum eftir bankahrunið því að hann hannaði “módelið” af auglýsingaherðerðinni Inspired by Iceland.  Strax og ég kom heim keypti ég mér flugmiða og pantaði herbeggi fyrir mig og konuna á Straand-hotel.

Gamalt og rótgróið hótel staðsett í Vradal Telemark .

Á neðrihæð Speed eru BMW hjólin
  Mótið er á og við hótelið Straand Hotel í Vradal (ca. 120-150 km. sv. frá Oslo í beinni loftlínu, en styðsti vegur frá Osló til Straand Hotel er 205 km.), hótelið er með um 90 herbergi og var byggt 1864, opið allt árið. Á sumrin er mikill ferðamannastraumur af Norsku fjölskyldufólki og erlendum ferðamönnum í dalnum, en þar er í boði mikið af allsskonar afþreyingu. Á veturna er hótelið vinsælt meðal skíðafólks enda stutt frá hótelinu í góð skíðasvæði. Mótorhjólafólk í Noregi notar hótelið talsvert mikið á sumrin, en vegirnir í næsta nágreni við

22.10.19

Haustógleði 2019

Haustógleði Tíunnar var haldin eftir aðalfund á laugardaginn 19 október á Hrappstöðum fyrir ofan Akureyri.

21.10.19

Aðalfundur 2019

Mótorhjólasafn Íslands

Um helgina var aðalfundur Tíunnar haldinn á Mótorhjólasafni Íslands.

Engar lagabreytingartilögur bárust og haldast lög Tíunnar óbreytt.
Lög Tíunnar

Í stuttu máli þá gekk aðalfundurinn snurðulaust fyrir sig. 


Arnar Kristjánsson óskaði eftir að láta af störfum í stjórn, en aðrir stjórnarmeðlimir vildu vera áfram, og bauð Sigurvin Sukki sig fram til stjórnar, og samþykkti fundurinn það.

Kjúklingasúpa
og kökur
Því næst var kosið til formanns Tíunnar og var Sigríður Dagný endurkjörin formaður,

Stjórn Tíunnar 2020 verður því eftirfarandi

Sigríður Dagný Þrastardóttir:      Formaður
Trausti Friðriksson :                    
Kalla Hlöðversdóttir :                  
Víðir Már Hermannsson :
Siddi Ben :                                   
Jóhann Freyr Jónsson  :           
Sigurvin Sukki Samúelsson:
*Stjórn skipir svo með sér störfum á næsta fundi

Eftir fundinn var boðið upp á dýrindis kjúklingasúpu sem Sigga græjaði og tertur og fínery sem Kalla græjaði (Takk Kærlega) svo allir væru fullir orku fyrir haustógleði Tíunnar sem yrði seinna um kvöldið.

Stjórn Tíunnar vill þakka kærlega fyrir sumarið og ætlum að bæta í næsta sumar.