27.4.19

Kláruðu átta daga eyðimerkurrall

Íslendingarnir Ásgeir Örn Rúnarsson og Sigurjón Andrésson kepptu á mótorhjóli í byrjun þessa mánaðar í Morocco Desert Challenge-rallinu. Þar voru eknir 3.000 kílómetrar í Sahara-eyðimörkinni á 8 dögum.


Ásgeir Örn Rúnarsson og Sigurjón Andrésson héldu til Marokkó í Norður-Afríku í byrjun þessa mánaðar til að taka þátt í næststærsta ralli sem haldið er í heiminum ár hvert. Morocco Desert Challenge er rall þar sem eknir eru þrjú þúsund kílómetrar í Sahara-eyðimörkinni á átta dögum. Ásgeir, sem keppti á sérútbúnu mótorhjóli, kláraði
keppnina og endaði í sjötta sæti í sínum f lokki sem kallaður er
Malle Moto. „Við sem skráum okkur í Malle Moto-f lokkinn megum ekki þiggja neina utanaðkomandi aðstoð og þurfum að sinna öllu  viðhaldi sjálfir. Við máttum taka með okkur tvo kassa, annan fyrir persónulega muni og hinn fyrir verkfæri og varahluti. Og þegar við komum í mark að kvöldi þurfum við vinna við hjólið sjálfir og undirbúa næsta dag en í þessu ralli eru átta dagleiðir og eknir samtals þrjú þúsund kílómetrar“.

Upplýsingar á Facebook

Hlutverk Sigurjóns í ferðinni var fyrst og fremst að styðja vin sinn í hans þátttöku en einnig að flytja
þeim sem fylgdust með heima, fréttir af gangi mála. „Ég var þarna bæði til að upplifa og styðja Ásgeir en einnig til að segja frá okkar reynslu og reyna að deila henni á samfélagsmiðlum. Við settum í loftið Facebook-síðu sem kallast Mótorhjólarallý – Ásgeir Örn Rúnarsson og þar settum við inn
myndbönd, myndir og upplýsingar oft á dag. Við fengum mikil og góð viðbrögð að heiman og það
var geysilega skemmtilegt að finna viðbrögðin. Fólk hefur gaman af því að sjá annað fólk glíma við
framandi og erfiðar aðstæður,“ segir Sigurjón.

Ágætt netsamband í Sahara

En hvernig gekk að koma skilaboðum og myndböndum inn á samfélagsmiðla þar sem rallið var oft á tíðum á afskekktum stöðum í eyðimörkinni? „Það er svo magnað að það mátti oftast ná í gott netsamband í kringum þéttbýliskjarna þarna suður frá. Við þurftum náttúrulega að fá okkur ný símakort og fylla vel á þau fyrir ferðina en oftast þurfti ekki að aka alltof langt til að komast í sæmilegt samband.“

Aðstoðarmaðurinn ók 3.500

kílómetra í eyðimörkinni „Ég tók bílaleigubíl og ók á milli rásmarks og endamarks dag hvern. Ég reyndi að koma við á áhugaverðum stöðum og hitta fólk og upplifa. Stundum ók ég bara beint af augum í eyðimörkinni og tók myndir af því sem fyrir bar en aðra daga elti ég rallið og tók ljósmyndir
af því þegar ökutækin fóru hjá.“

