31.3.19

Tíuspilið

Hafið þið ekki séð mótorhjólatöffara og mótorhjólapæjur þeysa um stræti borgarinnar og þjóðvegi landsins? Kjánalega spurt, auðvitað hafið þið séð þetta fólk, klætt í svarta leðurjakka, leðurbuxur og leðurstígvél með alls konar silfurlitar bólur, hnappa, hlekki og heilu keðjurnar þvers og kruss um gallana og stígvélin og auðvitað með hjálm á höfðinu. Ef þið haldið að þetta sé gert fyrir töffaraskapinn einan er það ekki rétt, leðurklæðnaðurinn er til þess að hlífa mótorhjólafólkinu ef það verður fyrir hnjaski hvers konar. Á hraðanum 50 km innanbæjar og 90 km úti á þjóðvegunum er ekki neitt grín að detta af mótorhjóli. Ef ekki væru leðurgallinn og hjálmurinn myndi húðin flettast af og meira en það. Mótorhjólafólk á íslandi hefur með sér félagsskap sem kallast Tían -  Bifhjólaklúbbur Norðuramts.

Margir félagar í Tíunni eru með merki samtaka sinna á gallanum sínum, Mótorhjólamann sem er að detta af mótorhjóli sem er teikning af listaverki sem heitir "Fallið" og er það staðsett í Varmahlíð og er til minningar um fallna Mótorhjólamenn.


 Jæja, nóg um það. Þið ætlið að taka þátt í mótorhjólakappakstri Tíunnar, sem fer að  sjálfsögðu ekki fram á götum bæjarins eða þjóðvegunum heldur á svæði Bílaklúbbs Akureyrar  þess ætluðu utan alfaraleiða.
Þið þurfið eitt stykki tening, eitthvað til þess að leggja ofan á reitina í spilinu, tölu, mynt eða eitthvað í þeim dúr. Þið stillið ykkur upp við rásmarkið, sem er merkt START, síðan kastið þið teningnum til skiptis og færið ykkur áfram'um eins marga reiti og koma upp á teningnum. Ef þið lendið á ró fáið þið aukakast.
Ef þið eruð svo óheppin að lenda á nagla, springur óneitanlega hjá ykkur og þið fáið refsistig; þið verðið að sitja hjá eina umferð. 

  • Reitur númer 1: Stopp! Þið fóruð út af kappakstursbrautinni. Farið aftur á byrjunarreit.
  • Reitur númer 2: Þið komist upp á trjábol og þar með yfir helstu hindrunina, djúpan og fúlan læk. Færið ykkur á svarta reitinn.
  • Reitur númer 3: 0, óó! Hvað var þessi steinhnullungur að gera á miðri kappakstursbrautnni? Nú kom sér vel að verameð hjálminn og í leðurgallanum. Sitjið hjá í tvær umferðir á meðan þið eruð að jafna ykkur og aðstoðarfólkið ykkar reynir að tjasla upp á mótorhjólið.
  • Reitur númer 4: Loksins sjáið þið hilla undir lok keppninnar, allar hindranir að baki og brekkan slétt og felld gefur ykkur.heldur betur byr-í bakið og þið þeysið beint í MARK!

Hafið gaman af.  Kv Tían