10.7.17

Hjóladögum lokið

Hjoladögum lokið takk allir sem komu þið eruð snillingar. Í ár voru frabærar vöfflur ,snilldar leikar , geggjuð spyrna og endaði með æðislegu grilli og tónleikjum. Og i dag voru bakaðar vöfflur i hádeginu handa afmælisbarninu henni Svandís Steingrímsd óskum við henni innilega til hamingju með 50 ára afmælið. Við í stjórn hefðum viljað sá fleiri i ár en þeir koma á næsta ári.

Sigga.

8.7.17

Verðlaunagripir klárir

Verðlaunagripir komnir i hús, erekki allir klárir i spyrnu og leika á morgum?
@ hjóladagar Tíunnar...

6.7.17

Tilboð...

Þetta var að detta inn ..
Hvalaskoðunarfyrirtækið
Keliseatours býður greiddum meðlimum tíunnar sem komnir eru með tíulykilinn/kortið. Hvalaskoðun á aðeins 6000kr.
Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
...

20.6.17

Kaffiferð á Hjalteyri

Nokkrir Félagar út Tíunni skelltu sér í smá hjólarúnt til Hjalteyrar
Gissur Agnarsson tók þessar myndir af félugunum .

1.6.17

Yfir 2000 mótorhjólamenn við útför Nicky Hayden


Útför fyrrum mótorhjólaheimsmeistarans í MotoGP, Nicky Hayden, var haldin í vikunni og mættu yfir 2.000 mótorhjólamenn í hana til að votta honum virðingu sína. Útförin var haldin í heimabæ Nicky Hayden, Owensboro í Kentucky ríki í Bandaríkjunum.

Margir þeirra komu langt að og að sögn margra þeirra mættu þeir við útförina vegna þess að líf og góður árangur Nicky Hayden hafði mikil áhrif á líf þeirra. Auk þess vildu þeir gleðja aðstandendur þessa besta mótorhjólamanns Bandaríkjanna á síðustu áratugum.

Nicky Hayden dó er hann var í reiðhjólatúr þann 17. maí, rétt fyrir mótorhjólakeppni sem hann ætlaði að taka þátt í. Var Hayden fluttur á sjúkrahús í kjölfarið slyssins en lést af völdum áverka slyssins fimm dögum síðar, 22. maí. Hayden varð fyrir bíl sem ók á hann á reiðhjóli sínu.

Visir
Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017 

Hjóladagar 2017


30.5.17

Bjölluhringingarathöfn 1 júní 2017


Þar sem eitt mótorhjól stoppar kemur alltaf annað skömmu síðar

Drekar huga að hjólum sínum við Olís á Reyðarfirði.
Mynd: Hjalti Stefánsson

Drunur mótorhjólanna er eitt af því sem fylgir hækkandi sól á vorin. 

Félagar í Drekum, Vélhjólaklúbbi Austurlands, hafa dustað rykið af hjólunum og fært þau út á göturnar. Félagar hittast vikulega til að bera saman bækur sínar.

„Þetta er tólf ára gamall félagsskapur, stofnaður með það göfuga markmið að stuðla að sem mestri samstöðu bifhjólafólks á Austurlandi. Við erum með 120 manns á félagatali, þar af má segja að helmingurinn sé virkur. Það er gríðarlega mikið hjarðeðli í mótorhjólamönnum. Sjálfstæði bækerinn er bara goðsögn. Þar sem eitt mótorhjól stoppar kemur alltaf annað skömmu síðar,“ segir Högni Páll Harðarson félagsmaður.

Saga Högna er lík sögum margra annarra sem heillast af vélfákunum. Hann segist hafa fengið mótorhjóladelluna ungur að árum en „haldið henni lengi í skefjum með ýmsum aðferðum, aðallega

26.5.17

Árgjaldið

Vissuð þið að þeir sem greiða árgjaldið í Tíunni



Styrkja: Mótorhjólasafnið um 1000 kr og geta heimsótt safnið án endurgjalds á meðan þeir eru greiddir félagar.



Árgjaldið í Tíunni er aðeins 3000kr.
Innifalið er:
Axlarmerki Tíunar (Einu sinni)...
Frítt á Mótorhjólasafnið.
Ýmsir afslættir hjá fyrirtækjum í bænum
Bensínafsláttur hjá Orkunni
Skemmtilegir Viðburðir..



Viltu ganga í Tian Bifhjólaklúbb Norðuramts?

Hafðu samband í
tian@tian.is

20.5.17

Skoðunardagur Tíunnar hjá Tékklandi

Skoðunardagur Tíunar fór fram hjá Tékklandi Akureyri í dag og mættu 63 hjól í skoðun..

boðið var upp á veitingar og var dagurinn val heppnaður þó hefði kannski mátt koma fleiri.