Risastór adrenalínsirkus

Að sögn Sigurjón var ferðin öll og þátttaka þeirra félaga mögnuð upplifun. „Þetta var stærra og kraftmeira en ég átti von á. Þetta er 1.300 manna sirkus með 280 keppnistækjum og alls 555 ökutækjum, þegar ökutæki aðstoðarfólks eru talin með. Lestinni fylgdu meðal annars þrjár þyrlur, alls
konar sjúkra- og dráttarbílar, sjónvarpsútsendingatrukkur með öllu tilheyrandi, 15 ljósmyndarar, 12
kvikmyndatökumenn og 10 blaðamenn,“ segir Sigurjón og heldur áfram. „Á hverjum degi eftir að
keppnistækin höfðu verið ræst var þessi 1.300 manna tjaldborg með aðstöðu liðanna, eldhúsi, veitingasvæði og bar, sturtu- og salernisaðstöðu rifin niður og flutt 3 00 kílómetra og komið upp samdægurs á öðru opnu svæði í eyðimörkinni. Það var ótrúlegt að fá að vera hluti af þessu, þetta voru sannkallaðar adrenalínbúðir, keyrðar á ljósavélum og það voru tæki í þenslu og prufuakstri alla nóttina. Við sváfum í tjöldum sem við tókum með okkur út en gáfum að lokinni keppni enda vorum við alveg búnir að fá nóg því að sofa í tjaldi.“ Að hjóla í fullum herklæðum í 40 stiga hita Ásgeir, sem kláraði rallið, lenti í 6. sæti í Malle Moto-flokknum og 49. sæti í flokki allra mótorhjóla af 72 hjólum sem hófu keppni. „Ég er mjög sáttur við árangurinn. Hjólið reyndist ótrúlega vel og allur  undirbúningur var eins og best verður á kosið miðað við mitt fyrsta eyðimerkurrall. Aðstæður voru hins vegar afar erfiðar, hitinn óvenju hár fyrir árstíma og sandrokið mikið. Það er erfitt að hjóla í sandöldum sem ég hef enga reynslu af með 1.200 hestafla trukk á hælunum, það er ógnvekjandi reynsla sem ég þarf að öðlast meiri reynslu í ef ég færi í svona aftur. En hitinn var þó erfiðastur.
Við hjóluðum í miklum hlífðarklæðnaði og með mikinn búnað og vatnsbirgðir á okkur og í sjálfu
sér er það eitt erfitt, þó að ekki bætist við 40 stiga hiti. Ég var til að mynda algjörlega sigraður eftir
fjórða daginn og þurfti að hjóla svokallaða þjónustuleið fimmta daginn og fyrir það fékk ég  tímarefsingu,“ sagði Ásgeir

Ferðalagið kynnt fljótlega

Þeir félagar eru sammála um að ferðin hafi verið dýrmæt reynsla. „Fyrir mig var þetta ekki bara
gamall draumur að rætast heldur einstök upplifun. Það er eitthvað svo gefandi við það að takast á
við svona stórt verkefni og sigrast á manni sjálfum,“ segir Ásgeir. „Svo vonast ég líka til að geta deilt
reynslu til þeirra sem vilja upplifa svona sjálfir.“ Sigurjón hefur svipaða sögu að segja. „Ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í en upplifunin var betri og sterkari en ég átti von á. Það hafði áhrif á mig að sjá hvernig fólk dregur fram lífið í eyðimörkinni og það var sérstakt að fara til Vestur-Sahara og
finna hvernig ástandið og spennan er á því hernumda svæði.“

Fréttablaðið
 27. APRÍL 2019  

23.4.19

1. maí Hópkeyrslan á Akureyri

1. maí hópkeyrslan
er ætluð til að sýna og minna fólk og ökumenn á að Mótorhjólin eru komin á götuna.

Við ætlum að byrja á Ráðhústorgi og endum eftir smá hring um bæinn á Mótorhjólasafninu.
Þar verður boðið upp á eitthvað gott....

Allir Mótorhjólamenn eru velkomnir í Hópkeyrsluna.

Meira um þetta á viðburðinum á Facebook,
https://www.facebook.com/events/2008370499269911/

15.4.19

Miðar á Dimmutónleikana á Skírdag á Græna Hattinum

Dimma
Dimma á fimmtudagskvöld á Græna hattinum og það er uppselt!! Tían sem er hollvinafélag Mótorhjólasafnsins á miða og er að selja niðurgreidda miða til félagsmanna á 3800kr í stað 4500, nú er lag að ganga í Tíuna og styðja við safnið. Árgjaldið er aðeins 3000kr og rennur stór hluti til safnsins.
Komið og sjáið frábæra tónleika í góðum félasskap,,, ath! takmarkað magn miða.

Til að ganga í Tíuna er farið hér https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/…/viltu-ganga-i-bi…
p.s. sem er virkasti mótorhjólavefur landsinns

tian(hja)tian.is

Bike Cave Reykjavík.

Bike Cave er í Einarnesi 36 í Reykjavík

Í Skerjafirði í Reykjavík skammt frá Sniglaheimilinu er lítill veitingastaður sem ber nafnið Bike Cave.

Eitthvað við nafnið Bike Cave heillaði mótorhjólakallinn mig, og því ekki að fara að skoða.

