8.3.19

Félagskirteini 2019



Það eru orðinn nokkur ár síðan Tían bifhjólaklúbbur Norðuramts gaf út félagskirteini en ástæða þess var hár kostnaður við að framleiða skirteinin.



Í ár ætlum við hins vegar að gefa út félagskirteini og stefnum við að því að þau komi út um miðjan apríl.

Svo ef þið viljið fá félagskirteini í ár þá er must að greiða félagsgjald sem fyrst sem ætti fyrir löngu að vera kominn í heimabankann...

Ef ekki látið okkur vita svo við getum send ykkur greiðsuseðilinn.
tian@tian.is



1.3.19

Skagstrendingurkaupir Gullvæng (1988)

„Flagghjól" Honduverksmiðjanna farskjóti ferðaglaðra húnvetnskra hjóna:

Dýrasta mótorhjól sem sést hefur á íslandi hefur nú verið leyst út úr tolli og keypt til Skagastrandar í
Austur-Húnavatnssýslu. Er það af gerðinni Honda GoldWing GL1500/6 og flutt nýtt inn af Honda umboðinu frá Frakklandi. Kostaði það um 915 þúsund krónur. Eigandinn, Hjörtur Guðbjartsson sjómaður, var staddur úti á sjó um borð í Örvari frá Skagaströnd, er Tíminn náði sambandi við hann.