8.3.19

Félagskirteini 2019



Það eru orðinn nokkur ár síðan Tían bifhjólaklúbbur Norðuramts gaf út félagskirteini en ástæða þess var hár kostnaður við að framleiða skirteinin.



Í ár ætlum við hins vegar að gefa út félagskirteini og stefnum við að því að þau komi út um miðjan apríl.

Svo ef þið viljið fá félagskirteini í ár þá er must að greiða félagsgjald sem fyrst sem ætti fyrir löngu að vera kominn í heimabankann...

Ef ekki látið okkur vita svo við getum send ykkur greiðsuseðilinn.
tian@tian.is



1.3.19

Skagstrendingurkaupir Gullvæng (1988)

„Flagghjól" Honduverksmiðjanna farskjóti ferðaglaðra húnvetnskra hjóna:

Dýrasta mótorhjól sem sést hefur á íslandi hefur nú verið leyst út úr tolli og keypt til Skagastrandar í
Austur-Húnavatnssýslu. Er það af gerðinni Honda GoldWing GL1500/6 og flutt nýtt inn af Honda umboðinu frá Frakklandi. Kostaði það um 915 þúsund krónur. Eigandinn, Hjörtur Guðbjartsson sjómaður, var staddur úti á sjó um borð í Örvari frá Skagaströnd, er Tíminn náði sambandi við hann.

27.2.19

Vinnukvöld á Safninu á miðvikudögum.

  Mæting á vinnukvöld inn a mótorhjólasafn var ekki mjög góð 3 úr stjórn Tíunnar og þar af ein úr stjórn Safnsins og var málað aðeins,,,,, þetta er aðeins fra kl 20 - 22.

Nóg er eftir að gera... Mætum betur næst i málingargalla.. það þarf að mála meira... tengja þarf salernin og vaska og ganga fra rafmagni.

24.2.19

Er ekki betra að vita hvað maður er að gera áður en maður prófar mótorhjól

Hér á Akureyri bar það við, fyrir rúmum 90 árum, að maður einn fór að rjála við mótorhjól, sem skilið hafði verið eftir fyrir utan hús í Brekkugötu og var vélin í gangi. Maðurinn var óvanur þessu farartæki, en vanur hjólreiðamaður. Settist hann nú á bak að gamni sínu, en varð þess valdandi í sama vetfangi, að reiðskjótinn skellti á skeið mikið. Maðurinn gat setið og stýrt, en kunni ekki að stöðva hjólið.

Hófst nú ægileg reið um Akureyrargötur, svo að allt hrökk undan. Maðurinn stefndi inn í bæinn og fram Eyjafjarðarveg sem fugl flygi. Sá maðurinn, að hann átti líf sitt undir þvi, að hann gæti stýrt svo, að ekki yrði slys. - Segir ekki af för hans fyrr  en hann er kominn fram hjá Saurbæ, 30 km frá Akureyri. Þá stöðvaðist hjólið af sjálfu sér. Vildi svo heppilega til, að  bensínið var þrotið.

Lofaði maðurinn Guð fyrir lífgjöfina, og þóttist sleppa vel úr þeysireið þessari.

ps.... ætli hann hafi verið á Henderson ;)

21.2.19

Faðir og sonur: með hraðann í blóðinu (1973)

Campbell-feðgarnir voru eins og ævintýrahetjur. Þá þyrsti sífellt í meiri hraða á láði og legi, og þeir voru tignaðir sem guðir af tveimur kynslóðum.

VATNIÐ var kyrrt þennan morgun og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu til þess að reyna að slá hraðametið. En Donald Campbell var ekki ánægður. Hann hafði verið að spila kvöldið áður og dregið spaðadrottningu og ás. Hann sagði tæknimönnum sinum og meðhjálpurum, sem spiluðu með honum, að Maria drottning hin skozka hefði dregið þessi sömu spil kvöldið áður en hiln missti höfuðið. Hann - bætti þvi við, að hann fyndi á sér, að eitthvað miður gott kæmi fyrir hann. Hann hefði getað látið það eiga sig að reyna við hraðametið í þetta sinn, en hann gerði það ekki. Góðir veðurdagar, gott lag á bátnum og allar aðstæður góðar, var

20.2.19

Afsláttur af Bifhjólaprófum hjá Ekill.ehf

Ekill.ehf á Akureyri býður félögum Tíunnar 10% afslátt af bifhjóla og skellinöðruprófum.

Þetta kann kannski að hljóma skringilega þar sem flestir félagar í Tíunni eru með ökupróf nú þegar. En þetta gæti hentað vel ef makinn er próflaus, eða krakkarnir vilja komst í prófið.

Svo eru auðvitað ungir ökumenn velkomnir í klúbbinn.