Þetta er lítill staður í Skerjafirði þ.e hinum megin við flugvöllinn okkar í Vatnsmýrinni og staðurinn skreyttur að utan með listaverki af hjólafáki svo ég var greinilega ekkert að villast.

Ágætis bílastæði fyrir utan fyrir bifhjól og bíla.

Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með matseðilinn og hafði ég úr nógu að velja allt frá Ketóréttum, Vegan mat, pítur, kjötsúpu, hamborgara nú eða bara fá sér Vöfflu og kaffi.

Hlýlegt viðmót eiganda staðarins var ekkert að skemma fyrir og mæli ég með staðnum þar sem hann er með mjög góðan mat og gott verð á matseðlinum.

Staðurinn er greinilega vinsæll hjá reiðhjólfólki en staðurinn liggur meðfram vinsælum reiðhjólastíg í borginni. Þarna hafa þeir aðstöðu til að dytta smávægilega að hjólunum sínum pumpa í dekk og annað slíkt.

Nýlega gerði Bike Cave svo samning við Audi Group í Danmörku sem er dreifingaraðili fyrir Ducati á Norðurlöndum og erum með síðuna www.ducatiiceland.is og einnig eru þau að selja Hjálma frá Nexus.
Kíkið á Bikecave á Facebook nú eða www.bikecave.is

6.4.19

Frá Formanni

 Ég hef verið í Formannsstöðu Tíunnar í 3 ár og höfum við stjórnin alltaf verið að bæta okkur. 

Og í sumar verður það engin undartekning. Tían er málstaður sem þjappar okkur saman, við myndum eina heild. (og látum eins og hálfvitar annað slagið)Heiddi   Með því að greiða þitt félagsgjald í Tíunnar ert þú sjálfvirkur þáttakandi af uppbyggingu mótorhjólasafns Íslands, og nú þegar að safnið er á lokasprettinum þá væri þitt framlag vel þegið. Litlar 3000 kr og 1000 kr framlag af því fer í mótorhjólasafnið og að auki frítt inn á safnið út árið.

Komandi sumar verður skemmtilegt á vegum Tíunnar.
  • 18 apríl :Dimmu tónleikar 
  • 1 maí     : Hjólarúntur og kaffisala inn á mótorhjólasafni. (allur ágóðu rennur til safnsins)
  • 11:maí   :Heiðarlegur Dagur (Hjólaferð í Borgarnes á Mótorhjólasýningu Rafta.)
  • 18.maí   :Skoðunardagur (Frumherji)
  • 16.júní   :Startup day @ Mótorhjólasafn Íslands
  • 19.júlí    :Hjóladagar Tíunnar 
  • 21. Sept :Haustógleði 


Taktu þátt í sumrinu með Tíunni og Mótorhjólasafni Íslands 
Myndum eina heild

Hjólakveðjur 
Sigríður Dagný Þrastardóttir 
Formaður Tíunnar 

31.3.19

Tíuspilið

Hafið þið ekki séð mótorhjólatöffara og mótorhjólapæjur þeysa um stræti borgarinnar og þjóðvegi landsins? Kjánalega spurt, auðvitað hafið þið séð þetta fólk, klætt í svarta leðurjakka, leðurbuxur og leðurstígvél með alls konar silfurlitar bólur, hnappa, hlekki og heilu keðjurnar þvers og kruss um gallana og stígvélin og auðvitað með hjálm á höfðinu. Ef þið haldið að þetta sé gert fyrir töffaraskapinn einan er það ekki rétt, leðurklæðnaðurinn er til þess að hlífa mótorhjólafólkinu ef það verður fyrir hnjaski hvers konar. Á hraðanum 50 km innanbæjar og 90 km úti á þjóðvegunum er ekki neitt grín að detta af mótorhjóli. Ef ekki væru leðurgallinn og hjálmurinn myndi húðin flettast af og meira en það. Mótorhjólafólk á íslandi hefur með sér félagsskap sem kallast Tían -  Bifhjólaklúbbur Norðuramts.

Margir félagar í Tíunni eru með merki samtaka sinna á gallanum sínum, Mótorhjólamann sem er að detta af mótorhjóli sem er teikning af listaverki sem heitir "Fallið" og er það staðsett í Varmahlíð og er til minningar um fallna Mótorhjólamenn.